Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

972. spurningaþraut: Hver hefur hlustað á plötuna Blue & Lonesome?

972. spurningaþraut: Hver hefur hlustað á plötuna Blue & Lonesome?

Fyrri aukaspurning:

Þessi brosmilda kona heldur upp á 79 ára afmæli sitt í dag. Hvað heitir hún?

***

Aðalspurningar:

1.  Hin stórhættulega Ebóla-veira hefur verið nær alveg bundin við eina heimsálfu. Hver er sú?

2.  Hvaða þéttbýlisstaður er við mynni Berufjarðar?

3.  Fræg hljómsveit gaf síðast út plötu fyrir sex árum, 2016. Sú hét Blue & Lonesome og vakti nú ekki sérstaka lukku, þótt hljómsveitin sé eftir sem áður víðfræg. Næsta stúdíóplata á undan hafði komið út 2005 og hét A Bigger Bang og þótti nú ekkert frábær heldur. En þar sem þetta eru stúdíóplötur númer 25 og 26, þá á hljómsveitin nóg af eldri lögum til að spila á sínum vinsælu tónleikum. Hvað heitir hljómsveitin?

4.  Tónlistarmaðurinn Sturla Atlas er með þeim vinsælli af yngri kynslóð. En hann sinnir jöfnum höndum annarri listgrein, því hann er líka ... hvað?

5.  Hvaða tvær þjóðir kepptu til úrslita á HM karla í fótbolta 2018?

6.  Hversu mikið salt er í líkama meðalmanns? Er rétta svarið: 15 grömm — 250 grömm — 500 grömm — eitt kíló?

7.  Önnur úr líkamsfræðum: Hvar í líkamanum er mestallur járnforði hans geymdur? Er það: Í beinunum — í blóðinu — í heilanum — í hjartanu — í lifrinni — í nýrnahettunum?

8.  Hvaða frægi karl í mannkynssögunni var sonur manns að nafni Bessaríon eða Vissaríon?

9.  Hver er ráðherra sjávarútvegsmála?

10.  Öflugasti jarðskjálfti sem vitað er um varð 1960 og mældist um 9,5 samkvæmt þeim skala sem nú er notaður. En hvar varð hann? Í Indonesíu — í Kákasusfjöllum — í Kína — eða í Tjíle?

***

Seinni aukaspurning:

Þessi fyrrverandi þingmaður og ráðherra heldur upp á sjötugsafmælið sitt í dag. Hvað heitir hún?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Afríka.

2.  Djúpivogur.

3.  Rolling Stones.

4.  Leikari.

5.  Frakkar og Króatar.

6.  250 grömm.

7.  Í blóðinu.

8.  Stalín — hann hét Jósef Vissaríonovitch að skírnar- og föðurnafni.

9.  Svandís Svavarsdóttir.

10.  Í Tjíle.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Sylvía drottning í Svíþjóð.

Á neðri myndinni er Jónína Bjartmarz.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
4
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.
Eini sjúkdómurinn sem kenndur er við Ísland
6
ViðtalME-faraldur

Eini sjúk­dóm­ur­inn sem kennd­ur er við Ís­land

„Þeg­ar hann sá pass­ann henn­ar hróp­aði hann upp yf­ir sig: Ice­land, Icelandic disea­se! og hún sagði hon­um að hún hefði sjálf veikst af sjúk­dómn­um,“ seg­ir Ósk­ar Þór Hall­dórs­son, sem skrif­aði bók um Ak­ur­eyr­ar­veik­ina þar sem ljósi er varp­að á al­var­leg eftir­köst veiru­sýk­inga. Áhugi vís­inda­manna á Ak­ur­eyr­ar­veik­inni sem geis­aði á miðri síð­ustu öld hef­ur ver­ið tölu­verð­ur eft­ir Covid-far­ald­ur­inn.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár