Eitt það undarlegasta við hina undarlegu ákvörðun Pútíns Rússlandsforseta að ráðast á nágrannaríki sitt er hvað honum virðist hafa tekist að fá rússnesku þjóðina með sér í lið. Og þó eru ekki allir jafn ánægðir, því allt að kvartmilljón Rússa hafa flúið land, gjarnan klárasta fólkið, og hafa sumir þeirra ratað til Íslands. Ein þeirra er María Guindess sem kom hingað með son sinn í lok mars frá heimaborginni Pétursborg, áður Leningrad. En hvers vegna kaus hún að flýja heimaland sitt?
„Ég fór vegna þess að það var ekki lengur öruggt fyrir mig í Rússlandi. Þetta var komið á það stig að ég gat ekki lengur þagað. Kannski er öruggara að segja ekki neitt og almennt er ég ekki pólitísk manneskja og hef meira gaman af að skrifa ævintýri, en ég gat ekki lengur verið þögul yfir því sem var að gerast.“
Rússar þekkja lítið frelsi
Tugir þúsunda hafa verið …
Athugasemdir (3)