Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

972. spurningaþraut: Hver hefur hlustað á plötuna Blue & Lonesome?

972. spurningaþraut: Hver hefur hlustað á plötuna Blue & Lonesome?

Fyrri aukaspurning:

Þessi brosmilda kona heldur upp á 79 ára afmæli sitt í dag. Hvað heitir hún?

***

Aðalspurningar:

1.  Hin stórhættulega Ebóla-veira hefur verið nær alveg bundin við eina heimsálfu. Hver er sú?

2.  Hvaða þéttbýlisstaður er við mynni Berufjarðar?

3.  Fræg hljómsveit gaf síðast út plötu fyrir sex árum, 2016. Sú hét Blue & Lonesome og vakti nú ekki sérstaka lukku, þótt hljómsveitin sé eftir sem áður víðfræg. Næsta stúdíóplata á undan hafði komið út 2005 og hét A Bigger Bang og þótti nú ekkert frábær heldur. En þar sem þetta eru stúdíóplötur númer 25 og 26, þá á hljómsveitin nóg af eldri lögum til að spila á sínum vinsælu tónleikum. Hvað heitir hljómsveitin?

4.  Tónlistarmaðurinn Sturla Atlas er með þeim vinsælli af yngri kynslóð. En hann sinnir jöfnum höndum annarri listgrein, því hann er líka ... hvað?

5.  Hvaða tvær þjóðir kepptu til úrslita á HM karla í fótbolta 2018?

6.  Hversu mikið salt er í líkama meðalmanns? Er rétta svarið: 15 grömm — 250 grömm — 500 grömm — eitt kíló?

7.  Önnur úr líkamsfræðum: Hvar í líkamanum er mestallur járnforði hans geymdur? Er það: Í beinunum — í blóðinu — í heilanum — í hjartanu — í lifrinni — í nýrnahettunum?

8.  Hvaða frægi karl í mannkynssögunni var sonur manns að nafni Bessaríon eða Vissaríon?

9.  Hver er ráðherra sjávarútvegsmála?

10.  Öflugasti jarðskjálfti sem vitað er um varð 1960 og mældist um 9,5 samkvæmt þeim skala sem nú er notaður. En hvar varð hann? Í Indonesíu — í Kákasusfjöllum — í Kína — eða í Tjíle?

***

Seinni aukaspurning:

Þessi fyrrverandi þingmaður og ráðherra heldur upp á sjötugsafmælið sitt í dag. Hvað heitir hún?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Afríka.

2.  Djúpivogur.

3.  Rolling Stones.

4.  Leikari.

5.  Frakkar og Króatar.

6.  250 grömm.

7.  Í blóðinu.

8.  Stalín — hann hét Jósef Vissaríonovitch að skírnar- og föðurnafni.

9.  Svandís Svavarsdóttir.

10.  Í Tjíle.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Sylvía drottning í Svíþjóð.

Á neðri myndinni er Jónína Bjartmarz.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
2
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.
Meirihlutaslitin
6
Aðsent

Guðný Maja Riba, Hjálmar Sveinsson, Sabine Leskopf og Skúli Helgason

Meiri­hluta­slit­in

Skipt­ar skoð­an­ir voru með­al ann­ars um hug­mynd­ir um fyr­ir­tækja­skóla og heim­greiðsl­ur til for­eldra, skrifa fjór­ir borg­ar­full­trú­ar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í að­sendri grein. Þau segja að mál flug­vall­ar­ins hafi ver­ið erf­ið­ara. „Fyr­ir­vara­laus og ein­hliða slit meiri­hluta­sam­starfs­ins“ hafi kom­ið þeim í opna skjöldu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár