Fyrri aukaspurning:
Hvað heitir sú fræga Shakespeare-persóna sem konan til vinstri er að túlka?
***
Aðalspurningar:
1. Ernst Stavro Blofield er voðalegur glæpamaður sem hefur í átta eða níu bíómyndum reynt að ná meiri eða minni heimsyfirráðum en alltaf stendur hugrakkur útsendari leyniþjónustu einnar í veg fyrir honum. Hvað heitir sá?
2. Leikrit eitt eftir Ólaf Hauk Símonarson var frumflutt í Þjóðleikhúsinu 1992 og varð afar vinsælt. Áratug síðar var það kvikmyndað af Baltasar Kormáki og varð myndin einnig vinsæl. Leikritið var svo sýnt aftur í Þjóðleikhúsinu 2017. Þar segir frá útgerðarmanni sem treystir börnum sínum ekki almennilega fyrir fyrirtækinu þegar árin færast yfir. Hvað heitir leikritið?
3. Einn langlífasti köttur heims birtist fyrst fyrir almenningssjónum árið 1978 eða fyrir 44 árum. Jim nokkur Davis er bandarískur teiknari sem ber ábyrgð á kettinum, sem er gulur að lit, latur og hyskinn, matgráðugur og hálfgert kvikindi stundum, og getur að minnsta kosti verið heldur kaldrifjaður í tali. Hvað heitir þessi köttur, annaðhvort á ensku eða íslensku?
4. Hvar var gerð mikil innrás þann 6. júní 1944? Svarið þarf að vera nákvæmt.
5. Hvað hét æðsti yfirforingi þeirrar innrásar?
6. Hvað heitir stærsta og vatnsmesta fljótið sem fellur í Mexíkóflóa?
7. Í hvaða núverandi þéttbýlisstað hafði fyrsti landlæknir Íslands aðsetur?
8. Hvaða breska hljómsveit sendi frá sér lagið Girls & Boys árið 1994 og náði lagið gríðarlegum vinsældum — og nýtur enn?
9. Hvað nefnist skipaskurður einn mikill í Egiftalandi?
10. Skurðurinn er kenndur við bæ við syðra endann, en hvað heitir borgin við nyrðri endann við Miðjarðarhafið?
***
Seinni aukaspurning:
Hvað heitir þessi snyrtilegi ungi herramaður?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Bond ... James Bond.
2. Hafið.
3. Grettir eða Garfield.
4. Á Normandý. Frakkland dugar ekki.
5. Eisenhower.
6. Mississippi.
7. Á Seltjarnarnesi.
8. Blur. Ef einhver kannast ekki við lagið, má sjá upprunalegt vídjóið hér.
9. Súez.
10. Port Saíd.
***
Svör við aukaspurningum:
Leikkonan er augljóslega að túlka lafði Makbeð.
Herrann ungi er Muhamed Ali hnefaleikakappi.
Athugasemdir