„Sjóðurinn harmar aðkomu allra sem áttu þátt í því að koma á og stigmagna ópíóðafaraldurinn í Bandaríkjunum,“ segir framkvæmdastjóri lífeyrissjóðsins Stapa, Jóhann Steinar Jóhannsson.
Hann segir að starfsmenn fyrirtækisins hafi ekki vitað um skaðsemi morfínskyldu verkjalyfjanna sem samheitalyfjafyrirtækið Actavis seldi þegar lífeyrissjóðurinn átti hlutabréf í því. Actavis seldi næstmest allra lyfjafyrirtækja af ópíóðum, meðal annars samheitalyf OxyContins, í Bandaríkjunum á árunum 2006 til 2014 og voru þessi lyf meðal „flaggskipsvara“ lyfjafyrirtækisins. Einn af lífeyrissjóðunum sem varð að Birtu lífeyrissjóði, Lífeyrissjóður Norðurlands, átti hlutabréf í Actavis sem fyrirtækið seldi árið 2007 og hagnaðist um 1,1 milljarð króna.
Orðrétt segir Jóhann Steinar aðspurður um málið: „Ekki lá fyrir vitneskja hjá starfsmönnum sjóðsins um skaðsemi umræddra lyfja né rangfærslur í markaðssetningu frumlyfsins meðan sjóðurinn var hluthafi eða þegar tekin var …
Athugasemdir (4)