Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Hverjir voru Karl 1. og Karl 2.?

Hverjir voru Karl 1. og Karl 2.?
Karl 1., Karl 2, og Karl 3. — Karl 1. var hálshöggvinn, Karl 2. var kallaður „káti kóngurinn“. En hver verður grafskrift Karls 3.?


Það kom nokkuð á óvart árið 1948 þegar Elísabet krónprinsessa Breta eignaðist sinn fyrsta son og ákveðið var að nefna hann Charles eða Karl. Flestir höfðu sjálfkrafa búist við að hann myndi fá nafn föður Elísabetar, Georgs 6. sem þá var kóngur. Pilturinn nýi var að vísu skírður Georg líka — hann heitir fullu nafni Charles Philip Arthur George — en með því að skipa Karls-nafninu fremst sýndi Elísabet að hún ætlaði að kalla son sinn Karl og hann yrði því í fyllingu tímans Karl 3.

Og það hefur nú loksins gerst, nærri 74 árum síðar.

Ástæðan fyrir því að þetta kom á óvart var ekki bara sú að Elísabet skyldi ekki skíra afdráttarlaust í höfuðið á heittelskuðum pabba sínum, heldur líka að Karlarnir tveir sem hingað til hafa setið á valdastóli í Bretlandi voru hreint ekki óumdeildir, og er þá vægt að orði komist.

Kóngar sóttir til Skotlands

Þeir voru feðgar. Sá eldri fæddist árið 1600 í Dumferline-höllinni í Skotlandi en faðir hans var Jakob 6. Skotakóngur. Þá var Elísabet 1. Englandsdrottning komin vel á sjötugsaldur og þar sem hún átti ekki börn höfðu Englendingar rannsakað frændgarð hennar í leit að erfingja og staðnæmst við Jakob Skotakóng.

Þau voru náskyld. Jakob var sonur Maríu Stúart Skotadrottningar. Amma Maríu var föðursystir Elísabetar. María Stúart hafði að vísu verið fangelsuð og hálshöggvin af Elísabetu frænku sinni en slíkt og þvíumlíkt var ekki látið standa í vegi ríkiserfða og því var Jakobi í Skotlandi boðin Englandskrúna þegar Elísabet 1. hyrfi inn á hinar eilífu veiðilendur.

Það gerðist 1603, þá fór Jakob suður til Englands og settist í hásætið þar og nefndist eftirleiðis Jakob 1. Og eftir 22 ár á valdastóli þar syðra andaðist Jakob 1625 og 24 ára gamall sonur hans tók við konungstigninni sem Karl 1.

Móðir Karls var Anna prinsessa frá Danmörku, dóttir Friðriks 2. Danakóngs og þýskrar hertogadóttur.

Broguð dómgreind guðs?

Ekki leið á löngu uns miklar deilur upphófust milli Karls konungs og helstu aðalsmanna á Englandi um valdsvið og valdsmörk. Flest hin öflugri konungsríki í Evrópu voru þá orðin eða í þann veginn að verða konungseinveldi, þar sem konungur réði öllu með hjálp hirðar og embættismanna.

Þessu var Karl 1. mjög hlynntur enda taldi hann að konungar væru á sérstökum samningi við guð og þeim bæri því guðlegur réttur til ríkisstjórnar.

Hafi svo verið, þá var altént eitthvað brogað við dómgreind guðs um þær mundir því Karl 1. hafði — hvað sem öðru leið — litla hæfileika til ríkisstjórnar og litla hæfileika yfirleitt. Enda voru aðalsmenn á Englandi síst á því að gefa Karli eftir völd sín, en enska þingið hafði þá töluverð völd og vildi meira.

Aðalsmenn kröfðust þess að Karl féllist á að verða þingbundinn konungur svo allar helstu ákvarðanir hans þyrfti að bera undir þingið til samþykktar, en þegar kóngur hafnaði því kom til borgarastríðs milli stuðningsmanna þing og konungs.

Karl 1. hálshöggvinn

Auk deilna um valdsvið kraumuðu líka undir niðri illskeyttar trúarbragðadeilur en fjölskylda Karls þótti helstil veik fyrir pápísku og bætti ekki úr skák þegar hann gekk að eiga hina rammkaþólsku Henríettu Maríu konungsdóttur frá Frakklandi.

Stríði Karls og þingsins lauk í janúar 1649 þegar kóngur var handsamaður og dreginn fyrir dóm þingmanna, sakaður um landráð. Hann var að lokum dæmdur til dauða og hálshöggvinn. Þótt Karl hafi ekki þótt sérlegur bógur fram að því — nema þá helst fyrir þrjósku sakir — þá þótti hann bregðast hraustlega við dauðanum.

Það var sem sé Karl 1. sem bað um að fá tvær skyrtur til að fara í sína hinstu för á höggstokkinn því þá var kalt í veðri og hann vildi ekki fara að skjálfa úr kulda.

Því enginn mátti ímynda sér að konungurinn skylfi af ótta.

Konungdæmi endurreist

Eftir að konungur var úr sögunni réði Oliver Cromwell herforingi uppreisnarmanna í áratug en þegar hann lést var að lokum ákveðið að endurreisa konungdæmið.

Karl elsti sonur Karls 1. settist því í hásætið 1660. 

Karl 2. hefur nokkuð mótsagnakennda stöðu í breskri sögu. Í aðra röndina var hann aðsópsmikill karl og þótti skemmtilegur, og það fylgdu honum fjör og gleði. Hann var óstöðvandi kvennamaður, eins og það hét í þá daga, og eignaðist að minnsta kosti 12 börn í lausaleik, kannski mun fleiri.

Hins vegar eignaðist drottning hans, Braganza konungsdóttir frá Portúgal, engin börn. Karl 2. var þá hvattur til að skilja við hana og kvænast upp á nýtt svo hann gæti eignast skilgetna ríkiserfingja en hann ákvað að halda tryggð við Bragönzu — ef „tryggð“ er þá rétta orðið í þessu tilfelli um eiginmann sem var eins og landafjandi upp um öll pils.

Kvikasilfurseitrun

Karl 2. var áhugasamur um vísindi, landkönnun og tækni og átti sinn þátt í að koma Bretum í fremstu röð á þeim sviðum. Um leið safnaði hann miklum skuldum með gegndarlausu bruðli við hirðina. Karl hélt að mestu friðinn bæði í deilum við þing og aðal, sem og í trúmálum, en það tókst honum frekar með því að ýta vandamálunum á undan sér en leysa þau.

Karl 2. náði því síðustu æviárin að senda þingið heim og ríkja sem einvaldur en hætt er við að ef hann hefði lifað hefði á endanum allt farið í hund og kött — eins og gerðist raunar fljótlega eftir að hann dó aðeins 54 ára 1685.

Dánarorsök hans var líklega nýrnaveiki en hún hefur hugsanlega stafað af kvikasilfurseitrun, en kóngur hafði verið að skemmta sér við tilraunir með kvikasilfur nokkru áður.

Jakob bróðir Karls tók við konungdæmi hans en Jakobi var svo hrint frá völdum eftir aðeins þrjú ár á valdastóli og „dýrðlega byltingin“ tók við þegar aðalsmenn (og síðar borgarar) tóku að draga mjög úr völdum konunga og drottninga.

Síðan 1685 hefur sem sé ekki setið Karl á valdastóli í Bretlandi.

Fyrr en nú.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Reynir Vilhjálmsson skrifaði
    Smá leiðrétting: María Stuart var ekki systurdóttir Hinriks 8. Faðir hennar var hinsvegar systursonur Hinriks 8. Móðir Maríu Stuart var Marie Guise af frönskum ættum.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Mest lesið

Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
2
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
3
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.
Erlendu heilbrigðisstarfsfólki fjölgar hratt: „Við getum alls ekki án þeirra verið“
4
ÚttektInnflytjendurnir í framlínunni

Er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki fjölg­ar hratt: „Við get­um alls ekki án þeirra ver­ið“

Fólk sem kem­ur er­lend­is frá til þess að vinna í ís­lenska heil­brigðis­kerf­inu hef­ur margt hvert þurft að færa fórn­ir til þess að kom­ast hing­að. Tvær kon­ur sem Heim­ild­in ræddi við voru að­skild­ar frá börn­un­um sín­um um tíma á með­an þær komu und­ir sig fót­un­um hér. Hóp­ur er­lendra heil­brigð­is­starfs­manna fer stækk­andi og heil­brigðis­kerf­ið get­ur ekki án þeirra ver­ið, að sögn sér­fræð­ings í mannauðs­mál­um.
Tíu mánaða langri lögreglurannsókn á áhöfn Hugins VE lokið
5
FréttirVatnslögnin til Eyja

Tíu mán­aða langri lög­reglu­rann­sókn á áhöfn Hug­ins VE lok­ið

Karl Gauti Hjalta­son, lög­reglu­stjóri í Vest­manna­eyj­um, seg­ir að rann­sókn á því hvort skemmd­ir á vatns­lögn til Vest­manna­eyja megi rekja til refsi­verðs gá­leys­is sé lok­ið. Rann­sókn­in hef­ur stað­ið yf­ir síð­an í nóv­em­ber í fyrra og hef­ur ver­ið lögð fyr­ir ákæru­svið lög­reglu sem mun taka end­an­lega ákvörð­un um það hvort grun­að­ir í mál­inu verði sótt­ir til saka eð­ur ei.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Engu munaði að stórslys yrði í Kötlujökli 2018: „Mér leið eins og ég væri í hryllingsmynd“
3
FréttirStjórnleysi í ferðaþjónustu

Engu mun­aði að stór­slys yrði í Kötlu­jökli 2018: „Mér leið eins og ég væri í hryll­ings­mynd“

Jón­as Weld­ing Jón­as­son, fyrr­ver­andi leið­sögu­mað­ur, forð­aði 16 við­skipta­vin­um sín­um naum­lega frá því að lenda und­ir mörg­um tonn­um af ís í ís­hella­ferð í Kötlu­jökli sum­ar­ið 2018. „Það hefði eng­inn lif­að þarna af ef við hefð­um ver­ið þarna leng­ur. Þetta sem hrundi voru tug­ir tonna." Hann seg­ir sumar­ið ekki rétta tím­ann til að fara inn í ís­hella, eins og ný­legt bana­slys á Breiða­merk­ur­jökli sýn­ir.
Indriði Þorláksson
5
AðsentHátekjulistinn 2024

Indriði Þorláksson

Há­tekju­list­inn og kvót­inn

Sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki eru flest að formi til í eigu eign­ar­halds­fé­laga en eru ekki skráð beint á raun­veru­lega eig­end­ur. Megin­á­stæð­an er skatta­legt hag­ræði sem slík­um fé­lög­um er bú­ið og hef­ur ver­ið auk­ið á síð­ustu ára­tug­um. En tekju­verð­mæti hvers hund­raðs­hluta af kvót­an­um er nærri hálf­ur millj­arð­ur króna á ári.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
6
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
Hafa reynt að lægja öldurnar og rætt við ungmenni sem vilja hefnd
7
Fréttir

Hafa reynt að lægja öld­urn­ar og rætt við ung­menni sem vilja hefnd

Fé­lag fanga hef­ur boð­ið stuðn­ing og þjón­ustu til ætt­ingja 16 ára pilts sem er í gæslu­varð­haldi á Hólms­heiði, grun­að­ur um hnífa­árás þar sem 17 ára stúlka lést af sár­um sín­um. Full­trú­ar fé­lags­ins hafa einnig rætt við ung­menni sem vilja hefnd og reynt að lægja öld­urn­ar. Hefndarað­gerð­ir gætu haft „hræði­leg­ar af­leið­ing­ar fyr­ir þá sem hefna og ekki síð­ur fyr­ir sam­fé­lag­ið," seg­ir Guð­mund­ur Ingi Þórodds­son, formað­ur Af­stöðu.
„Það sem gerðist á sunnudaginn er á margan hátt óvenjulegt“
9
FréttirStjórnleysi í ferðaþjónustu

„Það sem gerð­ist á sunnu­dag­inn er á marg­an hátt óvenju­legt“

Bana­slys eins og það sem varð á Breiða­merk­ur­jökli um síð­ustu helgi eru ekki mjög al­geng, að mati upp­lýs­inga­full­trúa Lands­bjarg­ar. Hann seg­ir björg­un­ar­sveit­irn­ar enn vel í stakk bún­ar til þess að bregð­ast við óhöpp­um og slys­um þrátt fyr­ir fjölg­un ferða­manna og að slík­um til­vik­um hafi ekki fjölg­að í takt við vax­andi ferða­manna­straum.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.
Ætluðu til Ameríku en festust á Íslandi
7
ÚttektFólkið í neyðarskýlinu

Ætl­uðu til Am­er­íku en fest­ust á Ís­landi

Fyr­ir klukk­an tíu á morgn­anna pakka þeir fögg­um sín­um nið­ur og setja þær í geymslu. Þeir líta eft­ir lög­regl­unni og fara svo af stað út, sama hvernig viðr­ar. Þeir mæla göt­urn­ar til klukk­an fimm á dag­inn, þang­að til svefnstað­ur­inn opn­ar aft­ur. Til­vera þessa svefnstað­ar er ekki tryggð. Flosn­að hef­ur úr hópn­um sem þar sef­ur á síð­ustu mán­uð­um og líka bæst við.
Tveir ungir menn „settir á guð og gaddinn“  eftir alvarlegar líkamsárásir á Þjóðhátíð
8
Fréttir

Tveir ung­ir menn „sett­ir á guð og gadd­inn“ eft­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir á Þjóð­há­tíð

For­eldr­ar tveggja ungra manna sem urðu fyr­ir al­var­leg­um lík­ams­árás­um á Þjóð­há­tíð í Vest­manna­eyj­um segja að árás­irn­ar hafi ekki ver­ið skráð­ar í dag­bók lög­reglu. Fag­fólk á staðn­um hafi sett syni þeirra sem fengu þung höf­uð­högg og voru með mikla áverka „á guð og gadd­inn“ eft­ir að gert hafði ver­ið að sár­um þeirra í sjúkra­tjaldi. Sauma þurfti um 40 spor í and­lit ann­ars þeirra. Hinn nef- og enn­is­brotn­aði. Móð­ir ann­ars manns­ins hef­ur ósk­að eft­ir fundi með dóms­mála­ráð­herra vegna máls­ins.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár