Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

„Fagfjárfestar“ sem keyptu hlutabréf í Íslandsbanka líka skilgreindir sem „almennir fjárfestar“

Sam­kvæmt heim­ild­um Stund­ar­inn­ar skil­greina önn­ur verð­bréfa­fyr­ir­tæki suma af þeim fjár­fest­um sem tóku þátt í út­boði rík­is­ins í Ís­lands­banka sem al­menna fjár­festa en ekki fag­fjár­festa. Fjár­mála­eft­ir­lit­ið (FME) get­ur kall­að eft­ir list­um frá verð­bréfa­fyr­ir­tækj­um um hvernig við­skipta­vin­ir þeirra eru skil­greind­ir. Mögu­legt er að skil­grein­ing­um verð­bréfa­fyr­ir­tækj­anna á þess­um við­skipta­vin­um hafi ver­ið breytt til þess að selja þeim hluta­bréf­in í Ís­lands­banka með af­slætti.

„Fagfjárfestar“ sem keyptu hlutabréf í Íslandsbanka líka skilgreindir sem „almennir fjárfestar“
Mögulegt að sökin liggi hjá verðrbréfafyrirtækjunum Mögulegt er að ein helsta sökin á því af hverju svo margir litlir aðilar eru meðal kaupenda í útboði Íslandsbanka sé að verðbréfafyrirtækin sem seldu hlutabréfin hafi breytt skilgreiningum sínum á viðskiptavinunum. FME getur kallað eftir upplýsingum um þetta en Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri og æðsti ráðamaður stofnunarinnar. Mynd: Heiða Helgadóttir

Fjárfestar sem voru skilgreindir sem fagfjárfestar og tóku þátt í útboðinu á hlutabréfum ríkisins í Íslandsbanka eru skilgreindir sem almennir fjárfestar hjá sumum öðrum verðbréfafyrirtækjum en þeim sem sáu um útboðið. Þetta herma heimildir Stundarinnar. Ein af forsendunum fyrir því að þeir 209 aðilar sem keyptu hlutabréf í útboðinu var sú að þeir væru fagfjárfestar en ekki almennir fjárfestar.

Samkvæmt heimildum Stundarinnar eru nokkrir af þeim fjárfestum sem koma fyrir á kaupendalistanum í útboðinu skilgreindir sem almennir fjárfestar hjá öðrum verðbréfafyrirtækjum en ekki sem fagfjárfestar. Mögulegt er því að skilgreiningum verðbréfafyrirtækjanna, sem komu að útboði hlutabréfanna, á viðskiptavinunum sem keypti hlutabréfin hafi verið breytt svo hægt væri að tryggja að þeir gætu keypt þau. 

Listi þeirra aðila sem fengu að kaupa hlutabréfin í Íslandsbanka hefur vakið hörð viðbrögð eftir að hann var birtur í fyrradag. 

Stundin hefur gert ítrekaðar tilraunir til að ná tali af Jóni Gunnari Jónssyni, forstjóra Bankasýslu ríkisins, til að spyrja hann um þetta atriði sölunnar á hlutabréfum. Blaðið hefur ekki náð í Jón Gunnar til að ræða við hann. 

Þurfa að skilgreina viðskiptavini sína eftir settum reglumVerðbréfafyrirtæki sem selja hlutabréf þurfa að skilgreina viðskiptavini í almenna eða fagfjárfesta. Hér má til dæmis sjá reglur Kviku banka um þetta. Tekið skal fram að Kvika banki tengist efni fréttarinnar ekki beint.

Almennir fjárfestar vs. fagfjárfestar

Öll verðbréfafyrirtæki þurfa að skilgreina viðskiptavini sem stunda hlutabréfaviðskipti samkvæmt ákveðnum reglum. Almennir fjárfestar eru þó aðilar sem ekki hafa mikla eða djúpa þekkingu á fjármálagerningum og viðskiptum með þá eða mikla reynslu af hlutabréfaviðskiptum á markaði. Verðbréfafyrirtæki þurfa að halda lista með yfirliti yfir viðskiptavini sína og hvernig þeir eru skilgreindir. Skýrar reglur eru um þetta hjá öllum verðbréfafyrirtækjum. 

Hjá Kviku banka, sem tengist efni þessarar fréttar ekki beint, segir meðal annars um tilgang reglnanna: „Reglum þessum er ætlað að tryggja að Kvika banki hf. („Kvika“ eða „bankinn“) flokki viðskiptavini sína í samræmi við lög og að aðeins séu framkvæmd viðskipti sem hæfa flokkun einstakra viðskiptavina.“

Þessi skilgreining á viðskiptavinum verðbréfafyrirtækja er því mikilvæg og hún er sérstaklega mikilvæg af því þetta útboð á hlutabréfum Íslandsbanka átti bara að vera fyrir fagfjárfesta en ekki almenna fjárfesta, það er að segja „venjulegt fólk“ með litla eða enga þekkingu eða reynslu af hlutabréfaviðskiptum. 

Miðað við heimildir Stundarinnar þá eru einhverjir af fagfjárfestunum á listanum sem keypti bréfin ekki fagfjárfestar á listum annarra verðbréfafyrirtækja sem ekki tengjast útboðinu. 

Hefði þurft útboðslýsingu Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að fjöldi lítilla fjárfesta í útboðinu á bréfunum í Íslandsbanka hafi komið fjárlaganefnd á óvart. Útboðslýsingu hefði þurft til að selja almennum fjárfestum.

Útboðslýsingu hefði þurft til að selja almennum fjárfestum

Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í fjárlaganefnd, segir að það vakið athygli fjárlaganefndar þegar í ljós kom hversu mikið af minni fjárfestum keypti hlutabréf í útboði ríkisins. „Það kom mér á óvart hversu mikið var minni fjárfestum sem tóku þátt í útboðinu. Þess vegna fannst okkur það vera mikilvægt að listinn yrði birtur til að það lægi fyrir hvaða aðilar þetta væru. Þessi skilgreining á fagfjárfestum var mikilvæg vegna þess að ekki var farið í útboðslýsingu og slíkt. Útboðslýsingu hefði þurft fyrir almenna fjárfesta, ef þetta hefði verið venjulegt fólk með sparibaukana sína eða eitthvað slíkt.“

Haraldur segir aðspurður um hvað hann hafi haldið að margir fjárfestar fengju að taka þátt í útboðinu að hann hafi ekki verið með neina fasta ákveðna tölu í huganum. „Brotalínan í mínum huga er að við ræddum ekki fjárhæðarmörkin á minni fjárfestunum. Ég hélt sannarlega að lægstu fjárhæðirnir í útboðinu yrðu hærri. Við bjuggumst kannski ekki við 1,1 milljón og að þeir sem væru þarna með söluráðgjöf væru að kaupa sjálfir,“ segir Haraldur.

Miðað við svör Haraldar þá kom það honum á óvart hversu margir litlir fjárfestar tóku þátt í útboðinu þrátt fyrir að fjárlaganefnd hafi fengið upplýsingar um það að einhverjir minni fjárfestar kynnu að taka þátt í útboðinu. 

140 minni aðilar keyptu 30 prósent bréfanna

Upplýsingarnar um að einhverjir að fjárfestunum sem keyptu í Íslandsbanka séu skilgreindir sem almennir fjárfestar hjá öðrum verðbréfafyrirtækjum eru áhugaverðar í ljósi þess hvernig salan á hlutabréfunum fór fram . Bankasýsla ríkisins kynnti í síðustu viku skýrslu um útboðið á bréfunum í Íslandsbanka. Þar kom meðal annars fram að 140 einkafjárfestar keyptu 30 prósent hlutabréfanna fyrir samtals 16,5 milljarða króna. 

Athygli vakti að einkafjárfestarnir 140 keyptu hlut sem var 6,5 prósentum minni, miðað við heildarútboð á bréfunum, en 23 lífeyrissjóðir sem tóku þátt í útboðinu. Lífeyrissjóðir keyptu rúmlega 37 prósenta hluta af bréfunum en einkafjárfestirnir rúmlega 30 prósent hlut.

Samkvæmt skýrslunni var áhugi þessara einkafjárfesta og annarra kannaður með því sem kallast „markaðsþreifingar“. Það er að segja haft var samband við þá og áhugi þeirra á að kaupa hlutabréf í Íslandsbanka var kannaður.

Um þessar markaðsþreifingar segir í skýrslunni: „Þegar ákvörðun liggur fyrir um að kanna áhuga fjárfesta á mögulegri þátttöku í útboði með tilboðsfyrirkomulagi er ráðist í svokallaðar markaðsþreifingar (e. market sounding). Með markaðsþreifingum er átt við formleg samskipti á milli seljanda eða útgefanda (eða ráðgjafa hans) annars vegar og hugsanlegra fjárfesta hins vegar og felur í sér könnun á áhuga viðkomandi fjárfestis á þátttöku í mögulegu útboði t.d. varðandi hugsanlegt útboðsmagn og –verð.“

Ekki er útilokað, miðað við heimildir Stundarinnar, að skilgreiningum söluaðila bréfanna á þeim einstaklingum sem markaðsþreifað var á með þessum hætti hafi verið breytt skömmu áður eða um það leyti sem hlutabréfin voru seld. 

Fjármálaeftirlitið getur kallað eftir því að fá sjá þessa lista með skilgreiningum verðbréfafyrirtækjanna sem um ræðir á þeim viðskiptavinum þeirra sem keyptu hlutabréfin. Þar mun meðal annars koma fram hvort og þá hvenær skilgreiningunum á viðskiptavinunum, „fagfjárfestunum“ sem keyptu hlutabréfin var breytt úr „almennum fjárfestum“. 

Stundin hefur ekki náð tali af Sigurði Valgeirssyni, upplýsingafulltrúa FME, til að spyrja hann um málið og hvort stofnunin hafi kallað eftir þessum listum um skilgreiningu fjárfesta hjá fyrirtækjunum sem sáu um útboðið.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Haldið þið virkilega Siggi svari af alvöru. Fæstir þeirra sem keyptu hefðu einu sinni verið hugleiddir sem hugsanlegir kaupendur erlendis... hvað þá fagfjárfestar sem er reyndar orðskrípi því ef þú hefur að baki nógan pening... óháð því hversu miklu þú tapar í fjárfestingum... getur þú fengið þessa skilgreiningu. Hún er í raun svipuð og að segja að allir sem byggja hús, fleiri en 2 hús séu húsasmíðameistarar.... jafnvel þó svo þeir séu bara í að sópa gólfið og húsið hrynji daginn eftir að kaupandinn flytur inn. FME var djók í augum erlendra og eftir að það fór í skúffuna hjá Seðló þá er ekkert mark á þeim tekið.
    6
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Salan á Íslandsbanka

Bjarni segir það Alþingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu
FréttirSalan á Íslandsbanka

Bjarni seg­ir það Al­þingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu

Bjarni Bene­dikts­son, fyrr­ver­andi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, seg­ir að hann hafi gert ráð fyr­ir bless­un þings­ins á að ekki þyrfti að gæta að hæfi hans gagn­vart hverj­um og ein­um kaup­anda á Ís­lands­banka í mars 2022. Þing­inu hefði átt að vera aug­ljóst að ekki væri hægt að fylgja hæfis­regl­um í sölu­með­ferð­inni sem val­in var. Bjarni sat fyr­ir svör­um á opn­um fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar í dag.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
4
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
5
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár