Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Skýrslan um Laugaland tilbúin en verður ekki gerð opinber strax

Rann­sókn­ar­skýrslu um hvort of­beldi hafi ver­ið beitt á með­ferð­ar­heim­il­inu Laugalandi, áð­ur Varp­holti, var skil­að um síð­ustu mán­aða­mót. Engu að síð­ur hef­ur hún ekki enn ver­ið kynnt fyr­ir ráð­herr­um. Fimmtán mán­uð­ir eru síð­an rann­sókn­in hófst. Vinna við rann­sókn á Breiða­vík­ur­heim­il­inu, sem var rek­ið leng­ur og fleiri börn dvöldu á, tók tíu mán­uði. Kon­urn­ar sem vist­að­ar voru á með­ferð­ar­heim­il­inu hafa eng­ar upp­lýs­ing­ar feng­ið um rann­sókn­ina.

Skýrslan um Laugaland tilbúin en verður ekki gerð opinber strax
Fátt um svör Fátt er um svör um ástæður þess að enn er ekki búið að birta skýrslu um rannsókn á ofbeldi á meðferðarheimilnum Varpholti og Laugalandi. Þrátt fyrir að nefnd sem rannsakaði starfsemina hafi skilað skýrslunni af sér um síðustu mánaðamót hafa konurnar sem lýst hafa ofbeldi sem þær urðu fyrir á heimilinu ekkert frétt enn. Mynd: Páll Stefánsson

Nefnd, sem falið var að kanna hvort börn sem vistuð voru á meðferðarheimilinu Laugalandi, áður Varpholti, í Eyjafirði hefðu sætt illri meðferð eða verið beitt ofbeldi, hefur lokið vinnu sinni og skilaði skýrslu þar um um síðustu mánaðamót. Engu að síður hefur skýrslan enn ekki verið kynnt ráðherra eða birt opinberlega og þeim konum sem vistaðar voru á heimilinu hefur ekki verið gerð grein fyrir því sem í henni kemur fram.

Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála var falið að kanna rekstur Laugalands, áður Varpholts, 23. febrúar 2021. Skipuð var fjögurra manna nefnd sem sinna átti þeirri könnun. Samkvæmt verkáætlun voru aðilar málsins 101 talsins, að undanskildum starfsmönnum barnaverndarnefnda, og átti að bjóða þeim öllum að taka þátt í könnuninni. Samkvæmt verkáætlun átti könnuninni að vera lokið um síðustu áramót, en sú áætlun stóðst ekki og voru ekki settar fram neinar skýringar þar á. Síðar var boðað að skila ætti niðurstöðum rannsóknarinnar …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Laugaland/Varpholt

Vilja fá allt ofbeldið viðurkennt
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Vilja fá allt of­beld­ið við­ur­kennt

Kon­ur sem vist­að­ar voru á með­ferð­ar­heim­il­inu Varp­holti og Laugalandi eru ósátt­ar við þá nið­ur­stöðu að ekki séu vís­bend­ing­ar um að þar hafi ver­ið beitt al­var­legu eða kerf­is­bundnu lík­am­legu of­beldi. Vitn­is­burð­ur á þriðja tug kvenna um að svo hafi ver­ið sé að engu hafð­ur í skýrslu um rekst­ur með­ferð­ar­heim­il­is­ins.
Stelpurnar af Laugalandi skila skömminni
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Stelp­urn­ar af Laugalandi skila skömm­inni

65 börn voru vist­uð á með­ferð­ar­heim­il­inu í Varp­holti og á Laugalandi á ár­un­um 1997 til 2007. Þar voru þau beitt kerf­is­bundnu and­legu of­beldi auk þess sem fjöldi þeirra lýs­ir því að hafa ver­ið beitt lík­am­legu of­beldi. Sex­tán kon­ur sem vist­að­ar voru á með­ferð­ar­heim­il­inu stíga nú fram og skila skömm­inni þang­að sem hún á heima, til for­stöðu­hjóna heim­il­is­ins á þess­um tíma, starfs­fólks og barna­vernd­ar­yf­ir­valda sem brugð­ust þeim.
Skýrslan um Laugaland: Stúlkurnar voru beittar kerfisbundnu og alvarlegu andlegu ofbeldi
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Skýrsl­an um Lauga­land: Stúlk­urn­ar voru beitt­ar kerf­is­bundnu og al­var­legu and­legu of­beldi

Nið­ur­staða skýrslu Gæða- og eft­ir­lits­stofn­un­ar vel­ferð­ar­mála slær því föstu að stúlk­ur sem vist­að­ar voru á með­ferð­ar­heim­il­inu hafi ver­ið beitt­ar and­legu of­beldi. Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem rætt var við lýsti því að hafa ver­ið beitt­ar lík­am­legu of­beldi og fjöldi til við­bót­ar stað­festi að hafa orð­ið vitni að slíku. Barna­vernd­ar­stofa brást hlut­verki sínu.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár