Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

972. spurningaþraut: Hver hefur hlustað á plötuna Blue & Lonesome?

972. spurningaþraut: Hver hefur hlustað á plötuna Blue & Lonesome?

Fyrri aukaspurning:

Þessi brosmilda kona heldur upp á 79 ára afmæli sitt í dag. Hvað heitir hún?

***

Aðalspurningar:

1.  Hin stórhættulega Ebóla-veira hefur verið nær alveg bundin við eina heimsálfu. Hver er sú?

2.  Hvaða þéttbýlisstaður er við mynni Berufjarðar?

3.  Fræg hljómsveit gaf síðast út plötu fyrir sex árum, 2016. Sú hét Blue & Lonesome og vakti nú ekki sérstaka lukku, þótt hljómsveitin sé eftir sem áður víðfræg. Næsta stúdíóplata á undan hafði komið út 2005 og hét A Bigger Bang og þótti nú ekkert frábær heldur. En þar sem þetta eru stúdíóplötur númer 25 og 26, þá á hljómsveitin nóg af eldri lögum til að spila á sínum vinsælu tónleikum. Hvað heitir hljómsveitin?

4.  Tónlistarmaðurinn Sturla Atlas er með þeim vinsælli af yngri kynslóð. En hann sinnir jöfnum höndum annarri listgrein, því hann er líka ... hvað?

5.  Hvaða tvær þjóðir kepptu til úrslita á HM karla í fótbolta 2018?

6.  Hversu mikið salt er í líkama meðalmanns? Er rétta svarið: 15 grömm — 250 grömm — 500 grömm — eitt kíló?

7.  Önnur úr líkamsfræðum: Hvar í líkamanum er mestallur járnforði hans geymdur? Er það: Í beinunum — í blóðinu — í heilanum — í hjartanu — í lifrinni — í nýrnahettunum?

8.  Hvaða frægi karl í mannkynssögunni var sonur manns að nafni Bessaríon eða Vissaríon?

9.  Hver er ráðherra sjávarútvegsmála?

10.  Öflugasti jarðskjálfti sem vitað er um varð 1960 og mældist um 9,5 samkvæmt þeim skala sem nú er notaður. En hvar varð hann? Í Indonesíu — í Kákasusfjöllum — í Kína — eða í Tjíle?

***

Seinni aukaspurning:

Þessi fyrrverandi þingmaður og ráðherra heldur upp á sjötugsafmælið sitt í dag. Hvað heitir hún?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Afríka.

2.  Djúpivogur.

3.  Rolling Stones.

4.  Leikari.

5.  Frakkar og Króatar.

6.  250 grömm.

7.  Í blóðinu.

8.  Stalín — hann hét Jósef Vissaríonovitch að skírnar- og föðurnafni.

9.  Svandís Svavarsdóttir.

10.  Í Tjíle.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Sylvía drottning í Svíþjóð.

Á neðri myndinni er Jónína Bjartmarz.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
4
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.
Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
6
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár