Fyrri aukaspurning:
Ef mér reiknast rétt, þá mun jólasveinninn á myndinni hér að ofan halda aftur til fjalla í dag. Hvað heitir hann?
***
Aðalspurningar:
1. Einn er sá ávöxtur sem við erum flest viss um að flokkist sem grænmeti en hann er í rauninni ber, sem geymir bæði fræ og vökva. Berið getur verið misstórt — frá því að rúmast í teskeið og upp í að vera á við tennisbolta að stærð. Hvað kallast þetta gríðarlega útbreidda rauða ber?
2. Í hvaða landi heitir höfuðborgin Bakú?
3. Bakú stendur við gríðarmikið salt stöðuvatn sem heitir ... hvað?
4. Hvenær birtist Andrés Önd fyrst? Var það 1874 — 1904 — 1934 — eða 1964?.
5. Bærinn Cieszyn er í Póllandi, rétt við landamærin að Tékklandi. Þar er verksmiðja sem fyrirtækið Olza S.A heldur úti og framleiðir vöru sem lengi hefur verið flutt í miklum mæli til Íslands. Hvaða vara er það?
6. Carrie Underwood er rétt tæplega fertug amerísk tónlistarkona og gríðarlega vinsæl í einum tilteknum afkima nútíma tónlistar. Hvers konar músík flytur Carrie Underwood?
7. Á árunum 1877-1893 gegndu þeir Rutherford Hayes, James Garfield, Chester Arthur, Grover Cleveland og Benjamin Harrison tilteknu starfi hver á fætur öðrum. Hvaða starf var það?
8. Hvað kallast avocado samkvæmt kórréttri íslensku?
9. „Hoc est corpus meum“ eru orð sem höfð eru yfir við altarisgöngu í kaþólskri trú og þýða „Þetta er líkami minn.“ Þetta segir presturinn þegar hann afhendir fólki litlu brauðflísina sem á að tákna líkama Krists. Talið er að töframenn á miðöldum hafi haft yfir ákveðna afbökun á þessum orðum þegar þeir sýndu einhverja sniðuga brellu sem fól í sér svipaða umbreytingu og brauð—>líkami. Hvernig hljómaði afbökun töframeistaranna? — ef kenningin er rétt?
10. En hvað nefnist annars brauðflísin sem notuð er við altarisgöngur?
***
Seinni aukaspurning:
Karl þessi stýrði eitt sinn ríki einu. Hvað hét karl?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Tómatur.
2. Aserbædjan.
3. Kaspíhaf.
4. 1934.
5. Prins Póló.
6. Country-tónlist.
7. Þeir voru Bandaríkjaforsetar.
8. Lárpera.
9. Hocus Pocus.
10. Obláta.
***
Svör við aukaspurningum:
Á efri mynd er Þvörusleikir.
Á neðri myndinni er fasistaforingi Spánar, Franco.
Athugasemdir