Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Gaman að koma af stað öldu

Sig­urð­ur Sæv­ar Magnús­ar­son mynd­list­ar­mað­ur skap­aði sér sess í mynd­lista­sen­unni með því að taka ábyrgð á eig­in far­sæld.

Gaman að koma af stað öldu

Mér finnst alltaf gaman að hitta aftur fólk sem hefur keypt sín fyrstu listaverk af mér og er allt í einu orðið svakalegir listspekúlantar og farið að kaupa verk eftir hina og þessa listamenn. Mér finnst ótrúlega gaman ef mér tekst að koma af stað öldu, sem hefst hér hjá mér, fer af stað og vekur áhuga fólks á myndlist.

Við sem erum í þessu fagi eigum að líta á það sem okkar hlutverk að efla vitund um myndlist og standa saman, en oft er eins og það sé stutt í öfundina, ég hef fundið fyrir því. Ekki mikið, en ég veit að sumum finnst skrítið að 24 ára gamall maður fái þann meðbyr sem ég hef fengið. En þegar þú sýnir frumkvæði held ég að öfundin deyi. Það er fínt að losna við hana. 

Sumir halda að það sé ein leið til að verða myndlistarmaður, að maður verði að bíða eftir því að galleristinn komi á hvíta hestinum og leiði mann til sigurs. Ég hef ekki gert það hingað til þótt allir galleristar séu velkomnir í heimsókn. Ég hef aldrei beðið eftir því að einhver segi mér að halda sýningu heldur hefur mér þótt ég hafa eitthvað fram að færa og sett upp sýningar, sem voru alfarið drifnar áfram af mér.

Hvort sem það er í viðskiptalífinu eða listum er engin ástæða fyrir þá sem sýna framtakssemi að pæla í náunganum. Mér finnst allavega best að líta á það sem samstarfsverkefni að byggja upp góða umræðu um myndlist og menningu, hvaðan sem hún kemur, óháð því hvort um er að ræða hámenntaðan myndlistarmann eða einhvern sem hefur gaman af því að mála á sunnudögum.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Lofar stöðugleika til að ná niður 125 milljarða vaxtabyrði
5
Fréttir

Lof­ar stöð­ug­leika til að ná nið­ur 125 millj­arða vaxta­byrði

Rík­is­stjórn­in ætl­ar að ná halla­laus­um rekstri strax ár­ið 2027 en halli næsta árs verð­ur 15 millj­arð­ar, sam­kvæmt nýkynntu fjár­laga­frum­varpi. Það er um 11 millj­örð­um minni halli en gert hafði ver­ið ráð fyr­ir. Vaxta­gjöld rík­is­sjóðs nema nú 125 millj­örð­um króna á ári, sem jafn­gild­ir um 314 þús­und krón­um á hvern íbúa – hærri fjár­hæð en rekst­ur allra fram­halds­skóla og há­skóla lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár