Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Hærri skattur á vistvæna bíla er helsta breytingin í nýjum fjárlögum stjórnarinnar

Rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ir sagð­ist „setja lofts­lags­mál í for­gang“ en mesta breyt­ing­in á skatt­heimtu í nýju fjár­laga­frum­varpi er skatta­hækk­un á vist­væna bíla. Á þessu ári hafa ver­ið flutt­ir inn ör­lít­ið fleiri dísil­bíl­ar en raf­bíl­ar. Framund­an eru veru­leg­ar skatta­hækk­an­ir á raf­bíla.

Hærri skattur á vistvæna bíla er helsta breytingin í nýjum fjárlögum stjórnarinnar
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttir kynnti nýjan stjórnarsáttmála í nóvember í fyrra. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Við ætlum að setja loftslagsmál í forgang,“ sagði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur í nóvember á síðasta ári. 

Nú þegar Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra sömu ríkisstjórnar, hefur kynnt ný fjárlög er helsta skattahækkunin lögð á svokallaða vistvæna bíla, þeirra sem hvorki losa koltvíoxíð né krefjast innflutts eldsneytis. Eitt helsta markmið fjárlaganna er að vinna gegn verðbólgu, en skattahækkanirnar auka hins vegar verðbólgu til skamms tíma.

Skattlagning vistvænna bíla er langáhrifamesta breytingin í fjárlagafrumvarpinu ef frá er talin hefðbundin hækkun ýmissa gjalda sem fylgja verðbólgu.

Á lista sem fylgir fjárlagafrumvarpinu yfir „tekjuáhrif helstu skattbreytinga á ríkissjóð“ eru tvær efstu þeirra „breytingar á vörugjaldi á ökutæki“, 2,7 milljarðar í auknar tekjur, og „breytingar á bifreiðagjaldi“ sem færa 2,2 milljarða króna í auknar tekjur. 

Minni skatttekjur vegna orkuskipta

Ríkisstjórnin boðar í fjárlagafrumvarpinu að hún taki nú „fyrsta skrefið“ í aukinni skattheimtu á vistvæna bíla. Því er ráðgert að skattahækkunin á hreinorkubíla nú sé aðeins upphafið. Ástæðan er að tekjur ríkisins af eldsneyti, sem hlutfall af vergri landsframleiðslu, hafa lækkað og eru nú rétt um 1,2% en voru upp undir 1,8% fyrir áratug. Skattahækkun á rafbíla er „stærsta verkefnið á tekjuhlið ríkissjóðs á komandi árum“, segir í kynningu frumvarpsins. „Samhliða miklum árangri í orkuskiptum fólksbílaflotans og sífellt sparneytnari bílum í umferð hafa tekjur ríkisins af ökutækjum og eldsneyti dregist verulega saman. Við því þarf að bregðast með nýjum lausnum, svo áfram megi standa undir öflugu viðhaldi og uppbyggingu í samgöngukerfinu,“ segir þar.

Helstu breytingar samkvæmt frumvarpinuHér sjást helstu breytingarnar sem afleiðing af fjárlögum 2023 fyrir ríkissjóð, að meðtalinni tímabundinni framlengingu á virðisaukaskattsafslætti af rafbílum.

Aðferðin nú er tvíþætt.

Sú fyrri felur í sér að verð á rafbílum muni hækka um 5% . Samhliða verðhækkuninni hækkar vísitala neysluverðs um 0,2%, sem þýðir að verðbólga eykst um 0,2% og höfuðstóll verðtryggðra húsnæðislána hækkar um sama hlutfall.

Við þessa breytingu verður lagt á 5% lágmarks vörugjald á alla bíla, sem þýðir með öðrum orðum að innflutningsgjöld á rafmagnsbíla hækka sem nemur því, þar sem þeir hafa ekki borið vörugjöld vegna viðleitni til að fjölga hreinorkubílum og lækka útblástur efna sem valda loftslagsbreytingum. Fjármálaráðuneytið greinir jafnframt frá því að líklegt sé að notaðir bílar hækki í verði, rétt eins og nýir. „Gera má ráð fyrir að útsöluverð nýrra fólksbíla geti hækkað um allt að 5% og leiða má að því líkum að verðmæti þeirra fólksbíla sem fyrir eru í landinu muni auk þess hækka vegna hærra endursöluverðs,“ segir í fjárlagafrumvarpinu.

Annar liður í hækkun vörugjalda er að fækka þeim bílum sem fá ívilnanir með breyttum viðmiðum um losun á CO2.  Vörugjöld hafa byggt á því hversu mikið koltvíoxíð bíllinn losar við notkun. Losunarmörkin, sem marka gjaldið, verða lækkuð svo fleiri bílar taki á sig gjaldið. 

Seinni leiðin til þess að hækka skatta á bíla nær yfir allar tegundir þeirra. Það er gert í gegnum bifreiðagjöld.

Frekari hækkanir á rafbíla framundan

Samkvæmt kynningu Bjarna Benediktssonar í morgun má gera ráð fyrir að í fyrsta skrefinu hækki bifreiðagjöld á Teslu rafbíl úr 20 þúsund krónum í 30 þúsund krónur á ári, en vörugjöld og virðisaukaskattur hækki um 300 þúsund króunr fyrir innflutta rafmagnsbíla. Hækkun á bifreiðagjöldum snertir einnig jarðefnaeldsneytisbíla og tvinnbíla. Samtals er um 2,2 milljarða króna í aukasköttum að ræða með hækkuðum bifreiðagjöldum og 2,7 milljarða króna vegna hækkunar á innflutningsgjöldum á rafbíla.

Enn verður við lýði lækkaður virðisaukaskattur af hreinum rafbílum, allt að rúmlega 1,5 milljón króna fyrir hvern bíl, allt þar til 20 þúsund rafbílar hafa verið seldir. Frá því ívilnunin var sett á hafa um 15 þúsund rafbílar verið fluttir inn. Hins vegar eru 20 þúsund bílar aðeins brot af bílaflota Íslendinga.

Jarðefnaeldsneyti fyrirferðamestAf 332 þúsund bifreiðum á landinu eru aðeins tæplega 15 þúsund rafbílar, eða sem nemur 4,4%.

Rafmagnsbílar lítill hluti bílaflotans

Þrátt fyrir að skattahækkanir á rafbíla byggi á því að hreinorkubílum hafi fjölgað eru rafbílar aðeins lítið brot af bifreiðaflota Íslendinga. Jafnvel þegar tengiltvinnbílar og hybrid-bílar eru teknir með í reikninginn er restin, 86% bíla á Íslandi, ennþá alfarið knúnir af jarðefnaeldsneyti.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fjárlagafrumvarp 2023

380 milljónir til viðbótar í varnarmál
FréttirFjárlagafrumvarp 2023

380 millj­ón­ir til við­bót­ar í varn­ar­mál

Fjölga á í hópi þeirra sem sinna varn­ar­mál­um fyr­ir Ís­land og fjár­festa á í ör­ugg­um sam­skipta­rým­um og bún­aði í sendi­ráð­um fyr­ir 130 millj­ón­ir króna. Gert er ráð fyr­ir 300 millj­óna aukn­um fram­lög­um til varn­artengdra verk­efna „sem nauð­syn er að ráð­ast í, með­al ann­ars vegna gjör­breyttra ör­ygg­is­mála í okk­ar heims­hluta“.

Mest lesið

Stefán Ólafsson
4
Aðsent

Stefán Ólafsson

Hvernig stjórn og um hvað?

Stefán Ólafs­son skrif­ar að við blasi að þrír helstu sig­ur­veg­ar­ar kosn­ing­anna - Sam­fylk­ing, Við­reisn og Flokk­ur fólks­ins, voru all­ir með sterk­an fókus á um­bæt­ur í vel­ferð­ar- og inn­viða­mál­um og af­komu að­þrengdra heim­ila. „Helstu vanda­mál­in við að ná sam­an um stjórn­arsátt­mála verða vænt­an­lega áhersla Við­reisn­ar á þjóð­ar­at­kvæði um hvort sækja ætti á ný um að­ild að ESB og kostn­að­ar­mikl­ar hug­mynd­ir Flokks fólks­ins um end­ur­bæt­ur á al­manna­trygg­inga­kerf­inu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
1
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Kosningavaka Miðflokksins: Ungir karlmenn, MAGA og fyrstu tölur
2
Vettvangur

Kosn­inga­vaka Mið­flokks­ins: Ung­ir karl­menn, MAGA og fyrstu töl­ur

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar var við­stadd­ur kosn­inga­vöku Mið­flokks­ins í Vals­heim­il­inu í gær­kvöldi. Þar var sam­an kom­inn mik­ill fjöldi ung­menna, einkum karl­kyns. „Ég veit ekki hvort að Sig­mund­ur Dav­íð er anti-esta­blis­ment, en ég trúi því að hann ætli að­eins að hrista upp í hlut­un­um,“ sagði einn gest­ur­inn, sem bar rauða MAGA-der­húfu.
„Ég kæri mig ekki um að sveitin mín sé eyðilögð“
5
ViðtalVindorka á Íslandi

„Ég kæri mig ekki um að sveit­in mín sé eyði­lögð“

Í sjö ár hef­ur Stein­unn M. Sig­ur­björns­dótt­ir háð marg­ar orr­ust­ur í bar­áttu sinni gegn vind­myll­um sem til stend­ur að reisa allt um­hverf­is sveit­ina henn­ar. Hún hef­ur tap­að þeim öll­um. „Ég er ekki bú­in að ákveða hvort ég hlekki mig við jarð­ýt­urn­ar, það fer eft­ir því hvað ég verð orð­in göm­ul,” seg­ir hún glettn­is­lega. En þó með votti af al­vöru. Hún ætli að minnsta kosti ekki að sitja hjá og „horfa á þetta ger­ast”.
Fólkið sem nær kjöri - samkvæmt þingmannaspá
6
ÚttektAlþingiskosningar 2024

Fólk­ið sem nær kjöri - sam­kvæmt þing­manna­spá

Þing­manna­spá dr. Bald­urs Héð­ins­son­ar og Heim­ild­ar­inn­ar bygg­ir á fylgi fram­boða á landsvísu í nýj­ustu kosn­inga­spá Heim­ild­ar­inn­ar, auk þess sem til­lit er tek­ið til styrks fram­boða í mis­mun­andi kjör­dæm­um. Fram­kvæmd­ar eru 100 þús­und sýnd­ar­kosn­ing­ar þar sem flökt er á fylgi og fyr­ir hverja nið­ur­stöðu er þing­sæt­um út­hlut­að, kjör­dæma- og jöfn­un­ar­þing­sæt­um.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
4
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
5
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár