Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

978. spurningaþraut: Þrjár höfuðborgir í Andhra Pradesh — og hvar?

978. spurningaþraut: Þrjár höfuðborgir í Andhra Pradesh — og hvar?

Fyrri aukaspurning:

Hversu langt er í beinni loftlínu yfir Íslands frá Reykjanesi og út á Langanestá? Eru það um 480 kílómetrar — 680 kílómetrar — 880 kílómetrar — eða 1080 kílómetrar?

***

Aðalspurningar:

1.  Yfir hvaða heiði er farið milli Borgarfjarðar og Hrútafjarðar?

2.  Hvaða dag komu fyrstu bresku hermennirnir til Íslands til marks um að landið væri hernumið í síðari heimsstyrjöld?

3.  Af hvaða fuglaætt er lundinn?

4.  Hann var aðalritari Sameinuðu þjóðanna 1971-1982 en þegar hann var í framboði til forseta í heimalandi sínu 1986 kom í ljós að hann átti sér skuggalega fortíð sem hermaður og njósnaforingi í síðari heimsstyrjöld. Hvað hét hann?

5.  Þrátt fyrir þessar uppljóstranir náði hann kosningu sem forseti í landi sínu. Hvaða land var það?

6.  Hin bandaríska Louise Glück verður áttræð á næsta ári. Hún hefur lengi fengist við ákveðna listgrein en lengst af hefur borið lítið á henni. Það breyttist árið 2020 þegar ákveðin viðurkenning féll henni í skaut, en sú er afar eftirsótt í listaheiminum. Hvaða viðurkenningu fékk Louise Glück?

7.  Eitt sjálfstætt ríki í Afríku hefur þrjár höfuðborgir — ein er höfuðborg framkvæmdavaldsins, önnur höfuðborg löggjafarvaldsins og sú þriðja höfuðborg dómsvaldsins. Hvaða ríki er þetta?

8.  Nefnið tvær af þessum þrem höfuðborgum. Ef þið hafið allar þrjár, þá fáiði Afríkustig.

9.  Sami háttur — þrjár höfuðborgir — er líka hafður á í Andhra Pradesh, en þótt þar búi 50 milljónir manna, þá er það ekki sjálfstætt ríki, heldur fylki í öðru ríki en enn fjölmennara. Partur af hvaða ríki er Andhra Pradesh.

10.  Hvers konar efni er polyester?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er hér að leika jólasvein?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Holtavörðuheiði.

2.  10. maí 1940.

3.  Svartfuglaætt.

4.  Waldheim.

5.  Austurríki.

6.  Nóbelsverðlaun í bókmenntum.

7.  Suður-Afríka.

8.  Pretoria, Cape Town (Höfðaborg) og Bloemfontein.

9.  Indlandi.

10.  Gerviefni.

***

Svör við aukaspurningum:

Vegalengdin á fyrri myndinni er um 480 kílómetrar.

Á neðri myndinni er Whoopi Goldberg.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    Illugi ertu viss um þetta með 480 kílómetranna ?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
5
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár