Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Boða verðlækkun í baráttu gegn verðbólgu en höfðu hækkað meira en hinir

Versl­ana­keðj­an Sam­kaup, sem rek­ur Nettó, Kram­búð­ina og Kjör­búð­ina, seg­ist lækka verð á 400 vör­um um 10% frá árs­byrj­un til að berj­ast gegn verð­bólgu. Sam­kaup sendi bréf á birgja og fram­leið­end­ur með beiðni um sam­starf „án nokk­urra und­ir­tekta“. Áð­ur höfðu versl­an­ir Sam­kaupa hins veg­ar hækk­að verð um­fram sam­keppn­is­að­ila.

Boða verðlækkun í baráttu gegn verðbólgu en höfðu hækkað meira en hinir
Forstjóri Samkaupa Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóri Samkaupa, kvartar undan því að hafa ekki fengið undirtektir frá birgjum og framleiðendum þegar Samkaup fóru fram á aðhald í verðhækkunum. Mynd: Samkaup

Verslanakeðjan Samkaup, sem rekur meðal annars Nettó, gerir nú tilraun til að skáka Krónunni, sem boðaði í síðustu viku að verðið á 240 vörum yrði fryst fram að áramótum.

Í tilkynningu frá Samkaupum kemur fram að þau muni „bjóða viðskiptavinum upp á sambærilegt verð eða lægra en það var í upphafi árs“, frá og með mánudeginum síðasta, á 400 vörutegundum.

Verðfrysting Krónunnar var bundin við vörur undir merkjum Krónunnar sjálfrar og First Price. Á sama hátt er verðlækkun Samkaupa bundin við vörur frá merkjum Änglamark og X-tra.

Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóri Samkaupa, segir í tilkynningunni að „gríðarlegar verðhækkanir“ frá innlendum framleiðendum og birgjum skrifist á „litla samkeppni, sterka stöðu fárra stórra birgja og verndartolla á íslenskri framleiðslu, til að mynda á mjólk og kjöti“.

Fram kemur að Samkaup hafi síðasta haust sent bréf á alla sína birgja og samstarfsaðila þar sem „kallað var eftir samstarfi til að spyrna gegn hækkunum í vöruverði án nokkurra undirtekta“.

Forstjórinn segir Samkaup sömuleiðis hafa sent bréf á 10 stærstu birgja í lok sumars og lagt til 5% verðlækkun til áramóta, sem gæti skilað sér beint til viðskiptavina, „einnig án nokkurs árangurs“.

„Við furðum okkur á þessu og ekki síður á aðgerðaleysi hins opinbera, óbreyttum álögum á bensíni og að ekki sé afnuminn virðisauki á lykildagvöru, til að mynda á bleium og barnamat til að koma til móts við ungar barnafjölskyldur. Við fögnum þeim sem hafa tekið af skarið og fryst eða lækkað verð og höldum áfram að kalla eftir viðbrögðum birgja, framleiðenda og ekki síður hins opinbera,“ segir Gunnar Egill.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    Þvílíkt prump og sýndarmennsku froða.
    Þau gætu lækkað allar vörur í krambúðinni um 30% ☻g samt skilað gríðarlegum gróða.
    krambúðin er ein mesta okurbúllan á Íslandi!
    -1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
2
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár