Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Skýrslan um Laugaland frestast enn

Til stóð að kynna ráð­herr­um nið­ur­stöð­ur rann­sókn­ar á því hvort börn hefðu ver­ið beitt of­beldi á með­ferð­ar­heim­il­inu Laugalandi á morg­un, 29. júní. Ekki verð­ur af því og enn er alls óvíst hvenær skýrsl­an verð­ur gef­in út.

Skýrslan um Laugaland frestast enn
Tilbúin en ekki birt Skýrslunni um meðferðarheimilið á Laugalandi var skilað fyrir mánuði en hún hefur þó ekki enn verið gefin út. Mynd: Auðunn Níelsson

Niðurstöður rannsóknar á því hvort börn hafi verið beitt ofbeldi eða illri meðferð á meðferðarheimilinu Laugalandi, áður Varpholti, verður ekki kynnt ráðherrum á morgun eins og til stóð. Skýrsla nefndar sem falið var að rannsaka starfsemi meðferðarheimilisins er enn til meðferðar hjá Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála, þrátt fyrir að henni hafi verið skilað fyrir um mánuði síðan.

Til stóð að kynna niðurstöður skýrslunnar fyrir félags- og vinnumarkaðsráðherra og mennta- og barnamálaráðherra á sameiginlegum fundi á morgun en þó hafði sá fundartími ekki verið staðfestur að fullu. Nú er orðið ljóst að af þeim fundi verður ekki. Ástæðan mun vera sú að Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála hefur enn ekki lokið yfirferð sinni yfir skýrsluna. Samkvæmt upplýsingum Stundarinnar er verið að rýna skýrsluna, meðal annars út frá persónuverndarsjónarmiðum.

Ekki hefur verið fastsettur nýr fundartími til að kynna skýrsluna í ráðuneytunum. Heimildir Stundarinnar herma að óþolinmæði sé farið að gæta þeim megin en á móti hafi félagsmálaráðuneytið, sem Gæða- og velferðarstofnun heyrir undir, ekki boðvald yfir stofnuninni í efnum sem þessum og vilji ekki skipta sér af skilum á skýrslunni þó æskilegt væri að þau yrðu sem fyrst enda sumarfrí framundan.

Upphaflega stóð til að skýrslunni yrði skilað um síðustu áramót. Þegar ekki varð af því var þeim skilum frestað til mars mánaðar og síðan til loka aprílmánaðar. Skýrslunni sjálfri var skilað af hálfu rannsóknarnefndarinnar um síðustu mánaðamót. Stundin óskaði svara um hvenær til stæði að gefa skýrsluna út og hvað ylli hinum miklu töfum á þeirri útgáfu með tölvupósti 28. júní til Gæða- og eftirlitsnefndar. Ekki hafði borist svar við póstinum þegar fréttin var birt.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • April Summer skrifaði
    Hvađ er veriđ ađ fela ef skýrslan er ekki birtingarhæf!!!! Skítalykt af þessu
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Laugaland/Varpholt

Vilja fá allt ofbeldið viðurkennt
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Vilja fá allt of­beld­ið við­ur­kennt

Kon­ur sem vist­að­ar voru á með­ferð­ar­heim­il­inu Varp­holti og Laugalandi eru ósátt­ar við þá nið­ur­stöðu að ekki séu vís­bend­ing­ar um að þar hafi ver­ið beitt al­var­legu eða kerf­is­bundnu lík­am­legu of­beldi. Vitn­is­burð­ur á þriðja tug kvenna um að svo hafi ver­ið sé að engu hafð­ur í skýrslu um rekst­ur með­ferð­ar­heim­il­is­ins.
Stelpurnar af Laugalandi skila skömminni
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Stelp­urn­ar af Laugalandi skila skömm­inni

65 börn voru vist­uð á með­ferð­ar­heim­il­inu í Varp­holti og á Laugalandi á ár­un­um 1997 til 2007. Þar voru þau beitt kerf­is­bundnu and­legu of­beldi auk þess sem fjöldi þeirra lýs­ir því að hafa ver­ið beitt lík­am­legu of­beldi. Sex­tán kon­ur sem vist­að­ar voru á með­ferð­ar­heim­il­inu stíga nú fram og skila skömm­inni þang­að sem hún á heima, til for­stöðu­hjóna heim­il­is­ins á þess­um tíma, starfs­fólks og barna­vernd­ar­yf­ir­valda sem brugð­ust þeim.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
2
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár