Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Tekjur af fiskeldi þrefaldast og veiðigjöld fara upp fyrir 8 milljarða

Veiði­gjöld hækka um rúm­an millj­arð króna, sam­kvæmt fjár­laga­frum­varpi næsta árs. Það sama ger­ist vegna gjalda sem lögð eru á fisk­eldi. Sam­tals áætl­ar rík­ið að tekj­ur af gjöld­um á sjáv­ar­út­veg nemi 9,8 millj­örð­um króna á næsta ári.

Tekjur af fiskeldi þrefaldast og veiðigjöld fara upp fyrir 8 milljarða
Auknar tekjur Ríkið gerir ráð fyrir þrefalt hærri tekjum af gjöldum vegna fiskeldis á næsta ári en búist er við að innheimtist í ár. Mynd: Stundin

Ríkið gerir ráð fyrir þrefalt hærri tekjum af gjöldum vegna fiskeldis á næsta ári en gert var ráð fyrir í ár. Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpi 2023 sem kynnt var í morgun. Í fjárlögum yfirstandandi árs voru tekjurnar áætlaðar 540 milljónir króna en gert er ráð fyrir að þær verði 1.510 á næsta ári.

Sömu leiðis er gert ráð fyrir að tekjur af veiðigjöldum vegna veiðiheimilda (fiskveiðikvóta) hækki. Vonir standa til að það nemi 8.320 milljónum króna. Gjaldið er lagt á miðað við afkomu veiðanna tveimur árum fyrir álagningu. Það þýðir að gjaldtakan á næsta ári miðast við veiðar ársins 2021.

„Aukið aflamagn og -verðmæti árið 2021 miðað við 2020 gefur fyrirheit um hækkun veiðigjalds frá fyrra ári en áætlunin verður endurskoðuð þegar endanleg ákvörðun um veiðigjöld liggur fyrir hjá Skattinum í byrjun desember nk,“ segir í skýringum frumvarpsins. 

Veiðigjaldið var áætlað 7.100 milljónir í ár, samkvæmt núgildandi fjárlögum. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fjármálafrumvarp 2023

Aðhald og aukin gjaldtaka: Fjárlög 2023 kynnt
FréttirFjármálafrumvarp 2023

Að­hald og auk­in gjald­taka: Fjár­lög 2023 kynnt

Bjarni Bene­dikts­son, efn­hags- og fjár­mála­ráð­herra, kynnti frum­varp til fjár­laga næsta árs á blaða­manna­fundi í fjár­mála­ráðu­neyt­inu. Auk­in gjalda­taka á um­hverf­i­s­vænni bíla, hækk­un al­manna­trygg­inga­bóta og fækk­un stofn­anna eru með­al þess sem stefnt er að. „Það eru alltof marg­ar rík­is­stofn­an­ir með mjög fáa starfs­menn,“ sagði ráð­herr­ann.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár