Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

976. spurningaþraut: Hér er í boði Stratford-stig. Hve margir munu fá það?

976. spurningaþraut: Hér er í boði Stratford-stig. Hve margir munu fá það?

Fyrri aukaspurning:

Hvaða dýr má sjá á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvað heitir forseti Alþingis?

2.  Í hvaða stórborg er fótboltavöllur Camp Nou?

3.  Hvaða sagnfræðingur hefur gefið út bæði skáldsögur og ljóð en einnig ævisögur, svo sem um Natan Ketilsson, Matthías Jochumsson skáld, Skúla Magnússon fógeta og Snorra á Húsafelli prest?

4.  Hver leikstýrði bíómyndinni Close Encounters of the Third Kind?

5.  En hver leikstýrði myndinni Sódóma Reykjavík?

6.  Kama Sutra heitir ævaforn bók sem er eins konar kennslubók í góðu líferni. Mesta athygli hafa alltaf vakið nokkrir kaflar sem kenna aðferðir við ... hvað?

7.  Bókin var fyrst sett saman á fyrstu öldum eftir Krists burð, þótt hlutar hennar séu vafalaust eldri. En á hvaða tungumáli var Kama Sutra skrifuð?

8.  Hver andaðist í Reykholti 22. september 1241?

9.  Hvaða heimsfræga rokkhljómsveit gaf út lagið Immigrant Song árið 1970 þar sem fjallað er um Íslandsferð hljómsveitarinnar: „We come from the land of the ice and snow / from the midnight sun where the hot springs flow ...“ og svo framvegis.

10.  William Shakespeare skrifaði að minnsta kosti 38 leikrit, sem heita margvíslegum nöfnum eins og gefur að skilja. Mörg þeirra heita eftir aðalpersónunum. Aðeins þrjú af leikritum hans nafngreina konu í titlinum og þá í öllum tilfellum ásamt karlmanni. Til að fá stig þurfið þið að nefna tvö af þessum leikritum. En þeir sem eru best að sér í verkum skáldsins og geta nefnt öll þrjú, þeir munu héðan í frá geta státað af sérstöku Stratford-stigi!

***

Aukaspurning seinni:

Hvað heitir konan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Birgir Ármansson.

2.  Barcelona.

3.  Þórunn Valdimarsdóttir.

4.  Spielberg.

5.  Óskar Jónasson.

6.  Kynlíf.

7.  Sanskrít.

8.  Snorri Sturluson.

9.  Led Zeppelin.

10.  Leikritin heita Rómeó og Júlía, Anthony og Kleópatra — og svo Trojlus og Cressída!

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er bavíani.

Á neðri myndinni er Marlene Dietrich.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Lofar stöðugleika til að ná niður 125 milljarða vaxtabyrði
6
Fréttir

Lof­ar stöð­ug­leika til að ná nið­ur 125 millj­arða vaxta­byrði

Rík­is­stjórn­in ætl­ar að ná halla­laus­um rekstri strax ár­ið 2027 en halli næsta árs verð­ur 15 millj­arð­ar, sam­kvæmt nýkynntu fjár­laga­frum­varpi. Það er um 11 millj­örð­um minni halli en gert hafði ver­ið ráð fyr­ir. Vaxta­gjöld rík­is­sjóðs nema nú 125 millj­örð­um króna á ári, sem jafn­gild­ir um 314 þús­und krón­um á hvern íbúa – hærri fjár­hæð en rekst­ur allra fram­halds­skóla og há­skóla lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár