Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

976. spurningaþraut: Hér er í boði Stratford-stig. Hve margir munu fá það?

976. spurningaþraut: Hér er í boði Stratford-stig. Hve margir munu fá það?

Fyrri aukaspurning:

Hvaða dýr má sjá á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvað heitir forseti Alþingis?

2.  Í hvaða stórborg er fótboltavöllur Camp Nou?

3.  Hvaða sagnfræðingur hefur gefið út bæði skáldsögur og ljóð en einnig ævisögur, svo sem um Natan Ketilsson, Matthías Jochumsson skáld, Skúla Magnússon fógeta og Snorra á Húsafelli prest?

4.  Hver leikstýrði bíómyndinni Close Encounters of the Third Kind?

5.  En hver leikstýrði myndinni Sódóma Reykjavík?

6.  Kama Sutra heitir ævaforn bók sem er eins konar kennslubók í góðu líferni. Mesta athygli hafa alltaf vakið nokkrir kaflar sem kenna aðferðir við ... hvað?

7.  Bókin var fyrst sett saman á fyrstu öldum eftir Krists burð, þótt hlutar hennar séu vafalaust eldri. En á hvaða tungumáli var Kama Sutra skrifuð?

8.  Hver andaðist í Reykholti 22. september 1241?

9.  Hvaða heimsfræga rokkhljómsveit gaf út lagið Immigrant Song árið 1970 þar sem fjallað er um Íslandsferð hljómsveitarinnar: „We come from the land of the ice and snow / from the midnight sun where the hot springs flow ...“ og svo framvegis.

10.  William Shakespeare skrifaði að minnsta kosti 38 leikrit, sem heita margvíslegum nöfnum eins og gefur að skilja. Mörg þeirra heita eftir aðalpersónunum. Aðeins þrjú af leikritum hans nafngreina konu í titlinum og þá í öllum tilfellum ásamt karlmanni. Til að fá stig þurfið þið að nefna tvö af þessum leikritum. En þeir sem eru best að sér í verkum skáldsins og geta nefnt öll þrjú, þeir munu héðan í frá geta státað af sérstöku Stratford-stigi!

***

Aukaspurning seinni:

Hvað heitir konan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Birgir Ármansson.

2.  Barcelona.

3.  Þórunn Valdimarsdóttir.

4.  Spielberg.

5.  Óskar Jónasson.

6.  Kynlíf.

7.  Sanskrít.

8.  Snorri Sturluson.

9.  Led Zeppelin.

10.  Leikritin heita Rómeó og Júlía, Anthony og Kleópatra — og svo Trojlus og Cressída!

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er bavíani.

Á neðri myndinni er Marlene Dietrich.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
4
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.
Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
6
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár