Fimmtán ára gömul var valdið tekið af Freyju Gunnarsdóttur þegar nektarmyndir af henni voru seldar og þeim dreift með skilaboðum um að hún væri vændiskona. Sárast var að komast að því að strákurinn sem gerði henni þetta var strákur sem hún þekkti, hafði rætt við um dreifingu myndanna og hafði sýnt henni samkennd vegna þess. Hún ákvað að leita til móður hans, sem sagði að sonur sinn væri bara að haga sér eins og strákur en hún hefði aldrei átt að senda slíkar myndir af sjálfri sér. Skömmu síðar lenti Freyja í nauðgun af hálfu jafnaldra síns, sem stærði sig af því að hafa komist yfir hana með þeim hætti.
Fékk allt í einu fjölda fylgjenda
Freyja segir sögu sína í viðtali við Eddu Falak í þættinum Eigin konur, sem birtur var fyrr í dag. Þar kemur fram að þegar hún var fimmtán ára fór hún að taka nektarmyndir af …
Athugasemdir