Rekstur Morgunblaðsins skilaði 113 milljóna króna tapi á síðasta ári, sem er um hundrað milljónum króna betri niðurstaða en árið áður, þegar rekstrartapið var 210 milljónir. Hagnaður upp á 110 milljónir var hins vegar af útgáfufélagi blaðsins, Árvakri, vegna hlutdeildar í hagnaði Landsprents og Póstdreifingar. Það er í fyrsta sinn sem útgáfufélagið er rekið með hagnaði síðan nýir eigendur tóku blaðið yfir í kjölfar hrunsins.
Prentsmiðjan skilaði 195 milljóna króna hagnaði og Póstdreifing, sem Árvakur á með Torgi, útgefanda Fréttablaðsins og fleiri fjölmiðla, skilaði 58 milljóna hagnaði. Önnur dótturfélög skiluðu tapi en heilt yfir hagnaðist Árvakur um tæpar 243 milljónir á eignarhlutum sínum í öðrum félögum.
Útgáfufélagið er hins vegar líka einn stærsti viðskiptavinur prentsmiðjunnar Landsprents og Póstdreifingar, sem meðal annars prenta og dreifa Morgunblaðinu. Samkvæmt ársreikningi síðasta árs námu viðskipti við dótturfélög samtals 1,2 milljarði …
https://is.wikipedia.org/wiki/Gu%C3%B0mundar-_og_Geirfinnsm%C3%A1li%C3%B0