Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Kína lætur skína í tennurnar

Kín­verski drek­inn er far­inn að bíta frá sér. Spáð er yf­ir­vof­andi stríðs­átök­um Kín­verja og Banda­ríkj­anna.

Kína lætur skína í tennurnar
Maðurinn í miðið Xi Jinping, æðstráðandi í Kína, klappar ásamt öðrum fulltrúum kínverska Kommúnistaflokksins breyttum kosningalögum í Hong Kong 10. mars síðastliðinn. Mynd: NICOLAS ASFOURI / AFP

Harðorð yfirlýsing um Ísland er ein birtingarmynd breyttrar utanríkisstefnu Kínverja. Harðlínumenn innan Kommúnistaflokksins virðast hafa náð undirtökunum og reka sífellt harðari stefnu jafnt innanlands sem utan. Kínversk stjórnvöld ógna nágrönnum sínum, hafna allri gagnrýni vegna mannréttindabrota og ætla sér að kollvarpa núverandi skipulagi alþjóðamála að mati sérfræðinga.

Í júlí á þessu ári verða liðin 100 ár frá stofnun kínverska Kommúnistaflokksins. Stofnmeðlimir voru aðeins um fimmtíu talsins og hittust í gömlu og hrörlegu húsi í Sjanghæ. Innan við þremur áratugum síðar var þessi félagsskapur búinn að sölsa undir sig öll völd í þessu fjölmennasta ríki heims, reka burt innrásarlið Japana og stofna kommúnistastjórn byltingarleiðtogans Mao Zedong. 

Til að skilja stöðu Kommúnistaflokksins í kínversku samfélagi, bæði þá og nú, er nauðsynlegt að átta sig á því sem á undan hafði gengið. Kínverjar tala um tímabilið frá 1839 til 1949 sem ‘Öld niðurlægingarinnar’ og líta á það sem eitt sorglegasta tímabil þessarar mörg …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár