„Ég veit ekki hvort ég á að ræða um þetta opinberlega eða segja ekki neitt,“ segir Viktoriya, „ég veit ekki hvort verður verra.“
Hún heitir í raun ekki Viktoriya. Hún vill leyna því hver hún er vegna þess að hún gerir örvæntingarfullar tilraunir til að bjarga eiginmanni sínum og föður. Báðir hafa verið í haldi í rússneskum síunarbúðum í næstum mánuð. Hún hefur ekki séð þá síðan um miðjan apríl.
„Ég frétti frá manni sem slapp frá þessum búðum að þeir eru á lífi,“ segir hún. „Svo ég má ekki missa vonina.“
Úkraínumenn fluttir til Rússlands
Yfir 1,2 milljónir Úkraínumanna hafa verið fluttar með ólöglegum hætti til Rússlands eða svæða sem eru undir stjórn Rússa í Úkraínu. Í það minnsta 200 þúsund þeirra eru börn. Karlmenn eru yfirleitt látnir í „síunarbúðir“ á yfirráðasvæðum hinna svokölluðu alþýðulýðvelda Donetsk og Luhansk, sem eru sýndarríki sem Rússar bjuggu til í hersetnum héruðum Austur-Úkraínu. …
Athugasemdir (1)