Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

975. spurningaþraut: 44 ára gamall köttur, heldur makráður

975. spurningaþraut: 44 ára gamall köttur, heldur makráður

Fyrri aukaspurning:

Hvað heitir sú fræga Shakespeare-persóna sem konan til vinstri er að túlka?

***

Aðalspurningar:

1.  Ernst Stavro Blofield er voðalegur glæpamaður sem hefur í átta eða níu bíómyndum reynt að ná meiri eða minni heimsyfirráðum en alltaf stendur hugrakkur útsendari leyniþjónustu einnar í veg fyrir honum. Hvað heitir sá?

2.  Leikrit eitt eftir Ólaf Hauk Símonarson var frumflutt í Þjóðleikhúsinu 1992 og varð afar vinsælt. Áratug síðar var það kvikmyndað af Baltasar Kormáki og varð myndin einnig vinsæl. Leikritið var svo sýnt aftur í Þjóðleikhúsinu 2017. Þar segir frá útgerðarmanni sem treystir börnum sínum ekki almennilega fyrir fyrirtækinu þegar árin færast yfir. Hvað heitir leikritið? 

3.  Einn langlífasti köttur heims birtist fyrst fyrir almenningssjónum árið 1978 eða fyrir 44 árum. Jim nokkur Davis er bandarískur teiknari sem ber ábyrgð á kettinum, sem er gulur að lit, latur og hyskinn, matgráðugur og hálfgert kvikindi stundum, og getur að minnsta kosti verið heldur kaldrifjaður í tali. Hvað heitir þessi köttur, annaðhvort á ensku eða íslensku?

4.  Hvar var gerð mikil innrás þann 6. júní 1944? Svarið þarf að vera nákvæmt.

5.  Hvað hét æðsti yfirforingi þeirrar innrásar?

6.  Hvað heitir stærsta og vatnsmesta fljótið sem fellur í Mexíkóflóa?

7.  Í hvaða núverandi þéttbýlisstað hafði fyrsti landlæknir Íslands aðsetur?

8.  Hvaða breska hljómsveit sendi frá sér lagið Girls & Boys árið 1994 og náði lagið gríðarlegum vinsældum — og nýtur enn?

9.  Hvað nefnist skipaskurður einn mikill í Egiftalandi?

10.  Skurðurinn er kenndur við bæ við syðra endann, en hvað heitir borgin við nyrðri endann við Miðjarðarhafið?

***

Seinni aukaspurning:

Hvað heitir þessi snyrtilegi ungi herramaður?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Bond ... James Bond.

2.  Hafið.

3.  Grettir eða Garfield.

Hinn makráði Grettir

4.  Á Normandý. Frakkland dugar ekki.

5.  Eisenhower.

6.  Mississippi.

7.  Á Seltjarnarnesi.

8.  Blur. Ef einhver kannast ekki við lagið, má sjá upprunalegt vídjóið hér.

Stelpur og strákar með Blur

9.  Súez.

10.  Port Saíd.

***

Svör við aukaspurningum:

Leikkonan er augljóslega að túlka lafði Makbeð.

Herrann ungi er Muhamed Ali hnefaleikakappi.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár