Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

975. spurningaþraut: 44 ára gamall köttur, heldur makráður

975. spurningaþraut: 44 ára gamall köttur, heldur makráður

Fyrri aukaspurning:

Hvað heitir sú fræga Shakespeare-persóna sem konan til vinstri er að túlka?

***

Aðalspurningar:

1.  Ernst Stavro Blofield er voðalegur glæpamaður sem hefur í átta eða níu bíómyndum reynt að ná meiri eða minni heimsyfirráðum en alltaf stendur hugrakkur útsendari leyniþjónustu einnar í veg fyrir honum. Hvað heitir sá?

2.  Leikrit eitt eftir Ólaf Hauk Símonarson var frumflutt í Þjóðleikhúsinu 1992 og varð afar vinsælt. Áratug síðar var það kvikmyndað af Baltasar Kormáki og varð myndin einnig vinsæl. Leikritið var svo sýnt aftur í Þjóðleikhúsinu 2017. Þar segir frá útgerðarmanni sem treystir börnum sínum ekki almennilega fyrir fyrirtækinu þegar árin færast yfir. Hvað heitir leikritið? 

3.  Einn langlífasti köttur heims birtist fyrst fyrir almenningssjónum árið 1978 eða fyrir 44 árum. Jim nokkur Davis er bandarískur teiknari sem ber ábyrgð á kettinum, sem er gulur að lit, latur og hyskinn, matgráðugur og hálfgert kvikindi stundum, og getur að minnsta kosti verið heldur kaldrifjaður í tali. Hvað heitir þessi köttur, annaðhvort á ensku eða íslensku?

4.  Hvar var gerð mikil innrás þann 6. júní 1944? Svarið þarf að vera nákvæmt.

5.  Hvað hét æðsti yfirforingi þeirrar innrásar?

6.  Hvað heitir stærsta og vatnsmesta fljótið sem fellur í Mexíkóflóa?

7.  Í hvaða núverandi þéttbýlisstað hafði fyrsti landlæknir Íslands aðsetur?

8.  Hvaða breska hljómsveit sendi frá sér lagið Girls & Boys árið 1994 og náði lagið gríðarlegum vinsældum — og nýtur enn?

9.  Hvað nefnist skipaskurður einn mikill í Egiftalandi?

10.  Skurðurinn er kenndur við bæ við syðra endann, en hvað heitir borgin við nyrðri endann við Miðjarðarhafið?

***

Seinni aukaspurning:

Hvað heitir þessi snyrtilegi ungi herramaður?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Bond ... James Bond.

2.  Hafið.

3.  Grettir eða Garfield.

Hinn makráði Grettir

4.  Á Normandý. Frakkland dugar ekki.

5.  Eisenhower.

6.  Mississippi.

7.  Á Seltjarnarnesi.

8.  Blur. Ef einhver kannast ekki við lagið, má sjá upprunalegt vídjóið hér.

Stelpur og strákar með Blur

9.  Súez.

10.  Port Saíd.

***

Svör við aukaspurningum:

Leikkonan er augljóslega að túlka lafði Makbeð.

Herrann ungi er Muhamed Ali hnefaleikakappi.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Missti heilsuna eftir alvarleg andleg veikindi yngri systur sinnar
4
Viðtal

Missti heils­una eft­ir al­var­leg and­leg veik­indi yngri syst­ur sinn­ar

Gísella Hann­es­dótt­ir fékk tauga­áfall og missti heils­una í sum­ar í kjöl­far sjálfs­vígstilraun­ar yngri syst­ur sinn­ar. Hún upp­lif­ir að að­stand­end­ur sjúk­linga með al­var­leg geð­ræn veik­indi fái ekki næg­an stuðn­ing í heil­brigðis­kerf­inu. „Það er kannski einn fjöl­skyldu­með­lim­ur sem er veik­ur en all­ir í fjöl­skyld­unni fara í hyl­dýp­ið með þeim,“ seg­ir hún.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Missti heilsuna eftir alvarleg andleg veikindi yngri systur sinnar
6
Viðtal

Missti heils­una eft­ir al­var­leg and­leg veik­indi yngri syst­ur sinn­ar

Gísella Hann­es­dótt­ir fékk tauga­áfall og missti heils­una í sum­ar í kjöl­far sjálfs­vígstilraun­ar yngri syst­ur sinn­ar. Hún upp­lif­ir að að­stand­end­ur sjúk­linga með al­var­leg geð­ræn veik­indi fái ekki næg­an stuðn­ing í heil­brigðis­kerf­inu. „Það er kannski einn fjöl­skyldu­með­lim­ur sem er veik­ur en all­ir í fjöl­skyld­unni fara í hyl­dýp­ið með þeim,“ seg­ir hún.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár