Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

939. spurningaþraut: Sunnudagsþrautin, góðan dag!

939. spurningaþraut: Sunnudagsþrautin, góðan dag!

Fyrri aukaspurning:

Hvaða listamaður gerði þessa óvenjulegu sjálfsmynd?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvað heitir sá sonur Bandaríkaforseta sem Repúblikanar hafa lengi verið að eltast við vegna meintra spillingarmála?

2.  Árið 1219 eignuðust Danir fána sinn. Með hvaða hætti gerðist það samkvæmt þjóðsögum?

3.  En hvað kalla Danir fána sinn?

4.  Hve mörg ríki Bandaríkjanna eru ekki áföst nokkru af hinum?

5.  Hver átti hamar þann sem Mjölnir var nefndur?

6.  Þýskaland skiptist í nokkur ríki eða fylki. Hvað heitir hið stærsta þeirra?

7.  Ein þjóð í síðari heimsstyrjöld gerði út sérstakar sjálfsmorðsflugsveitir og voru flugvélarnar nefndar kamikaze. Hvaða stríðsland greip til slíkra örþrifaráða?

8.  En hvað þýðir kamikaze?

9.  Helgi Þorgils Friðjónsson hefur undanfarna áratugi látið að sér kveða sem ... ja, sem hvað?

10.  Ef flogið væri beint í austur frá Reykjavík og yfir land alla leið út að sjó á austurströndinni, hvaða þéttbýlisstaður á austurströndinni væri þá næstur?

***

Seinni aukaspurning:

Þetta er venjuleg pissuskál frá 1917. En þetta er líka listaverk. Hver var framúrstefnulistamaðurinn sem skóp það?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Hunter Biden.

2.  Fáninn féll af himnum ofan.

3.  Dannebrog.

4.  Tvö — Alaska og Havaí.

5.  Guðinn Þór.

6.  Bayern eða Bæjaraland.

7.  Japan.

8.  Heilagur vindur.

9.  Myndlistarmaður.

10.  Höfn í Hornafirði.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er málverk eftir Fridu Kahlo.

Pissuskálina á neðri myndinni gerði Marcel Duchamp. Verkið var í raun hugleiðing um hvað er listaverk. Hér má sjá Duchamp:

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár