Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Pelosi fylgir hjartanu í púðurtunnuna

Nancy Pe­losi, for­seti full­trúa­deild­ar Banda­ríkja­þings, lýs­ir stuðn­ingi við Taív­an með heim­sókn sem kall­ar fram reiði kín­verskra stjórn­valda og snert­ir á mestu mögu­legu átök­um sem geta orð­ið á heimsvísu.

Pelosi fylgir hjartanu í púðurtunnuna
Nancy Pelosi Ferð hennar til Taívan kallar fram ógnandi viðbrögð Kína, sem er sextíu sinnum fjölmennara land en Taívan og telur sig eiga tilkall til þess síðarnefnda. Mynd: AFP

Kínversk stjórnvöld segja Bandaríkjastjórn leika sér að eldinum og hóta hernaðaraðgerðum eftir heimsókn bandaríska þingforsetans Nancy Pelosi til Taívan. Joe Biden forseti studdi ekki opinberlega heimsókn þingforsetans. Kínverjar hafa tilkynnt umfangsmiklar hernaðaræfingar skammt frá Taívan næstu daga og stefnt flugmóðurskipi sínu í átt að eyjunni. Gríðarlega mikilvægt flokksþing er skammt framundan hjá kínverska Kommúnistaflokknum og þingkosningar á næsta leiti í Bandaríkjunum. 

Upphafið: Borgarastríð og herforingjastjórn

Með þessum æfingum og hernaðarbrölti eru Kínverjar að svara fyrir sig í deilunni um Taívan, sem hefur staðið frá lokum kínverska borgarastríðsins árið 1949. Vestrænt hersetulið kom á fót grimmri herforingjastjórn í Taívan sem mótvægi við yfirráð kommúnista á meginlandinu. Stjórnin samanstóð aðallega af herforingjum Kuomintang-hreyfingarinnar sem tapaði í borgarastríðinu við kommúnistana og flúði til Taívan til að sleppa við refsingu og halda baráttu sinni áfram í mýflugumynd með stuðningi vesturveldanna. Eyjan hafði þá verið á valdi Japana í áratugi en þeir gáfu upp yfirráð sín þar eftir ósigurinn í seinni heimsstyrjöldinni árið 1945. 

Var þessi nýja ógnarstjórn í Taívan frá upphafi afar óvinsæl og ofsótti bæði meinta og alvöru andstæðinga sína af milli grimmd. Stjórnin beitti meðal annars pyntingum og aftökum til að halda völdum en smám saman fjaraði undan tilkalli þeirra til valds. Árið 1996 var fyrsti lýðræðislega kjörni forseti Taívan settur í embætti. Árin og áratugirnir á undan höfðu einkennst af öflugri lýðræðisbaráttu en stjórnartíð einræðisstjórnarinnar er almennt kölluð „Hvíta ógnin“ af Taívönum í dag. Meira en þrjátíu þúsund voru myrtir eða sáust aldrei aftur. Minnst 140 þúsund voru handteknir vegna gruns um að vera stjórnarandstæðingar. Á sama tíma voru Sovétríkin að falla og miklar pólitískar og efnahagslegar breytingar áttu sér stað í Kína. Aldrei áður í sögu mannkyns hafa jafn margir risið úr sárri fátækt á jafn skömmum tíma og eftir að efnahagsumbætur Deng Xiaoping voru kynntar til sögunnar; deilt er um fjöldann en hundruð milljóna hafa bæst við hina ört vaxandi millistétt í Kína. 

Miðstöð hátækniiðnaðar

Taívan þróaði um leið með sér öflugan hátækniiðnað sem samkeppni við vaxandi mátt Kína, og nutu til þess stuðnings vesturveldanna og þá sérstaklega Bandaríkjanna. Taívanir eru aðeins 23 milljónir á meðan Kínverjar nálgast einn og hálfan milljarð. Það þýðir að Kínverjar eru meira en sextíu sinnum fleiri en Kínverjar og geta boðið stórfyrirtækjum afar hagstæð kjör í krafti mannafla og lægri launa. 

Mótmælandi í Hong KongStuðningsmaður kínverskra stjórnvalda í Hong Kong traðkar á mynd af Nancy Pelosi fyrir utan ræðismannsskrifstofu Bandaríkjanna í borginni.

Takmarkaður stuðningur við sjálfstæði

Stjórnmálafræðingar eru margir hissa á tímasetningu heimsóknar Pelosi. Bandaríkjastjórn hefur ekki áður ögrað Kínverjum með slíkum hætti. Nýlegir samningar Kínastjórnar við stjórn Vladimírs Pútín hafa gert ljóst að ríkin tvö ætla sér að mynda einhverskonar valdablokk sem mótvægi við hernaðarmátt og ítök Bandaríkjanna jafnt í Asíu sem Evrópu. Var sérstaklega vikið að yfirráðarétti Kínverja yfir Taívan í þeim samningum en þau yfirráð eru tæknilega samþykkt af stærstum hluta alþjóðasamfélagsins, þó á mismunandi forsendum. 

Meira að segja Bandaríkjastjórn hafa undirritað yfirlýsingu um „Eitt Kína“ sem þýðir í raun að stefnt sé að sameiningu þeirra til lengri tíma, þó að útfærslan hafi aldrei verið fest á blað og tekið sé fram að virða verði lýðræðislegt kerfi Taívana. Önnur ríki eru flest aðeins með óopinber viðskipta- og stjórnmálatengsl við eyjuna og í því felst ákveðin viðurkenning á því að Taívanir og Kínverjar séu ein þjóð. Slík afstaða hafnar um leið kröfum þeirra innan Taívan sem krefjast formlegs sjálfstæðis og viðurkenningar alþjóðasamfélagsins á algjörum sjálfsstjórnarrétti þeirra sem þar búa. 

Þeir eru raunar í miklum minnihluta sem gera slíkar kröfur. Í nýlegri könnun sögðust aðeins tæplega 28% Taívana styðja sjálfstæðisbaráttuna en 21% vonaðist til að halda núverandi samkomulagi, í það minnsta um tíma þar til hægt verði á koma á friðsamlegri sameiningu. 31% svöruðu einfaldlega að þeir kysu óbreytt ástand, en hvað það þýðir til lengri tíma var ekki skilgreint af könnuninni. Aðeins um 12% sögðust vilja sameinast meginlandinu eins og staðan er í dag. Það sýnir flókna og klofna afstöðu þjóðarinnar að aðeins ári seinna var gerð önnur könnun þar sem rúmur meirihluti sagðist vilja alþjóðlega viðurkenningu á sjálfstæði eða sjálfstjórn Taívan. Á meðan hugmyndin um sameiningu er svo fjarlæg, og ógnin svo mikil, eiga margir erfitt með að gera upp hug sinn. Fyrst og fremst virðist fólk óttast ófrið á svæðinu og svarar væntanlega eftir því. (Sjá kannanir og þróun þeirra: https://en.wikipedia.org/wiki/Taiwan_independence_movement#Opinion_polls)

Í annarri og nýrri könnun frá þessu ári sagðist til dæmis aðeins þriðjungur Taívana trúa því að ef til kastanna kæmi myndu Bandaríkjamenn raunverulega verja eyjuna fyrir innrás Kínverja. Sú tala hefur aldrei verið lægri og bendir til vaxandi vantrausts varðandi varnarsamstarfið. Til samanburðar sögðust tveir þriðju treysta á stuðning Bandaríkjamanna í könnun sem var tekin í október í fyrra og sumir benda til Úkraínustríðsins sem ástæðu. 

NATO og samstarfsríki þeirra hafa ekki brugðist við með beinum hætti, þrátt fyrir vopnasendingar og fjárhagsaðstoð. Niðurstaðan er að Rússar hafa nú hernumið minnst fimmtung, ef ekki fjórðung, af landi Úkraínu án þess að vesturveldin hafi sjálf gripið til vopna.

Um er að ræða þjóð sem er að mestu hvít á hörund, er í bakgarði Evrópu, deilir evrópskri menningu og átökin hafa kostað óstöðvandi flóttamannaflóð og mannfall á svæðinu  auk matarskorts um allan heim. Við hverju geta Taívanar búist ef átök brjótast út hinum megin á hnettinum og þeir sem fórnarlömbin hafa lítil sem engin menningartengsl við vesturveldin. Við fyrstu sýn hafa hernaðarveldi heimsins ekki mikið á því að græða að skerast í leikinn í svo risavöxnum átökum. Í það minnsta eins mikið og hefur verið lofað í háleitum ræðum heimsleiðtoga um að verja lýðræði í Austur-Asíu. 

Taívan er í ekki í NATO, af augljósum landfræðilegum ástæðum, en landsmenn fylgjast grannt með gangi mála þar á bæ. Mörgum finnst þeir ekki lengur hafa fullan stuðning bandamanna sinna til margra áratuga og vilja með engu móti ögra öflugum nágrönnum sínum á meginlandi Kína. 

Pelosi heimsækir púðurtunnu

Engu að síður valdi Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, að heimsækja Taívan einmitt núna. Ríkisstjórn Joe Bidens og hans helstu ráðgjafar eru sagðir hafa reynt að koma í veg fyrir heimsóknina, sérstaklega vegna viðkvæms ástands í heimsmálunum en einnig vegna þess sem er að gerast innan valdamúranna í Peking. 

Í október heldur Kommúnistaflokkur Kína mikilvægt flokksþing þar sem Xi Jinping, sennilega sterkasti leiðtogi í sögu ríkisins, mun sækjast eftir sínu þriðja kjörtímabili. Það er án fordæmis og myndi festa hann í sessi, jafnvel til dauðadags. Með því að ýta út andstæðingum og mynda mikilvæg tengsl við flokksgæðinga er hann öruggur um að vinna. Engu að síður er flokksþingið afar viðkvæmur tími og eftir hótanir sínar um að beita hervaldi vegna Taívan deilunnar hefur Xi ekki efni á að virka veikburða. 

Vinsamlegir leiðtogarVladimir Pútín Rússlandsforseti hitti Xi Jinping á fundi skömmu fyrir innrásina í Úkraínu og Kínverjar hafa neitað að fordæma innrásina.

Xi þurfi að sýna mátt sinn

Það síðasta sem hann getur leyft sér að gera er að lúffa fyrir vesturveldunum. Hann verður að sýna hermátt sinn, með heræfingum sem munu standa yfir skammt frá Taívan næstu daga. Þá má búast við enn harðari yfirlýsingum og fordæmingum þegar nær dregur flokksþinginu. Xi hefur boðað stórar breytingar og mikilvægar yfirlýsingar sem hann muni svipta hulunni af á næstunni. Líklega hefur hann aldrei áður þurft að líta út sem jafn sterkur leiðtogi og nú, ögranir við yfirráðin yfir Taívan er eitthvað sem hann einfaldlega getur ekki látið óátalið. Viðbrögðin verða að vera hörð. 

Kínverjar virðast þrátt fyrir það heldur ekki hafa áhuga á neinum beinum stríðsátökum um Taívan í bráð, ríkisfjölmiðlar hafa sagt það tilvalið markmið að stefna að sameiningu árið 2049, á hundrað ára afmæli kínverska alþýðulýðveldisins. Þá gefist ekki aðeins tími til sátta heldur verði efnahagslegir og pólitískir yfirburðir Kína í álfunni orðnir slíkir að þeir geti gert hagstæðari samninga. Ekki standi til að beinlínis innlima eyjuna heldur gera hana að sérstöku sjálfstjórnarsvæði líkt og Hong Kong og Macau. Deila má um hversu vel það fyrirkomulag hefur gengið þar en í það minnsta virðist það langtímastefnan. Sem gefur enn og aftur tilefni til að draga upp klisjuna um að Kínverjar hugsi ekki í árum heldur áratugum eða öldum. 

Hvað er Pelosi að hugsa?

Ástæðan fyrir því að Pelosi valdi þennan viðkvæma tíma, og neitaði að hlýða forseta Bandaríkjanna sem er jú samflokksmaður hennar, má sennilega finna ef leitað er nokkra áratugi aftur í hennar feril. Nancy Pelosi hefur alltaf verið það sem kallast „haukur“ gagnvart Kína í Washington og sem slíkur ítrekað varað við yfirgangi þeirra og fordæmt framgang kínverskra stjórnvalda. 

Ákveðin vatnaskil urðu í pólitískri afstöðu hennar í utanríkismálum eftir fjöldamorðin á Torgi hins himneska friðar. Hún barðist ötullega gegn því að Kína fengi aðgang að alþjóðlegum viðskiptabönkum og stofnunum allt frá þeim degi og tók upp málstað Tíbeta, sem reitti Kínverja enn frekar til reiði.

Hún margbað Bill Clinton að beita sér gegn Kínverjum á forsetatíð hans og biðlaði meira að segja til andstæðings síns Donald Trump, eftir að hann náði kjöri. Þá fundaði Pelosi með lýðræðissinnum frá Hong Kong eftir mótmæli brutust út árið 2019. Hún er því ekki nýr andstæðingur kínversku ríkisstjórnarinnar heldur þekkt fyrir baráttu sína gegn henni  og það styttist í þingkosningar vestanhafs.

Það að hún gangi svo langt að óhlýðnast forseta sínum á svo viðsjárverðum tímum undirstrikar aðeins áratugalanga stefnu hennar í Austur-Asíu, og trú hennar á að geta aukið fylgi Demókrata með því að gera Kína að stærra kosningamáli, en er óneitanlega stórt skref sem gæti haft ófyrirséðar afleiðingar í náinni og lengri framtíð.

Kínverjar hafa boðað heræfingar í hafinu við Taívan og eru taldir munu varpa sprengjum í hafið nærri eyjunni, í aðeins um 16 kílómetra fjarlægð frá landsteinunum. „Í dag stendur heimurinn frammi fyrir vali milli lýðræðis og einræðis,“ sagði Pelosi í heimsókninni. „Bandaríkin hafa bjargfasta skuldbindingu til þess að verja lýðræðið hér í Taívan og heiminum öllum,“ sagði Pelosi, hæst setti bandaríski stjórnmálamaðurinn til þess að heimsækja Taívan á þessari öld, áður en hún hélt til Suður-Kóreu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Páll Pálsson skrifaði
    Ýbúar tavin eru svipad margir og sjòmenn í kína
    0
  • Páll Pálsson skrifaði
    Þràtt fyrir slæma byrjun þà er Tavin lyđrædisríkki î dag kína er einræđisríki....
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Meðallaun segja ekki allt varðandi kjör fólks í landinu
1
GreiningMillistétt í molum

Með­al­laun segja ekki allt varð­andi kjör fólks í land­inu

Reglu­lega er töl­um um með­al­laun Ís­lend­inga fleygt fram í um­ræð­unni og þau gjarn­an sögð vera óvenju­há í sam­an­burði við önn­ur lönd. Í fyrra voru heild­ar­laun full­vinn­andi fólks að með­al­tali 935.000 þús­und krón­ur á mán­uði. Hins veg­ar fær flest starf­andi fólk mán­að­ar­laun sem eru lægri en þetta með­al­tal. Að ýmsu þarf að gæta þeg­ar með­al­tal­ið er rætt því hlut­fall­ið seg­ir ekki alla sög­una.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
2
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Einstæðir foreldrar berjast í bökkum
8
Fréttir

Ein­stæð­ir for­eldr­ar berj­ast í bökk­um

Nú­ver­andi efna­hags­ástand hef­ur sett heim­il­is­bók­hald­ið hjá mörg­um lands­mönn­um úr skorð­um. Ástand­ið kem­ur verst nið­ur á þeim sem búa ein­ir og reiða sig á stak­ar mán­að­ar­tekj­ur. Sá tími þeg­ar ein­stak­ling­ar með lág­ar eða með­al­tekj­ur gátu rek­ið heim­ili er löngu lið­inn. Lít­ið má út af bregða hjá stór­um hluta ein­stæðra for­eldra til þess þau þurfi ekki að stofna til skuld­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Það er ekkert eftir“
2
GreiningMillistétt í molum

„Það er ekk­ert eft­ir“

Þrátt fyr­ir að um helm­ing­ur hjóna­banda endi með skiln­aði virð­ist kerf­ið ekki miða við for­eldra sem vana­lega eru kall­að­ir ein­stæð­ir – en eru í þess­ari grein kall­að­ir sjálf­stæð­ir. Heim­ild­in fékk á þriðja tug þátt­tak­enda til að svara spurn­ing­um um lífs­kjör sín. Svör­in sem bár­ust kall­ast vel á við lífs­kjarak­ann­an­ir sem fram­kvæmd­ar hafa ver­ið að und­an­förnu.
Meðallaun segja ekki allt varðandi kjör fólks í landinu
4
GreiningMillistétt í molum

Með­al­laun segja ekki allt varð­andi kjör fólks í land­inu

Reglu­lega er töl­um um með­al­laun Ís­lend­inga fleygt fram í um­ræð­unni og þau gjarn­an sögð vera óvenju­há í sam­an­burði við önn­ur lönd. Í fyrra voru heild­ar­laun full­vinn­andi fólks að með­al­tali 935.000 þús­und krón­ur á mán­uði. Hins veg­ar fær flest starf­andi fólk mán­að­ar­laun sem eru lægri en þetta með­al­tal. Að ýmsu þarf að gæta þeg­ar með­al­tal­ið er rætt því hlut­fall­ið seg­ir ekki alla sög­una.

Mest lesið í mánuðinum

Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
1
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
3
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
4
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.
„Ég var bara niðurlægð“
5
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Running Tide og ráðherrarnir - Koma af fjöllum um eftirlitsleysið
8
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide og ráð­herr­arn­ir - Koma af fjöll­um um eft­ir­lits­leys­ið

Blaða­menn Heim­ild­ar­inn­ar tóku við­töl við þrjá ráð­herra um að­komu þeirra að því að Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til starf­semi á Ís­landi. Um­hverf­is­ráð­herra sagði ein­ung­is hafa haft full­yrð­ing­ar for­svars­manna fyr­ir­tæk­is­ins fyr­ir því að starf­sem­in væri „stærsta ein­staka kol­efn­is­föng­un­ar­verk­efni í heimi“. Ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ist ekki geta svar­að því hvort hún hafi skap­að for­dæmi sem leyfi nú að af­gangstimbri verði hent í sjó­inn í stór­um stíl.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár