Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Gaman að koma af stað öldu

Sig­urð­ur Sæv­ar Magnús­ar­son mynd­list­ar­mað­ur skap­aði sér sess í mynd­lista­sen­unni með því að taka ábyrgð á eig­in far­sæld.

Gaman að koma af stað öldu

Mér finnst alltaf gaman að hitta aftur fólk sem hefur keypt sín fyrstu listaverk af mér og er allt í einu orðið svakalegir listspekúlantar og farið að kaupa verk eftir hina og þessa listamenn. Mér finnst ótrúlega gaman ef mér tekst að koma af stað öldu, sem hefst hér hjá mér, fer af stað og vekur áhuga fólks á myndlist.

Við sem erum í þessu fagi eigum að líta á það sem okkar hlutverk að efla vitund um myndlist og standa saman, en oft er eins og það sé stutt í öfundina, ég hef fundið fyrir því. Ekki mikið, en ég veit að sumum finnst skrítið að 24 ára gamall maður fái þann meðbyr sem ég hef fengið. En þegar þú sýnir frumkvæði held ég að öfundin deyi. Það er fínt að losna við hana. 

Sumir halda að það sé ein leið til að verða myndlistarmaður, að maður verði að bíða eftir því að galleristinn komi á hvíta hestinum og leiði mann til sigurs. Ég hef ekki gert það hingað til þótt allir galleristar séu velkomnir í heimsókn. Ég hef aldrei beðið eftir því að einhver segi mér að halda sýningu heldur hefur mér þótt ég hafa eitthvað fram að færa og sett upp sýningar, sem voru alfarið drifnar áfram af mér.

Hvort sem það er í viðskiptalífinu eða listum er engin ástæða fyrir þá sem sýna framtakssemi að pæla í náunganum. Mér finnst allavega best að líta á það sem samstarfsverkefni að byggja upp góða umræðu um myndlist og menningu, hvaðan sem hún kemur, óháð því hvort um er að ræða hámenntaðan myndlistarmann eða einhvern sem hefur gaman af því að mála á sunnudögum.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár