Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Hundrað milljóna tap af útgáfu Moggans

Rekst­ur Morg­un­blaðs­ins skil­aði 113 millj­óna króna tapi á síð­asta ári. Út­gáfu­fé­lag blaðs­ins, Ár­vak­ur, skil­aði þó um 110 millj­óna hagn­aði vegna hlut­deild­ar í hagn­aði prent­smiðju fé­lags­ins og Póst­dreif­ing­ar.

Hundrað milljóna tap af útgáfu Moggans
Ritstjórinn Davíð Oddsson var ráðinn ritstjóri Morgunblaðsins í september 2009 ásamt Haraldi Johannessyni, sem einnig er framkvæmdastjóri Árvakurs, útgáfufélags blaðsins. Mynd: Sigtryggur Ari

Rekstur Morgunblaðsins skilaði 113 milljóna króna tapi á síðasta ári, sem er um hundrað milljónum króna betri niðurstaða en árið áður, þegar rekstrartapið var 210 milljónir. Hagnaður upp á 110 milljónir var hins vegar af útgáfufélagi blaðsins, Árvakri, vegna hlutdeildar í hagnaði Landsprents og Póstdreifingar. Það er í fyrsta sinn sem útgáfufélagið er rekið með hagnaði síðan nýir eigendur tóku blaðið yfir í kjölfar hrunsins. 

Prentsmiðjan skilaði 195 milljóna króna hagnaði og Póstdreifing, sem Árvakur á með Torgi, útgefanda Fréttablaðsins og fleiri fjölmiðla, skilaði 58 milljóna hagnaði. Önnur dótturfélög skiluðu tapi en heilt yfir hagnaðist Árvakur um tæpar 243 milljónir á eignarhlutum sínum í öðrum félögum. 

Útgáfufélagið er hins vegar líka einn stærsti viðskiptavinur prentsmiðjunnar Landsprents og Póstdreifingar, sem meðal annars prenta og dreifa Morgunblaðinu. Samkvæmt ársreikningi síðasta árs námu viðskipti við dótturfélög samtals 1,2 milljarði …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kári Jónsson skrifaði
    Árvakur ætti sér mun betri framtíð sem rekstrahæfur fjölmiðill, eingöngu með því að skipta út helsta nýfrjálshyggju-nöttara og fyrrverandi formanni Sjálfstæðisflokksinns.
    1
  • Örn Ægir Reynisson skrifaði
    Íslenskt réttarfar í hundrað ár
    https://is.wikipedia.org/wiki/Gu%C3%B0mundar-_og_Geirfinnsm%C3%A1li%C3%B0
    0
  • Örn Ægir Reynisson skrifaði
    Það þarf að kljúfa fjölmiðlamarkaðin til mergar á Íslandi engin tilviljun eins og þetta er í pottin búið fyrir valdið. RÚV stjórnvalda ríkistyrktur og ritskoðaður dóminerar markaðin og hirðir auglýsingtekjur frá hinum. Skrautlegt, svo er mafían órjúfanlegur hluti af spilltu valdakerfinu notuð til að viðhalda vissri ógn. Hún nýur sérstakrar verndar fjölmiðla og yfirvalda sem stjórna fyrirbærinu hún er alltumlykjandi og notar bæði ríkisvaldið ólöglega og fjármálakerfið til að reyna að þagga niður í óæskilegum borgurum og þeim sem kvarta yfir henni. Ég kvartaði m.a yfir bíltúr með Geirfinni Einarssyni og fékk yfir mig hefndaraðgerðirnar með margra milljóna tjóni árás frá yfirvöldum hrein og klár misnotkun á dómskerfinu. Svo sauðadofnir bældir og barðir eru þessir aumingjar að sætta sig við þetta ástand ( hugsanlega hræddor um að fá sömu meðferð og Julian Assagne)þar sem stofnanir ríkisins styðja við og fremja lögbrot á almenna borgara til þagga niður í þeim og þjóna innmúruðum sem eru hafnir yfir lög í þessu umhverfi sem siðlausir hafa verið að skapa á áratugum ( sjá grein eftir Þorvald Gylfason hæstiréttur í hundrað ár) Kommaspilling er svartasta vandamálið á Íslandi og ryður veginn fyrir alla hina vitleisuna, Stjórnmálamenn á vesturlöndum hafa horft á of margar Goodfather myndir og fjölmiðlaumhverfið svo skrautlegt að lýðræðinu og réttarríkinu(sem varla er til staðar lengur) stendur ógn af
    -1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár