Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Ný rannsókn segir markað í Wuhan upprunastað faraldursins

Að minnsta kosti tvö kór­óna­veiru­smit urðu úr lif­andi dýr­um yf­ir í fólk á Huan­an-mark­aðn­um í Wu­h­an í Kína sam­kvæmt nýrri ritrýndri rann­sókn hóps vís­inda­manna. Gögn eru ekki sögð styðja við kenn­ingu um að veir­an hafi slopp­ið frá til­rauna­stofu.

Ný rannsókn segir markað í Wuhan upprunastað faraldursins
Huanan markaðurinn Markaðnum í Wuhan var lokað 1. janúar 2020, sýni tekin og allt svæðið sótthreinsað. Mynd: AFP

Tímaritið Science birti í gær tvær ritrýndar fræðigreinar byggðar á rannsóknum hóps vísindamanna á uppruna SARS-CoV-2 kórónaveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar urðu að minnsta kosti tvö aðskilin smit frá lifandi dýrum yfir í mannfólk, líklegast á Huanan markaðnum í Wuhan í Kína þar sem ýmis lifandi dýr voru til sölu.

Að sögn vísindamannanna styðja gögnin ekki við þá kenningu að veiran hafi sloppið af tilraunastofu Stofnunar veirufræða í Wuhan. „Smit úr dýrum á Huanan markaðnum er eina upprunakenningin sem passar við öll sönnunargögnin,“ segir Dr. Angela Rasmussen, veirufræðingur úr hópnum.

Önnur greinin dregur fram þá mynd að fyrstu smitin í lok árs 2019 hafi öll verið í nálægð við Huanan markaðinn þar sem dýrategundir sem viðkvæmar eru fyrir kórónaveirusmitum hafi verið seldar. Jákvæð veirusýni sem tekin voru á markaðnum hafi fundist á svæðinu þar sem dýrin voru í búrum. Því gefi greiningin til kynna að uppruni faraldursins sé í gegnum sölu á lifandi dýrum í Kína og að Huanan markaðurinn hafi verið þungamiðja hans. Þetta hafi verið sú ályktun sem fyrst var dregin þegar faraldurinn hófst og gögnin styðji nú við. Þá hafi aðrir faraldrar byrjað með sama hætti, þar á meðal SARS kórónaveirufaraldurinn 2002-2003.

Hin greinin byggir á erfðafræðilegri rannsókn á fyrstu smitunum í lok árs 2019 fram til febrúar 2020. Hún sýnir að líklegast voru tvö mismunandi afbrigði veirunnar á sveimi sem smituðust hvort í sínu lagi frá dýrum í menn. Fyrsta smitið hafi átt sér stað í kringum 18. nóvember 2019, en það seinna nokkrum vikum síðar. Því sé ólíklegt að veiran hafi borist í mannfólk fyrir nóvember 2019 og eins og með fyrri kórónaveirur sé Covid-19 faraldurinn líklegast afleiðing nokkurra smita frá dýrum í mannfólk.

Stærstu spurningunni svarað

Dr. Rasmussen segir einstaklega ólíkt að uppruni veirunnar hafi átt sér stað annars staðar. Til að kenningin um leka af tilraunastofu héldi vatni þyrfti sérstaklega ólíkleg atburðarás að hafa átt sér stað. „Starfsmaður 1 sýkist af einu afbrigði á Stofnun veirufræða í Wuhan og fer beint á markaðinn og smitar aðeins fólk þegar hann er kominn á staðinn,“ útskýrir Dr. Rasmussen. „Viku síðar smitast starfsmaður 2 af hinu afbrigðinu á Stofnuninni og fer líka beint á Huanan markaðinn.“

Ekki frá tilraunastofu, ekki úr helli, ekki af tannlæknastofu.
Dr. Angela Rasmussen
um uppruna Covid-19 faraldursins

Mun líklegra sé að veiran hafi gengið um meðal dýranna á markaðnum og að tvær manneskjur hafi smitast þar beint frá dýrum. „Mörgum spurningum er enn ósvarað,“ segir Dr. Rasmussen. „Hvaða dýr voru sýkt? Hvaðan komu þau? Eru aðrar kórónaveirur á dreifingu meðal þeirra? Þetta eru spurningar sem skipta máli við að skilja áhættuna af næsta kórónaveirufaraldri. Við sumum fáum við kannski aldrei svör. En við höfum svarað þeirri stærstu hér. Faraldurinn hófst með að minnsta kosti tveimur smitum úr dýrum sem voru til sölu á Huanan markaðnum yfir í menn. Ekki frá tilraunastofu, ekki úr helli, ekki af tannlæknastofu. Þetta er ekki skoðun okkar. Þetta er rannsókn byggð á gögnum sem fór í gegnum stífa ritrýningu.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • BH
    Bjarki Hilmarsson skrifaði
    Og hvaða gögn studdust þessir rannsakendur við? Kínversk stjórnvöld stöðvuðu allann aðgang að gögnum og svæðinu í heild í meira en ár eftir að faraldurinn braust út. Það er vitað að þarna var verið að vinna að genabreytingum á þessum vírus. Það eru ekki sömu gæðastaðlar á kínverskum rannsóknarstofum og tíðkast í öðrum löndum, t.d. eru ekki notuð RNA hreinsiefni til að hreinsa yfirborð og hluti í rannsóknarstofunum í lok dags o.s.fv https://youtu.be/Ed1xOylQBu0
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
3
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Aðstoð Brynjars við Jón átti þátt í yfirburðahæfi
5
Fréttir

Að­stoð Brynj­ars við Jón átti þátt í yf­ir­burða­hæfi

Hæfn­is­nefnd­in sem komst að nið­ur­stöðu um að Brynj­ar Ní­els­son vara­þing­mað­ur væri hæf­ast­ur til að verða dóm­ari við Hér­aðs­dóm Reykja­vík­ur horfði sér­stak­lega til starfa hans sem póli­tísks að­stoð­ar­manns Jóns Gunn­ars­son­ar í dóms­mála­ráðu­neyt­inu. Meiri­hluti um­sækj­enda dró um­sókn­ina til baka eft­ir að þeir voru upp­lýst­ir um hverj­ir aðr­ir sóttu um.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár