Á undanförnum árum hefur stundum verið fjallað um eittprósentið, svokallaða, það er fólkið í allra efsta hundraðshluta tekju- eða eignadreifingarinnar. Hvort hópurinn sem um ræðir telur akkúrat einn af hverjum hundrað einstaklingum í samfélaginu er ekki aðalatriðið, það sem málið snýst um er hópurinn sem er ofurríkur af eignum eða hefur ofurlaun og þetta prósent er einfaldlega aðferðafræðileg einföldun sem við getum notað til að greina breytingar.
Í þessum pistli ætla ég að fjalla um þennan hóp sem á eignir og hefur tekjur langt umfram það sem flest okkar hinna eiga raunhæfa möguleika á. Hvaðan kom þessi hópur? Hvenær og hvernig varð hann til? Hvað greinir hann að frá okkur hinum? Af hverju skiptir hann máli?
Hátekjufólkið stingur af
Hagfræðingarnir Anthony Barnes Atkinson og Thomas Piketty rannsökuðu þróun hæstu tekna í heiminum og gáfu niðurstöður sínar út í tveimur merkum bókum, Top Incomes over the Twentieth Century: A Contrast Between …
Athugasemdir