„Línuleg dagskrá hélt okkur saman á jörðinni. Það voru allir að hlusta á þríeykið,“ rifjar Eirún Sigurðardóttir upp og heldur áfram, „maður er ekkert að hámhorfa á það mörgum mánuðum seinna, það var mikilvægt að þau voru í beinni.“ Eirún saumaði Refilinn sinn, umfangsmikið útsaumsverk, á Covid-árunum. Covid og óvissa og óhefðbundnir lifnaðarhættir tímabilsins fléttast í verkið, en líka venjuleg mennska, eða kvennska eins og Eirún segir, að ógleymdri línulegri gufu.
Verkið er unnið í rauntíma, ekki vitandi hvernig næsti kafli yrði og þess þá heldur hvernig lokaútkoman myndi líta út. „Verkið er pikkfast í þessum tíma,“ segir Eirún.
Athugasemdir