Apabóla (e. monkeypox, MPX) er vel þekktur en sjaldgæfur smitsjúkdómur sem er landlægur í Mið- og Vestur-Afríku. Sjúkdómurinn er vegna veirusýkingar af völdum apabóluveirunnar (e. monkeypox virus, MPXV) og berst sjúkdómurinn helst frá dýrum, aðallega nagdýrum, til manna en smit milli manna er einnig mögulegt. Veiran berst sjaldan frá öpum til manna en nafnið apabóla kemur til vegna þess að veiran fannst fyrst í öpum árið 1958. Apabóluveiran er náskyld veirunni sem olli stóru-bólu eða bólusótt, bráðsmitandi sjúkdómi sem drap hundruð milljóna manna á 20. öldinni.
Fyrsta tilfelli apabólu í mönnum greindist í 9 mánaða gömlum dreng í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó árið 1970. Síðan þá hefur sjúkdómurinn verið almennt sjaldgæfur en tilfelli hafa aðallega verið að greinast í löndum í mið- og vesturhluta Afríku, einna helst í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó og Nígeríu. Nýlega hafa þó greinst yfir 1.000 tilfelli apabólu í 20 löndum Evrópu auk átta landa utan Evrópu. …
Athugasemdir