Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

946. spurningaþraut: Hvað segir í bókinni Die fröhliche Wissenschaft frá 1882?

946. spurningaþraut: Hvað segir í bókinni Die fröhliche Wissenschaft frá 1882?

Fyrri aukaspurning:

Lauf hvaða trjátegundar má sjá á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvað heitir Pútin Rússlandsforseti fullu nafni — það er skírnarnafni og föðurnafni, auk eftirnafnsins Pútíns?

2.  Líneik Anna Sævarsdóttir er þingmaður Norðausturkjördæms fyrir ... ja, hvaða flokk?

3.  Hversu mörg börn á prinsinn af Veils? 

4.  Þýska heimspekingnum Friedrich Nietzsche er gjarnan kennd stutt og snaggaraleg setning sem fyrst birtist í bók hans Die fröhliche Wissenschaft, frá 1882. Setningin varð víðfræg, enda þótti hugsunin í henni afar róttæk, þótt ýmsir hefðu nú orðað svipaða hugsun áður, en aldrei bara í þrem orðum. Hver er þessi stutta  setning?

5.  Í hvaða skáldsögu birtist persóna sem heitir fyrst Offred en síðan Ofjoseph?

6.  Hver er summa allra talna á rúllettuhjóli?

7.  Hvernig eru tölurnar á rúllettuhjóli annars á litinn? Nefna þarf tvo liti.

8.  En núll-reiturinn, hvernig er hann á litinn?

9.  Stærsta spilavíti heimsins er í Oklahoma í Bandaríkjunum en tvö þau næststærstu eru á sama stað. Sá staður er ... Havaí, Bandaríkjunum — Macau, Kína — Las Vegas, Bandaríkjunum — Monte Carlo, Monaco?

10.  Í hvaða ríki er héraði Flandur, eða Flanders, eða Vlaanderen?

***

Seinni aukaspurning:

Þarna má sjá hjónin Guðlaug Þorvaldsson og Kristínu Hólmfríði Kristinsdóttur á forsíðu Vikunnar. Spurningin er: Af hverju voru þau þarna á forsíðu Vikunnar?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Vladimír Vladimírovitsj Pútin heitir hann.

2.  Framsóknarflokkinn.

3.  Þrjú.

4.  „Guð er dauður.“

5.  The Handmaid's Tale, Saga þernunnar.

6.  666.

7.  Rauðar og svartar.

8.  Grænn.

9.  Macu í Kína.

10.  Í Belgíu.

***

Svör við aukaspurningum.

Tré á efri myndinni er reynir, reynitré.

Viðtalið í Vikunni var tekið vegna þess að sumarið 1980 var Guðlaugur í framboði til forseta Íslands.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vaxandi hætta á kreppuverðbólgu
6
GreiningHvað gerist árið 2026?

Vax­andi hætta á kreppu­verð­bólgu

Vax­andi lík­ur eru á að at­vinnu­leysi og há verð­bólga fari sam­an og þá duga hefð­bund­in tól efna­hags­stjórn­ar illa. Heims­hag­kerf­ið held­ur áfram að ger­breyt­ast og að­lag­ast nýrri, sí­breyti­legri en óljósri um­gjörð. Þjóð­ar­auð­lind­ir ná­granna okk­ar og jafn­vel okk­ar eig­in gætu ver­ið í hættu þeg­ar ris­inn í vestri ásæl­ist æ meiri auðævi á með­an um­hverf­is­mál­in verða auka­at­riði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár