Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Gaman að koma af stað öldu

Sig­urð­ur Sæv­ar Magnús­ar­son mynd­list­ar­mað­ur skap­aði sér sess í mynd­lista­sen­unni með því að taka ábyrgð á eig­in far­sæld.

Gaman að koma af stað öldu

Mér finnst alltaf gaman að hitta aftur fólk sem hefur keypt sín fyrstu listaverk af mér og er allt í einu orðið svakalegir listspekúlantar og farið að kaupa verk eftir hina og þessa listamenn. Mér finnst ótrúlega gaman ef mér tekst að koma af stað öldu, sem hefst hér hjá mér, fer af stað og vekur áhuga fólks á myndlist.

Við sem erum í þessu fagi eigum að líta á það sem okkar hlutverk að efla vitund um myndlist og standa saman, en oft er eins og það sé stutt í öfundina, ég hef fundið fyrir því. Ekki mikið, en ég veit að sumum finnst skrítið að 24 ára gamall maður fái þann meðbyr sem ég hef fengið. En þegar þú sýnir frumkvæði held ég að öfundin deyi. Það er fínt að losna við hana. 

Sumir halda að það sé ein leið til að verða myndlistarmaður, að maður verði að bíða eftir því að galleristinn komi á hvíta hestinum og leiði mann til sigurs. Ég hef ekki gert það hingað til þótt allir galleristar séu velkomnir í heimsókn. Ég hef aldrei beðið eftir því að einhver segi mér að halda sýningu heldur hefur mér þótt ég hafa eitthvað fram að færa og sett upp sýningar, sem voru alfarið drifnar áfram af mér.

Hvort sem það er í viðskiptalífinu eða listum er engin ástæða fyrir þá sem sýna framtakssemi að pæla í náunganum. Mér finnst allavega best að líta á það sem samstarfsverkefni að byggja upp góða umræðu um myndlist og menningu, hvaðan sem hún kemur, óháð því hvort um er að ræða hámenntaðan myndlistarmann eða einhvern sem hefur gaman af því að mála á sunnudögum.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
1
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.
Sundrung hægri manna þegar fylgið mælist mest
5
Greining

Sundr­ung hægri manna þeg­ar fylg­ið mæl­ist mest

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn glím­ir við til­vist­ar­kreppu þar sem Mið­flokk­ur­inn krafs­ar í þjóð­ern­is­sinn­aða kjós­end­ur hans en Við­reisn í þá al­þjóða­sinn­uðu. Bók­un 35, út­lend­inga­mál og að­ild að Evr­ópu­sam­band­inu eru með­al þess sem grein­ir þá að. Heim­ild­in ræddi við kjörna full­trúa flokk­anna þriggja um átakalín­urn­ar, þró­un fylgis­ins og hvort flöt­ur sé á sam­starfi í hægri stjórn í fram­tíð­inni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
3
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.
„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
6
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár