Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

„Ég átti nánast ekkert“

„Ef ég hefði ekki getað feng­ið ör­orku­bæt­ur þeg­ar ég þurfti þær þá hefði ég ekki getað lif­að af,“ seg­ir Har­ald­ur Ingi Þor­leifs­son, sem var næst­hæst­ur á lista yf­ir launa­hæstu menn lands­ins. Það sé gott að geta gef­ið aft­ur til sam­fé­lags­ins.

„Ég átti nánast ekkert“
Haraldur Ingi Þorleifsson Er hér ásamt dóttur sinni. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Það er auðveldara að lifa með hærri tekjur en lægri. En það er samt alltaf erfitt að vera til,“ segir Haraldur Ingi Þorleifsson. Hann er í öðru sæti á lista yfir launahæstu Íslendingana, en mánaðarlaun hans námu rúmum 102 milljónum króna í fyrra samkvæmt greiddu útsvari. Tekjurnar má rekja til sölu á hönnunarfyrirtækinu Uneo til Twitter í fyrra. 

Gott að geta lagt sitt af mörkum

Haraldur ákvað að greiða skatta hér á landi til þess að leggja sitt af mörkum til samfélagsins sem ól hann af sér. „Ég ólst upp í verkamannafjölskyldu og með líkamlega fötlun. Ef það hefði ekki verið ókeypis menntun og heilbrigðiskerfi hérna þá hefði lífið mitt verið allt öðruvísi. Ef ég hefði ekki getað fengið örorkubætur þegar ég þurfti þær þá hefði ég ekki getað lifað af.“ 

592,4
milljónir króna
greiddi Haraldur í skatta á síðasta ári

Hann segir að það sé því gott að geta lagt sitt af mörkum með því að greiða svo háa skatta. „Við rekum skólana okkar, sjúkrahús, velferðarkerfi og allt annað með sköttum og það er frábært að geta lagt sitt af mörkum til að bæta þessar stoðir í samfélaginu.“

Er sælla að gefa en þiggja? „Það væri best að við myndum líta á okkur sem eina heild. Við erum ekki að gefa eða þiggja, við erum að passa upp á hvert annað. Við þurfum öll stundum hjálp og við getum öll stundum hjálpað.“

Aðspurður hvort hann hafi ekki áhyggjur af því að klára peningana, segir hann: „Ég átti nánast ekkert í langan tíma. Sú tilfinning er ekki góð, að vita ekki hvort maður eigi nóg til að borða út mánuðinn eða borga leigu. Þannig að það er alltaf eitthvað sem kemur upp í hugann, að það gæti gerst aftur. En akkúrat núna er það ekki eitthvað sem ég hef miklar áhyggjur af.“

Þarf að hafa minni áhyggjur

Inntur eftir því hvað hafi breyst með auknum tekjum, segist hann hafa verið nokkuð vel stæður fjárhagslega í að nálgast áratug. Ef tekinn hefði verið saman listi yfir tekjuhæstu Íslendingana á árum áður hefði hann líklega verið á honum í nokkur ár þegar hann var yngri. „Peningar hjálpa við að taka burt ýmsar áhyggjur og opna á nýja möguleika.“

Best er áhyggjuleysið sem fylgir því. „Ég þarf að hafa minni áhyggjur af mörgu. Ég þarf ekki að velta því fyrir mér hvort börnin mín geti borðað, hvort við eigum fyrir leigunni. Og ef ég fæ einhverja hugmynd sem mig langar til að framkvæma þá er ekki ólíklegt að ég geti fjármagnað hana.“

„Það er mikill munur á því að borga 40 prósent af 100 þúsundkalli eða 40 prósent af milljón“

Hvort færðu meiri ánægju af fjárhagslegum afrakstri vinnunnar eða vinnunni sem slíkri? „Það fer eftir því við hvað ég er að vinna. Sumt sem ég geri er fyrst og fremst gert til að hafa tekjur, það er vinna í sama skilningi og þegar afi minn var dúkari og vann til að fæða fjölskylduna sína. Annað sem ég vinn við geri ég tekjulaust og fæ þá ánægju af vinnunni sem slíkri.“ 

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (15)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • Gabriel Bragason skrifaði
  Góð fyrirmynd,
  0
 • Anna Bjarnadóttir skrifaði
  Þú ert til fyrirmyndar Haraldur! Rödd þín er sterk, haltu áfram að nota hana til stuðnings fatlaðs fólks og til að uppræta fátækt á Íslandi. Aðgengi fyrir alla er gott fyrir alla, veitir öllum aðgang að samfélaginu og er meira að segja líka mjög áhrifamikið til uppbyggingar sjálfbærrar ferðaþjónustu til langs tíma.
  0
 • ET
  Emil Thorarensen skrifaði
  Góð fyrirmynd, hann Haraldur Ingi Þorleifsson, sem þakkar réttilega fyrir aðstoð sem samfélagið veitti honum þegar á þurfti að halda í lífsins ólgusjó.
  0
 • Rakel Egilsdóttir skrifaði
  Góður maður.Það meira margir hugsa eins og hann🙏🥰🙏
  0
 • Elmar Sigurdsson skrifaði
  flottur karl þessi maður - en sennilega eina eintakið á íslandi af þessum ríku mönnum sem gerir þetta fyrir samfélagið sitt
  0
 • ÁGS
  Ásgeir Grétar Sigurðsson skrifaði
  Hversu margir í sporum Haraldar Inga hefðu ekki stokkið á græðgisvagninn. Leitun að jafn heilbrigðri samfélagssýn.
  1
 • Jónsson Höskuldur skrifaði
  Það hlustar eingin kanski hlustar þú góði maður .
  Mín hugmynd er að bynda lagmarkslaun í lög og setja í stjórnarskrað og miða þá við hastarréttAR LAUN EÐA AÐ ALDREI VERÐI bORGUÐ LAEGRI LáGMARKSLAUN EMN HELMIGUR AF Hastaréttar launum ,eða helmig af þingafarakaupi með þá öllum aukagreiðslum sem er bara laun .
  .
  0
 • Hafdís Hallgrímsdóttir skrifaði
  Ef allir hugsuðu eins og þessi fallega sal, værum við miklu betri sett sem þjóð. En ég er sjálf öryrki með 5 börn á framfæri og þetta eru einmitt sömu áhyggjurnar sem ég glími við og veldur mér á hverri nótt miklum kvíða og mörgum svefnlausum stundum
  4
 • Hjörleifur Þórlindsson skrifaði
  Aðstæða mín síðustu 3-4 árin gefur manni nægan tíma til að veita athygli gjörðum annara. Fyrir um fjórum árum fékk konan min frammheilalömun,á sama tíma stóð ég frammi fyrir þvi að missa annan fótinn og fara á hjólastól.Aðstæða mín var brot af hennar þætti,og veturinn í vetur var mjög erfiður.I dag er konan áEir og ég á Sunnuhlíð.Ég er að reyna að vinna úr öllusaman eins oghægt er.
  0
 • Magnhildur Erla Halldórsdóttir skrifaði
  Það eru margir sem ættu að taka sér til fyrirmyndar þennann unga mann. Hann er alveg stórkostlega vel hugsandi. 🙏🙏🙏
  3
 • Klara Guðmundsdóttir skrifaði
  Magnaður
  1
 • Gunnar Árnason skrifaði
  Stórkostlegur maður ....
  0
 • Anna Hermína skrifaði
  Margur má taka þennan mann og hans sýn til fyrirmyndar.
  Að lenda í því a núll einni að verða öryrki er eitthvað sem enginn vill lenda í á sinni lifsleið.
  0
 • Árni Guðnýar skrifaði
  Otrúlegur gaur.
  1
 • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
  Góður maður.
  4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hátekjulistinn 2022

Fjármagnstekjur bera uppi íslenska eina prósentið
GreiningHátekjulistinn 2022

Fjár­magn­s­tekj­ur bera uppi ís­lenska eina pró­sent­ið

Ís­lend­ing­arn­ir sem höfðu hæst­ar tekj­ur á síð­asta ári höfðu flest­ir drjúg­ar fjár­magn­s­tekj­ur sem höfðu þannig mest um það að segja hverj­ir raða sér í flokk tekju­hæsta 1 pró­sents lands­manna. Að­eins um helm­ing­ur 1 pró­sents­ins hafði minna en hálfa millj­ón í fjár­magn­s­tekj­ur á síð­asta ári og minna en þriðj­ung­ur þess hafði eng­ar fjár­magn­s­tekj­ur.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu