Alls staðar blasa við blá og gul flögg, límmiðar og tilkynningar á úkraínsku. Þannig heilsar Varsjá mér. Höfuðborg Póllands sem varð svo mikilvæg flóttafólki frá Úkraínu. Varsjá, sem er aðeins fjóra tíma frá landamærum Póllands og Úkraínu, er orðin heimili hundruð þúsunda flóttamanna, um stundarsakir.
Lestarstöðvar og rútumiðstöðvar eru þaktar skiltum og merkingum ætluðum til að leiðbeina fólkinu frá Úkraínu. Sjálfboðaliðar eru reiðubúnir að útskýra fyrir þeim sem nýkomin eru hvar aðstoð er að finna og leiðbeiningar um hvernig hægt er að fá ókeypis mat og húsnæði.
Þó er straumurinn af flóttafólki mun minni en var. Varsjá var við þolmörk í febrúar og mars – sama átti við um aðrar pólskar borgir – en jafnvægi hefur verið náð. Enn dvelja tugþúsundir nýrra íbúa frá Úkraínu vítt og breitt um borgina en þeir hafa náð að aðlagast aðstæðum eins og er. Fáir komu til Póllands frá Úkraínu í maímánuði.
„Fólkið frá …
Athugasemdir