Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Hverjir voru Karl 1. og Karl 2.?

Hverjir voru Karl 1. og Karl 2.?
Karl 1., Karl 2, og Karl 3. — Karl 1. var hálshöggvinn, Karl 2. var kallaður „káti kóngurinn“. En hver verður grafskrift Karls 3.?


Það kom nokkuð á óvart árið 1948 þegar Elísabet krónprinsessa Breta eignaðist sinn fyrsta son og ákveðið var að nefna hann Charles eða Karl. Flestir höfðu sjálfkrafa búist við að hann myndi fá nafn föður Elísabetar, Georgs 6. sem þá var kóngur. Pilturinn nýi var að vísu skírður Georg líka — hann heitir fullu nafni Charles Philip Arthur George — en með því að skipa Karls-nafninu fremst sýndi Elísabet að hún ætlaði að kalla son sinn Karl og hann yrði því í fyllingu tímans Karl 3.

Og það hefur nú loksins gerst, nærri 74 árum síðar.

Ástæðan fyrir því að þetta kom á óvart var ekki bara sú að Elísabet skyldi ekki skíra afdráttarlaust í höfuðið á heittelskuðum pabba sínum, heldur líka að Karlarnir tveir sem hingað til hafa setið á valdastóli í Bretlandi voru hreint ekki óumdeildir, og er þá vægt að orði komist.

Kóngar sóttir til Skotlands

Þeir voru feðgar. Sá eldri fæddist árið 1600 í Dumferline-höllinni í Skotlandi en faðir hans var Jakob 6. Skotakóngur. Þá var Elísabet 1. Englandsdrottning komin vel á sjötugsaldur og þar sem hún átti ekki börn höfðu Englendingar rannsakað frændgarð hennar í leit að erfingja og staðnæmst við Jakob Skotakóng.

Þau voru náskyld. Jakob var sonur Maríu Stúart Skotadrottningar. Amma Maríu var föðursystir Elísabetar. María Stúart hafði að vísu verið fangelsuð og hálshöggvin af Elísabetu frænku sinni en slíkt og þvíumlíkt var ekki látið standa í vegi ríkiserfða og því var Jakobi í Skotlandi boðin Englandskrúna þegar Elísabet 1. hyrfi inn á hinar eilífu veiðilendur.

Það gerðist 1603, þá fór Jakob suður til Englands og settist í hásætið þar og nefndist eftirleiðis Jakob 1. Og eftir 22 ár á valdastóli þar syðra andaðist Jakob 1625 og 24 ára gamall sonur hans tók við konungstigninni sem Karl 1.

Móðir Karls var Anna prinsessa frá Danmörku, dóttir Friðriks 2. Danakóngs og þýskrar hertogadóttur.

Broguð dómgreind guðs?

Ekki leið á löngu uns miklar deilur upphófust milli Karls konungs og helstu aðalsmanna á Englandi um valdsvið og valdsmörk. Flest hin öflugri konungsríki í Evrópu voru þá orðin eða í þann veginn að verða konungseinveldi, þar sem konungur réði öllu með hjálp hirðar og embættismanna.

Þessu var Karl 1. mjög hlynntur enda taldi hann að konungar væru á sérstökum samningi við guð og þeim bæri því guðlegur réttur til ríkisstjórnar.

Hafi svo verið, þá var altént eitthvað brogað við dómgreind guðs um þær mundir því Karl 1. hafði — hvað sem öðru leið — litla hæfileika til ríkisstjórnar og litla hæfileika yfirleitt. Enda voru aðalsmenn á Englandi síst á því að gefa Karli eftir völd sín, en enska þingið hafði þá töluverð völd og vildi meira.

Aðalsmenn kröfðust þess að Karl féllist á að verða þingbundinn konungur svo allar helstu ákvarðanir hans þyrfti að bera undir þingið til samþykktar, en þegar kóngur hafnaði því kom til borgarastríðs milli stuðningsmanna þing og konungs.

Karl 1. hálshöggvinn

Auk deilna um valdsvið kraumuðu líka undir niðri illskeyttar trúarbragðadeilur en fjölskylda Karls þótti helstil veik fyrir pápísku og bætti ekki úr skák þegar hann gekk að eiga hina rammkaþólsku Henríettu Maríu konungsdóttur frá Frakklandi.

Stríði Karls og þingsins lauk í janúar 1649 þegar kóngur var handsamaður og dreginn fyrir dóm þingmanna, sakaður um landráð. Hann var að lokum dæmdur til dauða og hálshöggvinn. Þótt Karl hafi ekki þótt sérlegur bógur fram að því — nema þá helst fyrir þrjósku sakir — þá þótti hann bregðast hraustlega við dauðanum.

Það var sem sé Karl 1. sem bað um að fá tvær skyrtur til að fara í sína hinstu för á höggstokkinn því þá var kalt í veðri og hann vildi ekki fara að skjálfa úr kulda.

Því enginn mátti ímynda sér að konungurinn skylfi af ótta.

Konungdæmi endurreist

Eftir að konungur var úr sögunni réði Oliver Cromwell herforingi uppreisnarmanna í áratug en þegar hann lést var að lokum ákveðið að endurreisa konungdæmið.

Karl elsti sonur Karls 1. settist því í hásætið 1660. 

Karl 2. hefur nokkuð mótsagnakennda stöðu í breskri sögu. Í aðra röndina var hann aðsópsmikill karl og þótti skemmtilegur, og það fylgdu honum fjör og gleði. Hann var óstöðvandi kvennamaður, eins og það hét í þá daga, og eignaðist að minnsta kosti 12 börn í lausaleik, kannski mun fleiri.

Hins vegar eignaðist drottning hans, Braganza konungsdóttir frá Portúgal, engin börn. Karl 2. var þá hvattur til að skilja við hana og kvænast upp á nýtt svo hann gæti eignast skilgetna ríkiserfingja en hann ákvað að halda tryggð við Bragönzu — ef „tryggð“ er þá rétta orðið í þessu tilfelli um eiginmann sem var eins og landafjandi upp um öll pils.

Kvikasilfurseitrun

Karl 2. var áhugasamur um vísindi, landkönnun og tækni og átti sinn þátt í að koma Bretum í fremstu röð á þeim sviðum. Um leið safnaði hann miklum skuldum með gegndarlausu bruðli við hirðina. Karl hélt að mestu friðinn bæði í deilum við þing og aðal, sem og í trúmálum, en það tókst honum frekar með því að ýta vandamálunum á undan sér en leysa þau.

Karl 2. náði því síðustu æviárin að senda þingið heim og ríkja sem einvaldur en hætt er við að ef hann hefði lifað hefði á endanum allt farið í hund og kött — eins og gerðist raunar fljótlega eftir að hann dó aðeins 54 ára 1685.

Dánarorsök hans var líklega nýrnaveiki en hún hefur hugsanlega stafað af kvikasilfurseitrun, en kóngur hafði verið að skemmta sér við tilraunir með kvikasilfur nokkru áður.

Jakob bróðir Karls tók við konungdæmi hans en Jakobi var svo hrint frá völdum eftir aðeins þrjú ár á valdastóli og „dýrðlega byltingin“ tók við þegar aðalsmenn (og síðar borgarar) tóku að draga mjög úr völdum konunga og drottninga.

Síðan 1685 hefur sem sé ekki setið Karl á valdastóli í Bretlandi.

Fyrr en nú.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Reynir Vilhjálmsson skrifaði
    Smá leiðrétting: María Stuart var ekki systurdóttir Hinriks 8. Faðir hennar var hinsvegar systursonur Hinriks 8. Móðir Maríu Stuart var Marie Guise af frönskum ættum.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
9
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár