Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Boða verðlækkun í baráttu gegn verðbólgu en höfðu hækkað meira en hinir

Versl­ana­keðj­an Sam­kaup, sem rek­ur Nettó, Kram­búð­ina og Kjör­búð­ina, seg­ist lækka verð á 400 vör­um um 10% frá árs­byrj­un til að berj­ast gegn verð­bólgu. Sam­kaup sendi bréf á birgja og fram­leið­end­ur með beiðni um sam­starf „án nokk­urra und­ir­tekta“. Áð­ur höfðu versl­an­ir Sam­kaupa hins veg­ar hækk­að verð um­fram sam­keppn­is­að­ila.

Boða verðlækkun í baráttu gegn verðbólgu en höfðu hækkað meira en hinir
Forstjóri Samkaupa Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóri Samkaupa, kvartar undan því að hafa ekki fengið undirtektir frá birgjum og framleiðendum þegar Samkaup fóru fram á aðhald í verðhækkunum. Mynd: Samkaup

Verslanakeðjan Samkaup, sem rekur meðal annars Nettó, gerir nú tilraun til að skáka Krónunni, sem boðaði í síðustu viku að verðið á 240 vörum yrði fryst fram að áramótum.

Í tilkynningu frá Samkaupum kemur fram að þau muni „bjóða viðskiptavinum upp á sambærilegt verð eða lægra en það var í upphafi árs“, frá og með mánudeginum síðasta, á 400 vörutegundum.

Verðfrysting Krónunnar var bundin við vörur undir merkjum Krónunnar sjálfrar og First Price. Á sama hátt er verðlækkun Samkaupa bundin við vörur frá merkjum Änglamark og X-tra.

Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóri Samkaupa, segir í tilkynningunni að „gríðarlegar verðhækkanir“ frá innlendum framleiðendum og birgjum skrifist á „litla samkeppni, sterka stöðu fárra stórra birgja og verndartolla á íslenskri framleiðslu, til að mynda á mjólk og kjöti“.

Fram kemur að Samkaup hafi síðasta haust sent bréf á alla sína birgja og samstarfsaðila þar sem „kallað var eftir samstarfi til að spyrna gegn hækkunum í vöruverði án nokkurra undirtekta“.

Forstjórinn segir Samkaup sömuleiðis hafa sent bréf á 10 stærstu birgja í lok sumars og lagt til 5% verðlækkun til áramóta, sem gæti skilað sér beint til viðskiptavina, „einnig án nokkurs árangurs“.

„Við furðum okkur á þessu og ekki síður á aðgerðaleysi hins opinbera, óbreyttum álögum á bensíni og að ekki sé afnuminn virðisauki á lykildagvöru, til að mynda á bleium og barnamat til að koma til móts við ungar barnafjölskyldur. Við fögnum þeim sem hafa tekið af skarið og fryst eða lækkað verð og höldum áfram að kalla eftir viðbrögðum birgja, framleiðenda og ekki síður hins opinbera,“ segir Gunnar Egill.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    Þvílíkt prump og sýndarmennsku froða.
    Þau gætu lækkað allar vörur í krambúðinni um 30% ☻g samt skilað gríðarlegum gróða.
    krambúðin er ein mesta okurbúllan á Íslandi!
    -1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Síðasta tilraun Ingu Sæland
1
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár