Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

„Bjarni verður að víkja“

Aug­ljóst er að Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra hef­ur gerst sek­ur um ann­að af tvennu, van­hæfni eða lög­brot, seg­ir Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir þing­mað­ur Pírata. „Það er ekki hægt að selja pabba sín­um hluta í rík­is­eign og sitja svo bara áfram eins og ekk­ert hafi í skorist.“

„Bjarni verður að víkja“
Niðurlagning Bankasýslunnar bara fyrirsláttur Þórhildur Sunna segir að verið sé að henda Banksýslunni fyrir rútuna til að draga athyglina frá ábyrgð Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra á sölunni í Íslandsbanka. Eðlilegra hefði verið að reka forsvarsmenn Bankasýslunnar í stað þess að leggja hana niður. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Þetta er bara fyrirsláttur og leið til að henda Bankasýslunni fyrir rútuna í stað þess að reka forsvarsmenn hennar, eins og fjármálaráðherra getur alveg gert. Ef honum væri alvara með að Bankasýslan hefði brugðist hlutverki sínu þá væri rétt að láta þá bara víkja, og það væri eðlilegt að gera að mínu viti.“ Þetta eru viðbrögð Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata og 2. varaformanns efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá því í morgun um söluna á hlutum í Íslandsbanka, þar sem meðal annars kemur fram að leggja eigi niður Bankasýslu ríkisins.

Í yfirlýsingunni kemur fram að ljóst sé að „framkvæmd sölunnar stóð ekki að öllu leyti undir væntingum stjórnvalda, m.a. um gagnsæi og skýra upplýsingagjöf“. Því sé þörf á að endurskoða lagaumgjörð og stofnanafyrirkomulag, vegna þeirra annmarka sem komu í ljós við söluna. Þetta segir Þórhildur Sunna að sé klassísk afvegaleiðing. „Þarna er verið að kenna lagaramma og stjórnsýslunni um það sem að öllu leyti er á ábyrgð fjármálaráðherra. Lögin sem þarna er lagt til að breyta gera þegar ráð fyrir að öllum þessum atriðum, sem ríkisstjórnin segir að hafi ekki verið nógu vel sinnt, sé sinnt.  Það er Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sem ber ábyrgð á því að sinna því að gagnsæi sé tryggt, að samráð við Alþingi sé raunverulegt. Hann hefur hins vegar ekki gengist við þeirri ábyrgð. Eina ábyrgðin sem Bjarni hefur gengist við er að hafa ekki beðið pabba sinn fyrirfram um að kaupa ekki í bankanum.“

Skýrt að ráðherra ber lagalega ábyrgð

Þórhildur Sunna bendir á að skýrt sé að það sé lagaleg ábyrgð fjármálaráðherra að fara yfir öll tilboð og samþykkja þau eða hafna. Í 4. grein laga um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum segir eftirfarandi:  „Þegar tilboð í eignarhlut liggja fyrir skal Bankasýsla ríkisins skila ráðherra rökstuddu mati á þeim. Ráðherra tekur ákvörðun um hvort tilboð skuli samþykkt eða þeim hafnað og undirritar samninga fyrir hönd ríkisins um sölu eignarhlutarins.“

„Fjármálaráðherra ber því lokaábyrgð á því hverjir urðu kaupendur í þessu ferli“
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir
þingmaður Pírata og 2. varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar

„Fjármálaráðherra ber því lokaábyrgð á því hverjir urðu kaupendur í þessu ferli. Annað hvort vissi Bjarni að pabbi sinn, auk annarra úr hruninu, voru að kaupa í bankanum og varð þar með vanhæfur til að taka þessa ákvörðun, út af fjölskyldutengslum, eða að hann vissi það ekki og fór þar með gegn lögunum. Miðað við þær tilkynningar sem hafa komið frá fjármálaráðuneytinu þá var það hið síðara. Þar segir að Bjarni hafi ekki skoðað tilboðin neitt en honum ber að gera það samkvæmt lögunum og því hefur hann brotið lög,“ segir Þórhildur Sunna.

Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er tilgreint að bæði hafi Ríkisendurskoðun hafið rannsókn á því hvort salan í Íslandsbanka hafi samrýmst lögum og góðum stjórnsýsluháttum og eins hafi fjármálaeftirlit Seðlabankdans hafið rannsókn á tilteknum þáttum sölunnar. Í yfirlýsingunni segir enn fremur að „komi fram þörf fyrir frekari rannsóknir þegar niðurstöður Ríkisendurskoðunar og Seðlabankans liggja fyrir mun ríkisstjórnin beita sér fyrir slíku á vettvangi Alþingis.“

Lýsir viðhorfi ríkisstjórnarinnar í garð Alþingis

Stjórnarandstaðan á Alþingi hefur hins vegar þegar kallað ítrekað eftir því að rannsóknarnefnd á vegum þingsins verði skipuð til að fara yfir söluna, án þess að við því hafi verið orðið af hálfu ríkisstjórnarflokkanna.

„Mér finnst þetta lýsandi fyrir viðhorf ríkisstjórnarinnar í garð eftirlitshlutverks Alþingis. Enn ætlar hún að standa í vegi fyrir því að Alþingi geti sinnt sínu eftirlitshlutverki, enn er þetta allt á forsendum ríkisstjórnarinnar, sem að auðvitað ætti að víkja svo að þingið geti rannsakað söluna á sínum forsendum,“ segir Þórhildur Sunna.

„Það er ekki tækt að fjármálaráðherra sem er staðinn að þessari vanhæfni, og lögbrotum, stjórni því hvernig hann er rannsakaður, hvenær það er gert og hvaða þættir verða rannsakaðir. Það er síðan til að bíta höfuðið af skömminni að segja svo að ef ríkisstjórninni þóknist svo þá muni hún nota þingið til að rannsaka söluna. Þau bera bara nákvæmlega enga virðingu fyrir þinginu sem eftirlitsaðila gagnvart framkvæmdavaldinu.“

Í ljósi yfirlýsingarinnar segir Þórhildur Sunna að augljóst sé að ekki standi til að setja á fót neina rannsóknarnefnd. „En við þurfum svo sem enga rannsóknarnefnd til að sjá að Bjarni verður að víkja. Það er ekki hægt að selja pabba sínum hluta í ríkiseign og sitja svo bara áfram eins og ekkert hafi í skorist.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Johannes Thor Hilmarsson skrifaði
    15. gr.
    Forsetinn skipar ráðherra og veitir þeim lausn. Hann ákveður tölu þeirra og skiptir störfum með þeim.
    1
  • Siggi Rey skrifaði
    Er ekki ferill Vellýgna Bjarna nógu spilltur! Flórinn hans verður seint hreinsaður! En til að sjá ljósglætu verður hann að fara og því fyrr því betra. Maðurinn margsaga og lýgur úr og í. Ég skora á stjórnarandstöðun að gera allt sem í hennar valdi stendur til að hætta allri meðverkni og koma gaurnum frá!
    5
  • Sigurður Haraldsson skrifaði
    Ef þetta hefur ekki afleiðingar fyrir rkíkistjórn Íslands og hún fellur þá er mjög lítið eftir til að vera sáttur við framtíðina hvað varðar stjórnun landsins.
    5
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    ALLIR ættu að lesa bókina "Hinir ósnertanlegu" !!!!

    http://herdubreid.is/hinir-osnertanlegu/

    "130 milljarðar voru afskrifaðir hjá fjölskyldufyrirtækjum Bjarna Benediktssonar"

    "Benedikt Sveinsson tók yfir á annað hundrað milljónir af einkaskuldum sonar síns, meðal annars vegna veðmála"

    "Í miðju Hruni var Bjarni ennþá að færa stórfé úr landi til að borga fyrir fasteignabrask á Flórida"

    Síðar var Bjarni Ben gerður að fjármálaráðherra í þrígang !!!
    3
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Ritið nú alla sögu Bjarna á ensku komið henni í hendur viðhlægendur Katrínar á elitudansi hennar erlendis og hún fær hvata til að taka á málinu. Eða haldið þið hún láti álit sauðsvarts almúgans a Íslandi trufla meglomaniuna sína ? Talið við viðskiptavini Samherja erlendis og eftirlitsstofnanir þar því íslensk lög reglur og verkferlar eru smíðuð að íslenskra spillingar kerfinu ekki gegn því. Eins og blaðamannaverndarlögin hennar Katrínar og þau halda nú ekki miklu vatni er það ?
    12
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Bankasýslan er meyjarfornin. Done deal. Og Bjarni stendur nema þið takið Katrínu líka, óskhyggja ykkar er aðdáunarverð en ákaflega transparent,,,international eða ekki. Það skortir alla hvata a stuðningsaðila Bjarna i ríkisstjórn til að láta ábyrgðina ná alla leið upp. Hvað viljið þið eiginlega ? Að við séum eins og Danir og látum pólitíkusa taka ábyrgð og jafnvel vera dæmdir ? Það er ekki nein feit sendiherra embætti laus einu sinni. Hár hár hár.
    8
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Salan á Íslandsbanka

Bjarni segir það Alþingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu
FréttirSalan á Íslandsbanka

Bjarni seg­ir það Al­þingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu

Bjarni Bene­dikts­son, fyrr­ver­andi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, seg­ir að hann hafi gert ráð fyr­ir bless­un þings­ins á að ekki þyrfti að gæta að hæfi hans gagn­vart hverj­um og ein­um kaup­anda á Ís­lands­banka í mars 2022. Þing­inu hefði átt að vera aug­ljóst að ekki væri hægt að fylgja hæfis­regl­um í sölu­með­ferð­inni sem val­in var. Bjarni sat fyr­ir svör­um á opn­um fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar í dag.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
4
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
5
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár