Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

977. spurningaþraut: Hvað kemur frá Olza?

977. spurningaþraut: Hvað kemur frá Olza?

Fyrri aukaspurning:

Ef mér reiknast rétt, þá mun jólasveinninn á myndinni hér að ofan halda aftur til fjalla í dag. Hvað heitir hann?

***

Aðalspurningar:

1.  Einn er sá ávöxtur sem við erum flest viss um að flokkist sem grænmeti en hann er í rauninni ber, sem geymir bæði fræ og vökva. Berið getur verið misstórt — frá því að rúmast í teskeið og upp í að vera á við tennisbolta að stærð. Hvað kallast þetta gríðarlega útbreidda rauða ber?

2.  Í hvaða landi heitir höfuðborgin Bakú?

3.  Bakú stendur við gríðarmikið salt stöðuvatn sem heitir ... hvað?

4.  Hvenær birtist Andrés Önd fyrst? Var það 1874 — 1904 — 1934 — eða 1964?.  

5.  Bærinn Cieszyn er í Póllandi, rétt við landamærin að Tékklandi. Þar er verksmiðja sem fyrirtækið Olza S.A heldur úti og framleiðir vöru sem lengi hefur verið flutt í miklum mæli til Íslands. Hvaða vara er það?

6.  Carrie Underwood er rétt tæplega fertug amerísk tónlistarkona og gríðarlega vinsæl í einum tilteknum afkima nútíma tónlistar. Hvers konar músík flytur Carrie Underwood?

7.  Á árunum 1877-1893 gegndu þeir Rutherford Hayes, James Garfield, Chester Arthur, Grover Cleveland og Benjamin Harrison tilteknu starfi hver á fætur öðrum. Hvaða starf var það?

8.  Hvað kallast avocado samkvæmt kórréttri íslensku?

9.  „Hoc est corpus meum“ eru orð sem höfð eru yfir við altarisgöngu í kaþólskri trú og þýða „Þetta er líkami minn.“ Þetta segir presturinn þegar hann afhendir fólki litlu brauðflísina sem á að tákna líkama Krists. Talið er að töframenn á miðöldum hafi haft yfir ákveðna afbökun á þessum orðum þegar þeir sýndu einhverja sniðuga brellu sem fól í sér svipaða umbreytingu og brauð—>líkami. Hvernig hljómaði afbökun töframeistaranna? — ef kenningin er rétt?

10.  En hvað nefnist annars brauðflísin sem notuð er við altarisgöngur?

***

Seinni aukaspurning:

Karl þessi stýrði eitt sinn ríki einu. Hvað hét karl?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Tómatur.

2.  Aserbædjan.

3.  Kaspíhaf.

4.  1934.

5.  Prins Póló.

6.  Country-tónlist.

7.  Þeir voru Bandaríkjaforsetar.

8.  Lárpera.

9.  Hocus Pocus.

10.  Obláta.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri mynd er Þvörusleikir.

Á neðri myndinni er fasistaforingi Spánar, Franco.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
2
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár