Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Ef hið óhugsandi gerist, hver á þá flestar kjarnorkusprengjur?

Kjarn­orku­sprengj­um hef­ur fækk­að mjög í vopna­búr­um helstu stór­veld­anna síð­ustu ára­tugi. En von­andi fækk­ar þeim brátt enn meira og hverfa loks al­veg.

Ef hið óhugsandi gerist, hver á þá flestar kjarnorkusprengjur?
Kjarnorkueldflaug til sýnis á Rauða torginu 2020. Af einhverjum ástæðum þykir sumum herveldum nokkuð í það spunnið að sýna styrk sinn með því að flagga kjarnorkusprengjunum.

Í fyrsta sinn í langan tíma þarf fólk að gera ráð fyrir þeim möguleika að kjarnorkustyrjöld kunni að brjótast út. En hvernig er staðan í vopnabúrum stórveldanna þegar kemur að þessum ægilegu vopnum?

Á vefsíðunni Visual Capitalist var fyrir skömmu birt myndræn útfærsla á fjölda kjarnorkuvopna allt frá 1945 (sjá hér) þegar fyrstu vopnin af þessu tagi voru fullgerð. Upplýsingarnar eru komnar frá Federation of American Scientists og eru áreiðanlega harla marktækar.

Engin tilraun er gerð í þessum útreikningi til að meta spengimagn eða aðra eiginleika kjarnorkusprengjanna, það er fjöldinn einn sem allt snýst um hér.

1949tókst Sovétmönnum að smíða sína fyrstu atómbombu en þá höfðu Bandaríkjamenn þegar smíðað 181 sprengju.
1953hafði heldur betur verið gangur í sprengjusmíði Bandaríkjanna og Sovétmenn höfðu smíðað rúmleg 120 á fjórum árum. Og nú komu Bretar til sögu líka.
1963eða árið þegar kjarnorkustríð hafði nærri brotist út vegna Kúbudeilunnar. Bandaríkjamenn áttu átta sinnum fleiri vopn en Sovétmenn. Vopnum Breta hafði fjölgað ört á þessum áratug og Frakkar og Kínverjar voru komnir til skjalanna.
1967hafði hægst mjög á fjölguninni hjá Bandaríkjamönnum, enda vandséð hvað þeir höfðu yfirleitt að gera við meira en 30 þúsund kjarnorkusprengjur. Þetta var ár sex daga stríðsins og Ísrael var orðið kjarnorkuveldi þótt alltaf hafi verið ógurleg leynd yfir kjarnorkuvopnasmíði þeirra.
1978hafði vopnum Bandaríkjamanna fækkað töluvert í nokkur ár en Sovétmenn höfðu verið óstöðvandi í bombusmíðum og voru komnir fram úr Bandaríkjamönnum í hinu óskemmtilega kjarnorkuvopnakapphlaupi. Stöðugar viðræður um takmörkun vopnanna höfðu lítið að segja.

Hér ber svo að geta þess að Indverjar prófuðu kjarnorkusprengju 1974 en síðan varð nokkur bið á áframhaldandi smíði hjá þeim.

1984hélt æðið áfram, Bandaríkjamenn héldu í horfinu en Sovétmenn smíðuðu sprengjur sem aldrei fyrr. Og hvítir Suður-Afríkumenn í heljargreipum óttans við svarta meirihlutann barði saman nokkrar sprengjur til að eiga upp í erminni.
1986virðist hafa verið metárið — og full ástæða til að þeir Reagan og Gorbatsjov hittust í Reykjavík til að reyna að hafa hemil á smíðinni. Nærri 64.500 sprengjur (!) og þar af áttu Sovétmenn nærri tvo þriðju.
1991eða við hrun Sovétríkjanna hafði sprengjum þeirra þegar fækkað mikið og sprengjum Bandaríkjamanna reyndar líka. Og vopn Suður-Afríkumanna höfðu blessunarlega verið tekin sundur.
1998hafði vopnunum fækkað heilmikið. Rússland hafði tekið við kjarnorkusprengjunum sem staðsettar voru í öðrum fyrrverandi Sovétlýðveldum, þar á meðal Úkraínu, og í staðinn átti Úkraína að fá öryggi undan Rússum. Prívat vopnakapphlaup var nú hafið á Indlandsskaga og nágrenni.
2014 hafði vopnunum enn fækkað mikið og Bandaríkin og Sovétríkin áttu nærri jafnmargar sprengjur. En nýtt kjarnorkuveldi var komið til sögu - Norður-Kórea!
Í fyrravar ástandið einhvern veginn svona. Rússar eiga sýnu fleiri sprengjur en ekki munar þó miklu. Og sprengjurnar í heild eru komnar undir 10.000 í fyrsta sinn síðan 1958!

Og svo er bara að vona að ekkert þessara 9.440 vopna verði nokkru sinni notað.

—  —  —

Fyrstu árin eftir að kjarnorkuvopn komu til sögu þótti Bandaríkjunum ástæða til að hreykja sér af þeim og tilvist þeirra í vopnabúri þeirra. Hér má sjá snotra köku sem bökuð var í tilefni af kjarnorkutilraunum árið 1946.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
1
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu