Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Boða verðlækkun í baráttu gegn verðbólgu en höfðu hækkað meira en hinir

Versl­ana­keðj­an Sam­kaup, sem rek­ur Nettó, Kram­búð­ina og Kjör­búð­ina, seg­ist lækka verð á 400 vör­um um 10% frá árs­byrj­un til að berj­ast gegn verð­bólgu. Sam­kaup sendi bréf á birgja og fram­leið­end­ur með beiðni um sam­starf „án nokk­urra und­ir­tekta“. Áð­ur höfðu versl­an­ir Sam­kaupa hins veg­ar hækk­að verð um­fram sam­keppn­is­að­ila.

Boða verðlækkun í baráttu gegn verðbólgu en höfðu hækkað meira en hinir
Forstjóri Samkaupa Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóri Samkaupa, kvartar undan því að hafa ekki fengið undirtektir frá birgjum og framleiðendum þegar Samkaup fóru fram á aðhald í verðhækkunum. Mynd: Samkaup

Verslanakeðjan Samkaup, sem rekur meðal annars Nettó, gerir nú tilraun til að skáka Krónunni, sem boðaði í síðustu viku að verðið á 240 vörum yrði fryst fram að áramótum.

Í tilkynningu frá Samkaupum kemur fram að þau muni „bjóða viðskiptavinum upp á sambærilegt verð eða lægra en það var í upphafi árs“, frá og með mánudeginum síðasta, á 400 vörutegundum.

Verðfrysting Krónunnar var bundin við vörur undir merkjum Krónunnar sjálfrar og First Price. Á sama hátt er verðlækkun Samkaupa bundin við vörur frá merkjum Änglamark og X-tra.

Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóri Samkaupa, segir í tilkynningunni að „gríðarlegar verðhækkanir“ frá innlendum framleiðendum og birgjum skrifist á „litla samkeppni, sterka stöðu fárra stórra birgja og verndartolla á íslenskri framleiðslu, til að mynda á mjólk og kjöti“.

Fram kemur að Samkaup hafi síðasta haust sent bréf á alla sína birgja og samstarfsaðila þar sem „kallað var eftir samstarfi til að spyrna gegn hækkunum í vöruverði án nokkurra undirtekta“.

Forstjórinn segir Samkaup sömuleiðis hafa sent bréf á 10 stærstu birgja í lok sumars og lagt til 5% verðlækkun til áramóta, sem gæti skilað sér beint til viðskiptavina, „einnig án nokkurs árangurs“.

„Við furðum okkur á þessu og ekki síður á aðgerðaleysi hins opinbera, óbreyttum álögum á bensíni og að ekki sé afnuminn virðisauki á lykildagvöru, til að mynda á bleium og barnamat til að koma til móts við ungar barnafjölskyldur. Við fögnum þeim sem hafa tekið af skarið og fryst eða lækkað verð og höldum áfram að kalla eftir viðbrögðum birgja, framleiðenda og ekki síður hins opinbera,“ segir Gunnar Egill.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    Þvílíkt prump og sýndarmennsku froða.
    Þau gætu lækkað allar vörur í krambúðinni um 30% ☻g samt skilað gríðarlegum gróða.
    krambúðin er ein mesta okurbúllan á Íslandi!
    -1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár