Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Ný rannsókn segir markað í Wuhan upprunastað faraldursins

Að minnsta kosti tvö kór­óna­veiru­smit urðu úr lif­andi dýr­um yf­ir í fólk á Huan­an-mark­aðn­um í Wu­h­an í Kína sam­kvæmt nýrri ritrýndri rann­sókn hóps vís­inda­manna. Gögn eru ekki sögð styðja við kenn­ingu um að veir­an hafi slopp­ið frá til­rauna­stofu.

Ný rannsókn segir markað í Wuhan upprunastað faraldursins
Huanan markaðurinn Markaðnum í Wuhan var lokað 1. janúar 2020, sýni tekin og allt svæðið sótthreinsað. Mynd: AFP

Tímaritið Science birti í gær tvær ritrýndar fræðigreinar byggðar á rannsóknum hóps vísindamanna á uppruna SARS-CoV-2 kórónaveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar urðu að minnsta kosti tvö aðskilin smit frá lifandi dýrum yfir í mannfólk, líklegast á Huanan markaðnum í Wuhan í Kína þar sem ýmis lifandi dýr voru til sölu.

Að sögn vísindamannanna styðja gögnin ekki við þá kenningu að veiran hafi sloppið af tilraunastofu Stofnunar veirufræða í Wuhan. „Smit úr dýrum á Huanan markaðnum er eina upprunakenningin sem passar við öll sönnunargögnin,“ segir Dr. Angela Rasmussen, veirufræðingur úr hópnum.

Önnur greinin dregur fram þá mynd að fyrstu smitin í lok árs 2019 hafi öll verið í nálægð við Huanan markaðinn þar sem dýrategundir sem viðkvæmar eru fyrir kórónaveirusmitum hafi verið seldar. Jákvæð veirusýni sem tekin voru á markaðnum hafi fundist á svæðinu þar sem dýrin voru í búrum. Því gefi greiningin til kynna að uppruni faraldursins sé í gegnum sölu á lifandi dýrum í Kína og að Huanan markaðurinn hafi verið þungamiðja hans. Þetta hafi verið sú ályktun sem fyrst var dregin þegar faraldurinn hófst og gögnin styðji nú við. Þá hafi aðrir faraldrar byrjað með sama hætti, þar á meðal SARS kórónaveirufaraldurinn 2002-2003.

Hin greinin byggir á erfðafræðilegri rannsókn á fyrstu smitunum í lok árs 2019 fram til febrúar 2020. Hún sýnir að líklegast voru tvö mismunandi afbrigði veirunnar á sveimi sem smituðust hvort í sínu lagi frá dýrum í menn. Fyrsta smitið hafi átt sér stað í kringum 18. nóvember 2019, en það seinna nokkrum vikum síðar. Því sé ólíklegt að veiran hafi borist í mannfólk fyrir nóvember 2019 og eins og með fyrri kórónaveirur sé Covid-19 faraldurinn líklegast afleiðing nokkurra smita frá dýrum í mannfólk.

Stærstu spurningunni svarað

Dr. Rasmussen segir einstaklega ólíkt að uppruni veirunnar hafi átt sér stað annars staðar. Til að kenningin um leka af tilraunastofu héldi vatni þyrfti sérstaklega ólíkleg atburðarás að hafa átt sér stað. „Starfsmaður 1 sýkist af einu afbrigði á Stofnun veirufræða í Wuhan og fer beint á markaðinn og smitar aðeins fólk þegar hann er kominn á staðinn,“ útskýrir Dr. Rasmussen. „Viku síðar smitast starfsmaður 2 af hinu afbrigðinu á Stofnuninni og fer líka beint á Huanan markaðinn.“

Ekki frá tilraunastofu, ekki úr helli, ekki af tannlæknastofu.
Dr. Angela Rasmussen
um uppruna Covid-19 faraldursins

Mun líklegra sé að veiran hafi gengið um meðal dýranna á markaðnum og að tvær manneskjur hafi smitast þar beint frá dýrum. „Mörgum spurningum er enn ósvarað,“ segir Dr. Rasmussen. „Hvaða dýr voru sýkt? Hvaðan komu þau? Eru aðrar kórónaveirur á dreifingu meðal þeirra? Þetta eru spurningar sem skipta máli við að skilja áhættuna af næsta kórónaveirufaraldri. Við sumum fáum við kannski aldrei svör. En við höfum svarað þeirri stærstu hér. Faraldurinn hófst með að minnsta kosti tveimur smitum úr dýrum sem voru til sölu á Huanan markaðnum yfir í menn. Ekki frá tilraunastofu, ekki úr helli, ekki af tannlæknastofu. Þetta er ekki skoðun okkar. Þetta er rannsókn byggð á gögnum sem fór í gegnum stífa ritrýningu.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • BH
    Bjarki Hilmarsson skrifaði
    Og hvaða gögn studdust þessir rannsakendur við? Kínversk stjórnvöld stöðvuðu allann aðgang að gögnum og svæðinu í heild í meira en ár eftir að faraldurinn braust út. Það er vitað að þarna var verið að vinna að genabreytingum á þessum vírus. Það eru ekki sömu gæðastaðlar á kínverskum rannsóknarstofum og tíðkast í öðrum löndum, t.d. eru ekki notuð RNA hreinsiefni til að hreinsa yfirborð og hluti í rannsóknarstofunum í lok dags o.s.fv https://youtu.be/Ed1xOylQBu0
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Baráttan fyrir því „dýrmætasta og fallegasta“
2
Viðtal

Bar­átt­an fyr­ir því „dýr­mæt­asta og fal­leg­asta“

Bar­átta fyr­ir vernd­un út­sýn­is­ins úr Laug­ar­nesi yf­ir í Við­ey hef­ur leitt sam­an þær Þuríði Sig­urð­ar­dótt­ur og Stein­unni Jó­hann­es­dótt­ur sem telja okk­ur sem nú lif­um ekki hafa leyfi til þess að eyði­leggja þá fögru sjónása sem Reyk­vík­ing­ar hafa getað not­ið um ald­ir. „Þetta er lít­ill blett­ur sem við þurf­um að slást um al­gjör­lega upp á líf og dauða,“ seg­ir Stein­unn.
Ekki hægt að friðlýsa útsýnið
3
Úttekt

Ekki hægt að frið­lýsa út­sýn­ið

All­víða á höf­uð­borg­ar­svæð­inu stend­ur venju­legt fólk í slag um út­sýni til hafs, fjalla og eyja. Einn slík­ur slag­ur varð­ar Laug­ar­nes­ið, sem Minja­stofn­un hef­ur vilj­að frið­lýsa, reynd­ar í óþökk Reykja­vík­ur­borg­ar. Jarð­efni sem fært var úr grunni nýs Land­spít­ala mynd­ar nú land­fyll­ingu sem senn verð­ur enn stærri. Út­sýni til Við­eyj­ar gæti tap­ast, óháð öll­um frið­lýs­ingaráform­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
6
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
4
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár