Ef hið óhugsandi gerist, hver á þá flestar kjarnorkusprengjur?
Kjarnorkusprengjum hefur fækkað mjög í vopnabúrum helstu stórveldanna síðustu áratugi. En vonandi fækkar þeim brátt enn meira og hverfa loks alveg.
Í fyrsta sinn í langan tíma þarf fólk að gera ráð fyrir þeim möguleika að kjarnorkustyrjöld kunni að brjótast út. En hvernig er staðan í vopnabúrum stórveldanna þegar kemur að þessum ægilegu vopnum?
Á vefsíðunni Visual Capitalist var fyrir skömmu birt myndræn útfærsla á fjölda kjarnorkuvopna allt frá 1945 (sjá hér) þegar fyrstu vopnin af þessu tagi voru fullgerð. Upplýsingarnar eru komnar frá Federation of American Scientists og eru áreiðanlega harla marktækar.
Engin tilraun er gerð í þessum útreikningi til að meta spengimagn eða aðra eiginleika kjarnorkusprengjanna, það er fjöldinn einn sem allt snýst um hér.
Hér ber svo að geta þess að Indverjar prófuðu kjarnorkusprengju 1974 en síðan varð nokkur bið á áframhaldandi smíði hjá þeim.
Og svo er bara að vona að ekkert þessara 9.440 vopna verði nokkru sinni notað.
— — —
Fyrstu árin eftir að kjarnorkuvopn komu til sögu þótti Bandaríkjunum ástæða til að hreykja sér af þeim og tilvist þeirra í vopnabúri þeirra. Hér má sjá snotra köku sem bökuð var í tilefni af kjarnorkutilraunum árið 1946.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.
Athugasemdir