Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

978. spurningaþraut: Þrjár höfuðborgir í Andhra Pradesh — og hvar?

978. spurningaþraut: Þrjár höfuðborgir í Andhra Pradesh — og hvar?

Fyrri aukaspurning:

Hversu langt er í beinni loftlínu yfir Íslands frá Reykjanesi og út á Langanestá? Eru það um 480 kílómetrar — 680 kílómetrar — 880 kílómetrar — eða 1080 kílómetrar?

***

Aðalspurningar:

1.  Yfir hvaða heiði er farið milli Borgarfjarðar og Hrútafjarðar?

2.  Hvaða dag komu fyrstu bresku hermennirnir til Íslands til marks um að landið væri hernumið í síðari heimsstyrjöld?

3.  Af hvaða fuglaætt er lundinn?

4.  Hann var aðalritari Sameinuðu þjóðanna 1971-1982 en þegar hann var í framboði til forseta í heimalandi sínu 1986 kom í ljós að hann átti sér skuggalega fortíð sem hermaður og njósnaforingi í síðari heimsstyrjöld. Hvað hét hann?

5.  Þrátt fyrir þessar uppljóstranir náði hann kosningu sem forseti í landi sínu. Hvaða land var það?

6.  Hin bandaríska Louise Glück verður áttræð á næsta ári. Hún hefur lengi fengist við ákveðna listgrein en lengst af hefur borið lítið á henni. Það breyttist árið 2020 þegar ákveðin viðurkenning féll henni í skaut, en sú er afar eftirsótt í listaheiminum. Hvaða viðurkenningu fékk Louise Glück?

7.  Eitt sjálfstætt ríki í Afríku hefur þrjár höfuðborgir — ein er höfuðborg framkvæmdavaldsins, önnur höfuðborg löggjafarvaldsins og sú þriðja höfuðborg dómsvaldsins. Hvaða ríki er þetta?

8.  Nefnið tvær af þessum þrem höfuðborgum. Ef þið hafið allar þrjár, þá fáiði Afríkustig.

9.  Sami háttur — þrjár höfuðborgir — er líka hafður á í Andhra Pradesh, en þótt þar búi 50 milljónir manna, þá er það ekki sjálfstætt ríki, heldur fylki í öðru ríki en enn fjölmennara. Partur af hvaða ríki er Andhra Pradesh.

10.  Hvers konar efni er polyester?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er hér að leika jólasvein?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Holtavörðuheiði.

2.  10. maí 1940.

3.  Svartfuglaætt.

4.  Waldheim.

5.  Austurríki.

6.  Nóbelsverðlaun í bókmenntum.

7.  Suður-Afríka.

8.  Pretoria, Cape Town (Höfðaborg) og Bloemfontein.

9.  Indlandi.

10.  Gerviefni.

***

Svör við aukaspurningum:

Vegalengdin á fyrri myndinni er um 480 kílómetrar.

Á neðri myndinni er Whoopi Goldberg.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    Illugi ertu viss um þetta með 480 kílómetranna ?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Lofar stöðugleika til að ná niður 125 milljarða vaxtabyrði
6
Fréttir

Lof­ar stöð­ug­leika til að ná nið­ur 125 millj­arða vaxta­byrði

Rík­is­stjórn­in ætl­ar að ná halla­laus­um rekstri strax ár­ið 2027 en halli næsta árs verð­ur 15 millj­arð­ar, sam­kvæmt nýkynntu fjár­laga­frum­varpi. Það er um 11 millj­örð­um minni halli en gert hafði ver­ið ráð fyr­ir. Vaxta­gjöld rík­is­sjóðs nema nú 125 millj­örð­um króna á ári, sem jafn­gild­ir um 314 þús­und krón­um á hvern íbúa – hærri fjár­hæð en rekst­ur allra fram­halds­skóla og há­skóla lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár