Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Ný rannsókn segir markað í Wuhan upprunastað faraldursins

Að minnsta kosti tvö kór­óna­veiru­smit urðu úr lif­andi dýr­um yf­ir í fólk á Huan­an-mark­aðn­um í Wu­h­an í Kína sam­kvæmt nýrri ritrýndri rann­sókn hóps vís­inda­manna. Gögn eru ekki sögð styðja við kenn­ingu um að veir­an hafi slopp­ið frá til­rauna­stofu.

Ný rannsókn segir markað í Wuhan upprunastað faraldursins
Huanan markaðurinn Markaðnum í Wuhan var lokað 1. janúar 2020, sýni tekin og allt svæðið sótthreinsað. Mynd: AFP

Tímaritið Science birti í gær tvær ritrýndar fræðigreinar byggðar á rannsóknum hóps vísindamanna á uppruna SARS-CoV-2 kórónaveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar urðu að minnsta kosti tvö aðskilin smit frá lifandi dýrum yfir í mannfólk, líklegast á Huanan markaðnum í Wuhan í Kína þar sem ýmis lifandi dýr voru til sölu.

Að sögn vísindamannanna styðja gögnin ekki við þá kenningu að veiran hafi sloppið af tilraunastofu Stofnunar veirufræða í Wuhan. „Smit úr dýrum á Huanan markaðnum er eina upprunakenningin sem passar við öll sönnunargögnin,“ segir Dr. Angela Rasmussen, veirufræðingur úr hópnum.

Önnur greinin dregur fram þá mynd að fyrstu smitin í lok árs 2019 hafi öll verið í nálægð við Huanan markaðinn þar sem dýrategundir sem viðkvæmar eru fyrir kórónaveirusmitum hafi verið seldar. Jákvæð veirusýni sem tekin voru á markaðnum hafi fundist á svæðinu þar sem dýrin voru í búrum. Því gefi greiningin til kynna að uppruni faraldursins sé í gegnum sölu á lifandi dýrum í Kína og að Huanan markaðurinn hafi verið þungamiðja hans. Þetta hafi verið sú ályktun sem fyrst var dregin þegar faraldurinn hófst og gögnin styðji nú við. Þá hafi aðrir faraldrar byrjað með sama hætti, þar á meðal SARS kórónaveirufaraldurinn 2002-2003.

Hin greinin byggir á erfðafræðilegri rannsókn á fyrstu smitunum í lok árs 2019 fram til febrúar 2020. Hún sýnir að líklegast voru tvö mismunandi afbrigði veirunnar á sveimi sem smituðust hvort í sínu lagi frá dýrum í menn. Fyrsta smitið hafi átt sér stað í kringum 18. nóvember 2019, en það seinna nokkrum vikum síðar. Því sé ólíklegt að veiran hafi borist í mannfólk fyrir nóvember 2019 og eins og með fyrri kórónaveirur sé Covid-19 faraldurinn líklegast afleiðing nokkurra smita frá dýrum í mannfólk.

Stærstu spurningunni svarað

Dr. Rasmussen segir einstaklega ólíkt að uppruni veirunnar hafi átt sér stað annars staðar. Til að kenningin um leka af tilraunastofu héldi vatni þyrfti sérstaklega ólíkleg atburðarás að hafa átt sér stað. „Starfsmaður 1 sýkist af einu afbrigði á Stofnun veirufræða í Wuhan og fer beint á markaðinn og smitar aðeins fólk þegar hann er kominn á staðinn,“ útskýrir Dr. Rasmussen. „Viku síðar smitast starfsmaður 2 af hinu afbrigðinu á Stofnuninni og fer líka beint á Huanan markaðinn.“

Ekki frá tilraunastofu, ekki úr helli, ekki af tannlæknastofu.
Dr. Angela Rasmussen
um uppruna Covid-19 faraldursins

Mun líklegra sé að veiran hafi gengið um meðal dýranna á markaðnum og að tvær manneskjur hafi smitast þar beint frá dýrum. „Mörgum spurningum er enn ósvarað,“ segir Dr. Rasmussen. „Hvaða dýr voru sýkt? Hvaðan komu þau? Eru aðrar kórónaveirur á dreifingu meðal þeirra? Þetta eru spurningar sem skipta máli við að skilja áhættuna af næsta kórónaveirufaraldri. Við sumum fáum við kannski aldrei svör. En við höfum svarað þeirri stærstu hér. Faraldurinn hófst með að minnsta kosti tveimur smitum úr dýrum sem voru til sölu á Huanan markaðnum yfir í menn. Ekki frá tilraunastofu, ekki úr helli, ekki af tannlæknastofu. Þetta er ekki skoðun okkar. Þetta er rannsókn byggð á gögnum sem fór í gegnum stífa ritrýningu.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • BH
    Bjarki Hilmarsson skrifaði
    Og hvaða gögn studdust þessir rannsakendur við? Kínversk stjórnvöld stöðvuðu allann aðgang að gögnum og svæðinu í heild í meira en ár eftir að faraldurinn braust út. Það er vitað að þarna var verið að vinna að genabreytingum á þessum vírus. Það eru ekki sömu gæðastaðlar á kínverskum rannsóknarstofum og tíðkast í öðrum löndum, t.d. eru ekki notuð RNA hreinsiefni til að hreinsa yfirborð og hluti í rannsóknarstofunum í lok dags o.s.fv https://youtu.be/Ed1xOylQBu0
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Öld „kellingabókanna“
4
Greining

Öld „kell­inga­bók­anna“

„Síð­asta ára­tug­inn hafa bæk­ur nokk­urra kvenna sem fara á til­finn­inga­legt dýpi sem lít­ið hef­ur ver­ið kann­að hér áð­ur flot­ið upp á yf­ir­borð­ið,“ skrif­ar Sal­vör Gull­brá Þór­ar­ins­dótt­ir og nefn­ir að í ár eigi það sér­stak­lega við um bæk­ur Guð­rún­ar Evu og Evu Rún­ar: Í skugga trjánna og Eldri kon­ur. Hún seg­ir skáld­kon­urn­ar tvær fara á dýpt­ina inn í sjálf­ar sig, al­gjör­lega óhrædd­ar við að vera gagn­rýn­ar á það sem þær sjá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
3
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
5
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
6
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár