Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

977. spurningaþraut: Hvað kemur frá Olza?

977. spurningaþraut: Hvað kemur frá Olza?

Fyrri aukaspurning:

Ef mér reiknast rétt, þá mun jólasveinninn á myndinni hér að ofan halda aftur til fjalla í dag. Hvað heitir hann?

***

Aðalspurningar:

1.  Einn er sá ávöxtur sem við erum flest viss um að flokkist sem grænmeti en hann er í rauninni ber, sem geymir bæði fræ og vökva. Berið getur verið misstórt — frá því að rúmast í teskeið og upp í að vera á við tennisbolta að stærð. Hvað kallast þetta gríðarlega útbreidda rauða ber?

2.  Í hvaða landi heitir höfuðborgin Bakú?

3.  Bakú stendur við gríðarmikið salt stöðuvatn sem heitir ... hvað?

4.  Hvenær birtist Andrés Önd fyrst? Var það 1874 — 1904 — 1934 — eða 1964?.  

5.  Bærinn Cieszyn er í Póllandi, rétt við landamærin að Tékklandi. Þar er verksmiðja sem fyrirtækið Olza S.A heldur úti og framleiðir vöru sem lengi hefur verið flutt í miklum mæli til Íslands. Hvaða vara er það?

6.  Carrie Underwood er rétt tæplega fertug amerísk tónlistarkona og gríðarlega vinsæl í einum tilteknum afkima nútíma tónlistar. Hvers konar músík flytur Carrie Underwood?

7.  Á árunum 1877-1893 gegndu þeir Rutherford Hayes, James Garfield, Chester Arthur, Grover Cleveland og Benjamin Harrison tilteknu starfi hver á fætur öðrum. Hvaða starf var það?

8.  Hvað kallast avocado samkvæmt kórréttri íslensku?

9.  „Hoc est corpus meum“ eru orð sem höfð eru yfir við altarisgöngu í kaþólskri trú og þýða „Þetta er líkami minn.“ Þetta segir presturinn þegar hann afhendir fólki litlu brauðflísina sem á að tákna líkama Krists. Talið er að töframenn á miðöldum hafi haft yfir ákveðna afbökun á þessum orðum þegar þeir sýndu einhverja sniðuga brellu sem fól í sér svipaða umbreytingu og brauð—>líkami. Hvernig hljómaði afbökun töframeistaranna? — ef kenningin er rétt?

10.  En hvað nefnist annars brauðflísin sem notuð er við altarisgöngur?

***

Seinni aukaspurning:

Karl þessi stýrði eitt sinn ríki einu. Hvað hét karl?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Tómatur.

2.  Aserbædjan.

3.  Kaspíhaf.

4.  1934.

5.  Prins Póló.

6.  Country-tónlist.

7.  Þeir voru Bandaríkjaforsetar.

8.  Lárpera.

9.  Hocus Pocus.

10.  Obláta.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri mynd er Þvörusleikir.

Á neðri myndinni er fasistaforingi Spánar, Franco.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
4
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár