Alþjóðlega geimstöðin er sú stærsta sem mannkynið hefur byggt og hægt er að sjá hana með berum augum frá jörðinni á heiðskírum nóttum. Hún hefur verið starfhæf frá árinu 1998 og er samstarfsverkefni fimm geimvísindastofnana frá Bandaríkjunum, Rússlandi, Japan, Evrópu og Kanada. Það voru þó Bandaríkjamenn og Rússar sem áttu langstærstan þátt og byggðu allar 16 einingar stöðvarinnar sem síðan voru tengdar saman á sporbraut um jörðu. Tíu einingar tilheyra bandaríska hluta stöðvarinnar en sex eru byggðar og reknar af Rússum.
250
ISS stöðin er eitt mesta afrek á sviði geimvísinda frá upphafi og átti að marka nýtt upphaf geimferða þar sem ríki heimsins myndu starfa saman í staðinn fyrir að vera í kapphlaupi líkt og í kalda stríðinu. Það hefur gengið vel hingað til og tæplega 250 geimfarar frá 19 löndum hafa varið tíma um borð við …
Athugasemdir