Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Áfengis- og tóbaksgjöld þrjú prósent af öllum tekjum ríkissjóðs

Virð­is­auka­skatt­ur og tekju­skatt­ur ein­stak­linga standa und­ir helm­ingi tekna rík­is­sjóðs. Eldsneyt­is­gjald og gjöld af öku­tækj­um skila fimm pró­sent­um heild­ar­tekn­anna. Fjár­magn­s­tekju­skatt­ur skil­ar 42 millj­örð­um sem eru 3,8 pró­sent af heild­ar­tekj­um rík­is­sjóðs.

Áfengis- og tóbaksgjöld þrjú prósent af öllum tekjum ríkissjóðs
31 milljarður Áfengis- og tóbaksgjöld munu skila 31 milljarði króna í ríkissjóð á næsta ári, sem nemur 3 prósentum heildartekna ríkisins. Mynd: Shutterstock

Gert er ráð fyrir því að tekjur ríkissjóðs nemi 1.117 milljörðum króna á næsta ári, samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2023. Alls verður ríkissjóður rekinn með 89 milljarða króna halla á næsta ári.

Langstærstur hluti tekna ríkissjóðs er tilkominn með skatttekjum, 78,5 prósent, eða ríflega 877 milljarðar króna. Tryggingagjöld skila 126,8 milljörðum króna og aðrar tekjur 106,7 milljörðum.

Virðisaukaskattur skilar ríkissjóði hæstum fjármunum á næsta ári er marka má fjárlagafrumvarpið. Tekjur ríkissjóðs af innheimtum virðisaukaskatti munu nema 338 milljörðum króna á næsta ári, alls 34 prósentum af öllum tekjum ríkisins.

4%
af heildartekjum ríkisins fást með fjármagnstekjuskatti.

Skattar af tekjum og hagnaði eru næst stærsti tekjuliður ríkisins en alls skilar þeir skattar 384,6 milljörðum króna, ef fjárlagafrumvarp stenst. Þar vegur tekjuskattur einstaklinga hæst en hann á að skila tæpum fjórðungi allra tekja ríkissjóðs, alls 241 milljarði króna. Fjármagnstekjuskattar skila hins vegar ekki nema 42 milljörðum króna til ríkissjóðs á næsta ári, eða 4 prósentum af heildartekjunum. Eignaskattar skila 10 milljörðum króna sem er tæpt 1 prósent tekna ríkisins.

Tryggingagjöld eru þriðji stærsti einstaki tekjuliður ríkissjóðs á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpinu. Alls eiga tryggingagjöld að standa undir 13 prósentum tekna ríkissjóðs, 127 milljörðum króna. Þá nema tekjuskattsgreiðslur lögaðila, félaga og fyrirtækja, 101 milljarði króna eða 10 prósentum af heildartekjum ríkisins samkvæmt áætlun.

Reiknað er með að tekjur af eignum ríkissjóðs verði alls 61,7 milljarðar króna á næsta ári. Þar af nema vaxtatekjur 17,5 milljörðum og arðgreiðslur 34,2 milljörðum. Þá mun sala á vörum og þjónustu, samkvæmt fjárlagafrumvarpinu skila ríkissjóði 37,4 milljörðum króna.

51
milljarðar króna koma í ríkissjóð með ökutæja- og eldsneytisgjöldum.

Gjöld á ökutæki og eldsneyti munu skila ríkissjóði 51 milljarði króna á næsta ári, eða sem nemur 5 prósentum af tekjum ríkissjóðsl. Af öðrum tekjum ríkissjóðs má nefna að áfengis- og tóbaksgjöld eiga að skila 31 milljarði króna í ríkiskassann, 3 prósentum af heildartekjum ríkisins. Aðrir neysluskattar skila litlu minna, 34 milljörðum króna. Þá mun bankaskattur á næsta ári nema 6 milljörðum króna, hálfu prósenti af heildartekjum ríkissjóðs.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fjárlagafrumvarp 2023

Hærri skattur á vistvæna bíla er helsta breytingin í nýjum fjárlögum stjórnarinnar
ÚttektFjárlagafrumvarp 2023

Hærri skatt­ur á vist­væna bíla er helsta breyt­ing­in í nýj­um fjár­lög­um stjórn­ar­inn­ar

Rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ir sagð­ist „setja lofts­lags­mál í for­gang“ en mesta breyt­ing­in á skatt­heimtu í nýju fjár­laga­frum­varpi er skatta­hækk­un á vist­væna bíla. Á þessu ári hafa ver­ið flutt­ir inn ör­lít­ið fleiri dísil­bíl­ar en raf­bíl­ar. Framund­an eru veru­leg­ar skatta­hækk­an­ir á raf­bíla.
380 milljónir til viðbótar í varnarmál
FréttirFjárlagafrumvarp 2023

380 millj­ón­ir til við­bót­ar í varn­ar­mál

Fjölga á í hópi þeirra sem sinna varn­ar­mál­um fyr­ir Ís­land og fjár­festa á í ör­ugg­um sam­skipta­rým­um og bún­aði í sendi­ráð­um fyr­ir 130 millj­ón­ir króna. Gert er ráð fyr­ir 300 millj­óna aukn­um fram­lög­um til varn­artengdra verk­efna „sem nauð­syn er að ráð­ast í, með­al ann­ars vegna gjör­breyttra ör­ygg­is­mála í okk­ar heims­hluta“.

Mest lesið

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
Rannsókn

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.
Ríkið kaus að stíga ekki inn í kaupin á ISNIC
6
Viðskipti

Rík­ið kaus að stíga ekki inn í kaup­in á ISNIC

Sjóð­stjóri hjá Stefni seg­ir að samn­ing­ar um kaup sjóðs­ins SÍA IV á meiri­hluta í fé­lag­inu In­ter­net á Ís­landi hf., sem sér um ís­lenska lands­höf­uð­slén­ið og hef­ur greitt rúm­lega einn millj­arð til hlut­hafa sinna frá ár­inu 2011, hafi náðst í sept­em­ber. Rík­is­sjóð­ur hafi svo til­kynnt í des­em­ber að for­kaups­rétt­ur rík­is­ins, sem skrif­að­ur var inn í lög fyr­ir nokkr­um ár­um, yrði ekki nýtt­ur. Verð­ið sem sjóð­ur­inn greið­ir fyr­ir 73 pró­senta hlut í fé­lag­inu fæst ekki upp­gef­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
Rannsókn

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
3
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
4
Rannsókn

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár