Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

746. spurningaþraut: Firðir, hljómsveitir og ilmhöfn

746. spurningaþraut: Firðir, hljómsveitir og ilmhöfn

Fyrri aukaspurning:

Þetta er ein vinsælasta söngkona heimsins um þessar mundir. Hún ber ættarnöfnin Mebarak Ripoll en er kunn undir skírnarnafni sínu. Og það er ...?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvaða jólasveinn kemur næstfyrstur til byggða?

2.  Hver var eina konan sem var í hinum upprunalega Fóstbræðrahópi í sjónvarpinu?

3.  Hvaða stórhýsi er við Hverfisgötu 19 í Reykjavík?

4.  Hvað heitir bóknámsframhaldsskólinn í Hafnarfirði?

5.  Í hvaða haf fellur Dóná?

6.  Nafn hafnarborgar einnar þýðir Ilmhöfn. Ekki er ljóst hvort „ilmurinn“ var hressandi sjávarlykt sem barst þeim sem komu siglandi niður fljót að mynni þess, eða hvort merkingin vísar til reykelsisverksmiðja sem þar voru staðsettar eftir að byggð fór að vaxa. En undir hvaða nafni er Ilmhöfn þekkt um víða veröld?

7.  Hvaða heita bræðurnir sem voru til skamms tíma meðal meðlima hljómsveitarinnar Retro Stefson? Skírnarnöfn þeirra nægja.

8.  Charlie Watts var lengi trommuleikari í heimsþekktri hljómsveit. Hvaða hljómsveit?

9.  Hvaða kvennahljómsveit hefur verið rússneskum yfirvöldum nokkuð óþægur ljár í þúfu síðasta áratuginn?

10.  Á Vestfjörðum snýr fjöldi fjarða í vestur í átt að Grænlandi. Þar á meðal eru þessir — í stafrófsröð — Arnarfjörður, Súgandafjörður, Tálknafjörður, Önundarfjörður. Raðið þeim upp í rétta röð frá norðri til suðurs. Hafa verður allt rétt til að fá stig.

***

Seinni aukaspurning:

Þetta eru húsin númer 96 og 98 við St.Mark's Place á Manhattan í New York. Þessi hús prýddu plötuumslag hjá frægri hljómsveit árið 1975. Hvaða hljómsveit var það?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Giljagaur.

2.  Helga Braga.

3.  Þjóðleikhúsið.

4.  Flensborg.

5.  Svartahaf.

6.  Hong Kong.

7.  Unnsteinn og Logi Pedro.

8.  Rolling Stones.

9.  Pussy Riot.

10.  Súgandafjörður, Önundarfjörður, Arnarfjörður, Tálknafjörður.

***

Svör við aukaspurningum:

Söngkonan er Shakira.

Hljómsveitin er Led Zeppelin. Hér má sjá umslag plötunnar Physical Graffiti.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Náum ekki verðbólgumarkmiði fyrr en 2027 – launahækkanir lykilþáttur
5
Fréttir

Ná­um ekki verð­bólgu­mark­miði fyrr en 2027 – launa­hækk­an­ir lyk­il­þátt­ur

Vara­seðla­banka­stjóri seg­ir bank­ann gera ráð fyr­ir að verð­bólga hækki aft­ur áð­ur en hún lækk­ar. Spár Seðla­bank­ans geri ráð fyr­ir að verð­bólgu­markmið ná­ist á fyrri hluta 2027. Launa­hækk­an­ir sem tryggð­ar voru í síð­ustu kjara­samn­ing­um hafi gegnt lyk­il­hlut­verki í því að við­halda inn­lend­um hluta verð­bólg­unn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár