Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Þrettán ræðumenn lýst nasískum skoðunum - Sigmundur Davíð svarar ekki um þátttöku sína

Meiri­hluti þeirra sem deila sviði með Sig­mundi Dav­íð Gunn­laugs­syni á ráð­stefnu í Sví­þjóð hafa starf­að með hægriöfga­sam­tök­um, sum­ir í flokki sem vill senda millj­ón inn­flytj­end­ur úr landi. For­sæt­is­ráð­herr­ann fyrr­ver­andi svar­ar ekki spurn­ing­um.

Þrettán ræðumenn lýst nasískum skoðunum - Sigmundur Davíð svarar ekki um þátttöku sína
Af síðu bókamessunnar Sigmundur Davíð er kynntur til leiks ásamt tveimur fyrrverandi þingmönnum þjóðernisflokksins Svíþjóðademókrata sem tengjast nú framboði yst á hægri vængnum, Alternativ för Sverige.

Af þeim 95 ræðumönnum sem koma fram á Sænsku bóka- og fjölmiðlamessunni tilheyra 57 hægriöfgahópum, -stjórnmálaflokkum eða starfa hjá miðlum sem dreifa slíkum áróðri. Fimmtungur ræðumanna hefur starfað með hægriöfgaflokknum Alternativ för Sverige og þrettán af ræðumönnunum hafa lofað Nasistaflokk Hitlers eða afneitað Helförinni.

Þetta hefur rannsókn Stundarinnar og sænska miðilsins Expo leitt í ljós.

Stundin og Expo hafa sagt frá þátttöku Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, í Sænsku bóka- og fjölmiðlamessunni sem fram fer í Stokkhólmi 20. ágúst. Sigmundur Davíð hefur verið auglýstur sem ræðumaður á ráðstefnunni sem opinberlega er kynnt sem vettvangur umræðna um tjáningarfrelsi, en er í raun skipulögð af samtökum sem hafa það að markmiði að tengja saman aðila með ólíkar áherslur innan þjóðernisöfgahreyfingar Svíþjóðar og efla hana.

Sigmundur Davíð hefur ekki svarað símtölum eða spurningum Stundarinnar í tölvupósti um málið.

Tengsl við sænskan hægriöfgaflokk

Ráðstefnan er ein af mörgum viðburðum og félögum sem notuð eru sem yfirvarp fyrir samtökin Nätverket, sem stýrt er af manni sem á sér langa sögu innan hægriöfgahreyfinga Svíþjóðar, Tor Paulsson. Hefur Nätverket tengst bæði netmiðlum sem breiða út kynþáttahatur og flokknum Alternativ för Sverige. Flokkurinn byggir á fyrirmynd frá Þýskalandi, hægriöfgaflokknum Alternativ für Deutschland, en sænski flokkurinn hefur það efst á stefnuskrá sinni að senda eina milljón innflytjenda úr landi. Flokkurinn hefur ekki náð árangri í þingkosningum, en á þrjú sæti á sænska kirkjuþinginu.

Athugun hefur leitt í ljós að 19 af 95 auglýstum ræðumönnum við ráðstefnuna hafa tengsl við Alternativ för Sverige, annað hvort sem frambjóðendur eða sjálfboðaliðar. Þar á meðal eru fyrrverandi þingmenn sem skipt hafa yfir í flokkinn úr þjóðernisflokknum Svíþjóðardemókrötum, þeir Olle Felten og Jeff Ahl. Annar ræðumaður er þingmaðurinn Roger Richthoff, sem þurfti nýverið að yfirgefa Svíþjóðademókrata eftir að hafa dreift myndbandi á samfélagsmiðlum þar sem Rússum er þakkað fyrir að hafa ráðist inn í Úkraínu. Í vor tilkynnti hann að hann mundi ganga til liðs við Alternativ för Sverige, en dróg það síðar til baka og sagðist enn vera að íhuga málið.

Umfram það eru 57 af ræðumönnum ráðstefnunnar svo vitað sé, eða 60 prósent þeirra, fólk sem starfar innan hægriöfgahópa eða fyrir fjölmiðla sem boða sjónarmið frá ýtrasta hægri væng. Hluti þeirra hefur tekið þátt í starfsemi nýnasistahópa.

Þrettán af ræðumönnunum sem koma fram á ráðstefnunni hafa deilt sjónarmiðum sem kenna má við nasisma. Þar á meðal er fólk sem heldur því opinberlega fram að Helförin, fjöldamorð nasista á gyðingum í Seinni heimsstyrjöldinni, hafi aldrei átt sér stað. Aðrir þeirra hafa lofað Nasistaflokk Þýskalands stríðsáranna eða foringja hans, Adolf Hitler.

Einn ræðumanna, Jan Emanuel Johansson, hætti við að koma fram á ráðstefnunni eftir að dagblaðið Expressen hafði samband við hann í júlí og benti honum á bakgrunn ræðumanna og skipuleggjenda.

Útvarp Saga fagnar þátttöku Sigmundar

„Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er eitt af fjölmörgum þekktum andlitum baráttufólks fyrir lýðræði og málfrelsi,“ segir í frétt á vef Útvarps Sögu um þátttöku Sigmundar Davíðs í bókamessunni í gær. „Það er bæði ánægjulegt og mikill fengur fyrir Sænsku bókasýninguna, að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson verður einn af ræðumönnum sýningarinnar.“

„Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er eitt af fjölmörgum þekktum andlitum baráttufólks fyrir lýðræði og málfrelsi“

Samkvæmt fréttinni verður fulltrúi frá Útvarpi Sögu á staðnum 20. ágúst, en miðillinn hefur áður heimsótt bókamessuna. Þá fjallaði Gústaf Skúlason um heimildarmynd sem þar var sýnd. Leikstjóri hennar, Jonas Nilsson, verður einn af ræðumönnunum ásamt Sigmundi Davíð, en Nilsson starfaði áður með sænska armi Norrænu mótstöðuhreyfingarinnar, nýnasistahópi sem kom til Íslands í september 2019 og dreifði áróðri á Lækjartorgi.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
1
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Baráttan fyrir því „dýrmætasta og fallegasta“
3
Viðtal

Bar­átt­an fyr­ir því „dýr­mæt­asta og fal­leg­asta“

Bar­átta fyr­ir vernd­un út­sýn­is­ins úr Laug­ar­nesi yf­ir í Við­ey hef­ur leitt sam­an þær Þuríði Sig­urð­ar­dótt­ur og Stein­unni Jó­hann­es­dótt­ur sem telja okk­ur sem nú lif­um ekki hafa leyfi til þess að eyði­leggja þá fögru sjónása sem Reyk­vík­ing­ar hafa getað not­ið um ald­ir. „Þetta er lít­ill blett­ur sem við þurf­um að slást um al­gjör­lega upp á líf og dauða,“ seg­ir Stein­unn.
Ekki hægt að friðlýsa útsýnið
4
Úttekt

Ekki hægt að frið­lýsa út­sýn­ið

All­víða á höf­uð­borg­ar­svæð­inu stend­ur venju­legt fólk í slag um út­sýni til hafs, fjalla og eyja. Einn slík­ur slag­ur varð­ar Laug­ar­nes­ið, sem Minja­stofn­un hef­ur vilj­að frið­lýsa, reynd­ar í óþökk Reykja­vík­ur­borg­ar. Jarð­efni sem fært var úr grunni nýs Land­spít­ala mynd­ar nú land­fyll­ingu sem senn verð­ur enn stærri. Út­sýni til Við­eyj­ar gæti tap­ast, óháð öll­um frið­lýs­ingaráform­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
6
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
4
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár