Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Helmingur fer í heilbrigðismál og til félags- og húsnæðismála

Út­gjöld rík­is­sjóðs hækka um 6,4 pró­sent milli yf­ir­stand­andi árs og árs­ins 2023 sam­kvæmt fjár­laga­frum­varpi. Lang­mest lækk­un á út­gjöld­um rík­is­sjóðs á milli ára verð­ur í mála­flokki vinnu­mark­aðs­mála og at­vinnu­leys­is, tæp­ir 17 millj­arð­ar króna.

Helmingur fer í heilbrigðismál og til félags- og húsnæðismála
Fjórðungur til heilbrigðismála Fjórðungur útgjalda ríkissjóðs á næsta ári fer til heilbrigðismála. Mynd: Heiða Helgadóttir

Útgjöld ríkissjóðs á næsta ári, 2023, verða samkvæmt fjárlagafrumvarpi 1.296 milljarðar. Það er hækkun um 78,5 milljarða frá yfirstandandi ári, sem nemur 6,4 prósentum milli ára. Árið 2024 verða útgjöldin samkvæmt spá 1.317 milljarðar og 1.339 árið 2025, á verðlagi ársins 2023. Í báðum tilvikum er um 1,6 prósenta aukningu að ræða milli ára.

Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2023 sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti á blaðamannafundi fyrr í morgun.

Um helmingur allra útgjalda ríkissjóðs á næsta ári fer til annars vegar heilbrigðismála og hins vegar til félags-, húsnæðis- og tryggingamála, í jöfnum hlutföllum. Mennta- og menningarmál standa undir 10 prósentum af útgjöldunum, sem er sama hlutfall og vaxtagjöld ríkissjóðs. Samgöngu- og fjarskiptamál taka upp 4 prósent, skatta-, eigna og fjármálaumsýsla 3 prósent og það á einnig við almanna- og réttaröryggi. Þá fara 2 prósent ríkisútgjalda á næsta ári til umhverfismála og sama hlutfalli verður veitt til nýsköpunar, rannsókna og þekkingargreina. Önnur málefnasvið skipta milli sín þeim 15 prósentum sem eftir standa af útgjöldum ríkissjóðs á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpinu.

Ef litið er til málaflokks heilbrigðismála hækkar framlag ríkissjóðs að krónutölu milli ára. Rétt er að vekja athygli á að í frumvarpinu eru fjárhæðir þó á verðlagi hvors árs. Þannig aukast fjárframlög til sjúkrahúsþjónustu um 2,7 milljarða króna og framlög til heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa um 7,3 milljarða. Hins vegar lækkar fjárframlag til lýðheilsu og stjórnsýslu velferðarmála á milli áranna 2022 og 2023 um 1,1 milljarð króna.

16,8
milljörðum lægra framlag til vinnumarkaðsmála og atvinnuleysisbóta.

Útgjöld til félags- húsnæðis- og tryggingamála breytast verulega milli ára. Töluverð lækkun verður í flokknum vinnumarkaður og atvinnuleysi, sem einkum má rekja til þess að dregið hefur verulega úr atvinnuleysi og má gera ráð fyrir að það verði í lágmarki á næsta ári. Framlög til málaflokksins verða 16,8 milljörðum lægri á næsta ári en í ár og gert er ráð fyrir að 38,3 milljarðar fari í málaflokkinn á næsta ári. Aftur á móti hækka framlög til málefna aldraðra og örorkulífeyrisþega talsvert milli ára, um 12,5 milljarða í fyrra tilvikinu og um 8,9 milljarða í hinu síðara. Þá hækka fjárframlög til fjölskyldumála um tæpa 4,4 milljarða milli ára.

Framlög til mennta- og menningarmála hækka lítillega milli ára og er mesta hækkunin á framlög til háskólastigsins. Þar verður 2,3 milljörðum hærri upphæð veitt til málaflokksins en var á síðasta ári. Framlög til framhaldsskólastigsins mun hækka um 1,3 milljarða og framlög til annarra skólastiga aukast um tæpan hálfan milljarð. Framlög til menningar-, lista-, íþrótta- og æskulýðsmála aukast um 250 milljónir að krónutölu. Útgjöld til fjölmiðlunar aukast þá um tæpar 300 milljónir króna.

Liðurinn skatta-, eigna og fjármálaumssýsl hækkar um 3,5 milljarða króna, vaxtagjöld ríkissjóðs aukast um 13,1 milljarð króna og útgjöld ríkisins til umhverfismála hækka þá nokkuð milli ára, um 2,8 milljarða króna.

Útgjöld til nýsköpunar, rannsókna og þekkingar standa því sem næst í stað milli ára að krónutölu, hækka um tæpar 200 milljónir króna. Hið sama má segja um almanna- og réttaröryggi, framlög til þess málaflokks lækka um tæpar 200 milljónir króna. Útgjöld til samgöngu- og fjarskiptamála lækka um 1,3 milljarða að krónutölu.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fjármálafrumvarp 2023

Aðhald og aukin gjaldtaka: Fjárlög 2023 kynnt
FréttirFjármálafrumvarp 2023

Að­hald og auk­in gjald­taka: Fjár­lög 2023 kynnt

Bjarni Bene­dikts­son, efn­hags- og fjár­mála­ráð­herra, kynnti frum­varp til fjár­laga næsta árs á blaða­manna­fundi í fjár­mála­ráðu­neyt­inu. Auk­in gjalda­taka á um­hverf­i­s­vænni bíla, hækk­un al­manna­trygg­inga­bóta og fækk­un stofn­anna eru með­al þess sem stefnt er að. „Það eru alltof marg­ar rík­is­stofn­an­ir með mjög fáa starfs­menn,“ sagði ráð­herr­ann.

Mest lesið

Bonaqua virðist á köldum Klaka eftir nafnbreytingu
2
Fréttir

Bon­aqua virð­ist á köld­um Klaka eft­ir nafn­breyt­ingu

Þátta­skil urðu á ís­lenska sóda­vatns­mark­að­in­um í sum­ar, eft­ir að Topp­ur breytt­ist í Bon­aqua. Því fylgdu tæki­færi fyr­ir sam­keppn­is­að­il­ann Klaka, sem kveðst nú vera með um 25 pró­sent hlut­deild á mark­að­in­um. Fyrr­ver­andi ís­lensku­pró­fess­or sem gagn­rýndi nafn­breyt­ingu Topps seg­ir gleði­efni að er­lend nafn­gift virð­ist hafa vak­ið svo sterk við­brögð.
Töldu hættu á að Edda myndi sleppa
3
FréttirMál Eddu Bjarkar

Töldu hættu á að Edda myndi sleppa

Hér­aðs­dóm­ur í Vest­fold í Nor­egi taldi ástæðu til þess að ótt­ast að ef Edda Björk Arn­ar­dótt­ir yrði ekki færð í gæslu­varð­hald myndi hún kom­ast und­an. Barns­fað­ir henn­ar seg­ist hneyksl­að­ur á um­ræð­unni sem bein­ist, að hans mati, frek­ar að rétt­ind­um Eddu en rétt­ind­um drengj­anna. Edda sagði fyr­ir dóm á föstu­dag að þeir hefðu ekki vilj­að fara frá Ís­landi með pabba sín­um.
Maðurinn sem lést í Stangarhyl sagður hafa hlaupið á eftir vini sínum inn í brennandi hús
4
Fréttir

Mað­ur­inn sem lést í Stang­ar­hyl sagð­ur hafa hlaup­ið á eft­ir vini sín­um inn í brenn­andi hús

Hús­næð­ið að Stang­ar­hyl 3, þar sem mann­skæð­ur elds­voði varð í síð­ustu viku, er í eigu fjár­fest­ing­ar­félgas­ins Al­va Capital. Eig­andi og fram­kvæmda­stjóri fé­lags­ins er braut­ryðj­andi í smá­lána­starf­semi. „Við þekkt­um þenn­an mann vel per­sónu­lega sem vinnu­fé­laga,“ seg­ir tals­mað­ur fé­lags­ins um mann­inn sem lést í brun­an­um.
Þunglyndið sem viss þráður gegnum öll verk Gyrðis
6
Viðtal

Þung­lynd­ið sem viss þráð­ur gegn­um öll verk Gyrð­is

Gyrð­ir Elías­son, skáld og mynd­list­ar­mað­ur, seg­ir að ljóð­ið sé það dýpsta í okk­ur og muni lík­lega ávallt eiga sér sess. Ein­semd­in hef­ur ver­ið Gyrði drif­kraft­ur í list­sköp­un­inni í 40 ár en hann seg­ir að jafn­væg­ið milli henn­ar og al­gerr­ar ein­angr­un­ar sé vand­með­far­ið. Sjálf­ur glími hann við krón­ískt þung­lyndi sem sjá megi sem viss­an þráð gegn­um öll hans verk.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Pressa: Fyrsti þáttur
1
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Bonaqua virðist á köldum Klaka eftir nafnbreytingu
7
Fréttir

Bon­aqua virð­ist á köld­um Klaka eft­ir nafn­breyt­ingu

Þátta­skil urðu á ís­lenska sóda­vatns­mark­að­in­um í sum­ar, eft­ir að Topp­ur breytt­ist í Bon­aqua. Því fylgdu tæki­færi fyr­ir sam­keppn­is­að­il­ann Klaka, sem kveðst nú vera með um 25 pró­sent hlut­deild á mark­að­in­um. Fyrr­ver­andi ís­lensku­pró­fess­or sem gagn­rýndi nafn­breyt­ingu Topps seg­ir gleði­efni að er­lend nafn­gift virð­ist hafa vak­ið svo sterk við­brögð.

Mest lesið í mánuðinum

Loftkastali kaupfélagsstjórans í Djúpinu
1
Rannsókn

Loft­kastali kaup­fé­lags­stjór­ans í Djúp­inu

Stein­steypta hús­ið í kast­al­astil sem stend­ur við veg­inn í Ísa­firði vek­ur bæði undr­un og hrifn­ingu margra ferða­langa sem keyra nið­ur í Djúp­ið. Hús­ið er ein­stakt í ís­lenskri sveit og á sér áhuga­verða sögu sem hverf­ist um Sig­urð Þórð­ar­son, stór­huga kaup­fé­lags­stjóra í fá­tæku byggð­ar­lagi á Vest­fjörð­um, sem reyndi að end­ur­skrifa sögu kast­al­ans og kaup­fé­lags­ins sem hann stýrði.
Pressa: Fyrsti þáttur
2
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Íslenskur karlmaður bauð „einstæðri móður með barn“ aðstoð
3
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Ís­lensk­ur karl­mað­ur bauð „ein­stæðri móð­ur með barn“ að­stoð

Ís­lensk­ur karl­mað­ur setti inn um­deilda Face­book-færslu í hóp­inn Að­stoð við Grind­vík­inga, þar sem fólki í neyð er boð­in marg­vís­leg að­stoð frá hjálp­fús­um Ís­lend­ing­um. Með­lim­ir hóps­ins brugð­ust illa við þeg­ar mað­ur­inn bauðst til að að­stoða ein­stæða móð­ur með barn. „Skamm­astu þín karl fausk­ur.“
Valdablokkir í Matador um Marel
4
Rannsókn

Valda­blokk­ir í Mata­dor um Mar­el

Það geis­ar stríð í ís­lensku við­skipta­lífi. Stærstu eig­end­ur stærsta fjár­fest­inga­fé­lags lands­ins, Eyr­is In­vest, telja einn stærsta banka lands­ins, Ari­on banka, vera að reyna að tryggja Sam­herja og Stoð­um yf­ir­ráð í Mar­el. Enn vakna spurn­ing­ar um hvort eðli­legt sé að hefð­bund­in banka­starf­semi og fjár­fest­inga­banka­starf­semi, eigi yf­ir­höf­uð sam­an. Leik­flétt­an fel­ur í sér næt­ur­fundi, veðkall, af­sögn og á end­an­um greiðslu­stöðv­un sem ætl­að er að kaupa tíma fyr­ir þá sem gripn­ir voru í ból­inu.
Fjárfestingaklúbbur Kaupþingskvenna
6
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Fjár­fest­inga­klúbb­ur Kaupþings­kvenna

Eig­in­kon­ur þriggja fyrr­um stjórn­enda hins fallna Kaupþings banka eru um­svifa­mikl­ir fjár­fest­ar í fast­eigna­verk­efn­um á Spáni og víð­ar. Pen­ing­ar sem geymd­ir eru í fé­lög­um á Tor­tóla og Kýp­ur eru not­að­ir til að byggja lúxus­í­búð­ir. Hundruð millj­óna króna hagn­að­ur hef­ur orð­ið til í þess­um af­l­ands­fé­lög­um. Ein þeirra hef­ur einnig fjár­fest með hópi Ís­lend­inga í bresk­um hjúkr­un­ar­heim­il­um.
Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
9
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár