Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

„Það var ekki lengur öruggt fyrir mig í Rússlandi“

María Guindess flúði til Ís­lands frá Rússlandi í mars. Hún seg­ir frá því hvernig Vla­dimir Pútín hef­ur hert að rétt­ind­um lands­manna og knú­ið fram stuðn­ing við inn­rás­ina í Úkraínu. For­eldr­ar henn­ar hafa breyst og sjálf leið hún fyr­ir spill­ingu og mann­rét­inda­brot eft­ir að hafa kært kyn­ferð­is­brot.

„Það var ekki lengur öruggt fyrir mig í Rússlandi“
Flúðu Rússland María ásamt syni sínum á mótmælum gegn Pútín, við sendiráð Rússa í vesturbæ Reykjavíkur. Mynd: Valur Gunnarsson

Eitt það undarlegasta við hina undarlegu ákvörðun Pútíns Rússlandsforseta að ráðast á nágrannaríki sitt er hvað honum virðist hafa tekist að fá rússnesku þjóðina með sér í lið. Og þó eru ekki allir jafn ánægðir, því allt að kvartmilljón Rússa hafa flúið land, gjarnan klárasta fólkið, og hafa sumir þeirra ratað til Íslands. Ein þeirra er María Guindess sem kom hingað með son sinn í lok mars frá heimaborginni Pétursborg, áður Leningrad. En hvers vegna kaus hún að flýja heimaland sitt?

„Ég fór vegna þess að það var ekki lengur öruggt fyrir mig í Rússlandi. Þetta var komið á það stig að ég gat ekki lengur þagað. Kannski er öruggara að segja ekki neitt og almennt er ég ekki pólitísk manneskja og hef meira gaman af að skrifa ævintýri, en ég gat ekki lengur verið þögul yfir því sem var að gerast.“

Rússar þekkja lítið frelsi

Tugir þúsunda hafa verið …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Bjorn Hilmarsson skrifaði
    Allra gáfaðasta fólkið hlýtur að flýja til Reykjavíkur.
    0
  • Valur Bjarnason skrifaði
    Það er skylda okkar að aðstoða konuna og barnið hennar frá þessum hryllingi. Bjóða þau bæði velkomin. Fyrir þá sem ekki eru þessu sammála ættu að hlusta á lagið "Velkominn" eftir Bubba Morthens.
    2
  • SVS
    Stefán Valdemar Snævarr skrifaði
    Fín úttekt og viðtal en heiti greinar er eins og Google þýðing úr ensku. Betra hefði verið að kalla greinina "Ég var ekki lengur örugg í Rússlandi" eða "Ég naut ekki lengur öryggis í Rússlandi.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Úkraínustríðið

Græða sár innrásar í þögn
VettvangurÚkraínustríðið

Græða sár inn­rás­ar í þögn

Í hafn­ar­borg­inni Odesa við strend­ur Svarta­hafs stend­ur Filatov-rann­sókn­ar­stofn­un­in í augn­lækn­ing­um. Vla­dimir Petrovich Filatov nokk­ur, virt­ur pró­fess­or í augn­lækn­ing­um, stóð að stofn­un henn­ar ár­ið 1936 og hún hef­ur síð­an skap­að sér sess sem mið­stöð vís­inda­legr­ar ný­sköp­un­ar og lækn­is­fræði­legr­ar þró­un­ar á sviði augn­lækn­inga í Aust­ur-Evr­ópu. Ósk­ar Hall­gríms­son fékk að líta í heim­sókn og kynna sér hvernig hald­ið er úti þjón­ustu við erf­ið­ar að­stæð­ur.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár