Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Ísland hringdi hátt í þrjátíu sinnum í ESB fyrir Moshensky

Full­trú­ar ut­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins hringdu hátt í þrjá­tíu sím­töl í ESB vegna hræðslu Al­eks­and­er Mos­hen­sky við að sæta við­skipta­þving­un­um. Ráðu­neyt­ið neit­ar að af­henda gögn um þessi sam­skipti. Mos­hen­sky sjálf­ur var eina heim­ild ráðu­neyt­is­ins um sam­band þeirra Lukashen­ko.

Ísland hringdi hátt í þrjátíu sinnum í ESB fyrir Moshensky
Spurðu engan nema Moshensky Utanríkisráðuneytið gerði enga sjálfstæða skoðun á gildi fullyrðingar sinnar um samband Moshensky við einræðisherrann Lukashenko - utan þess að spyrja Moshensky sjálfan.

„Samskiptin voru fyrst og fremst í óformlegum símasamtölum en í einstaka tilvikum var um tölvupóstsamskipti eða fundi í eigin persónu að ræða“, segir í svari utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Stundarinnar, um með hvaða hætti íslensk stjórnvöld hafi átt samskipti við fulltrúa Evrópusambandsins um mögulegar refsiaðgerðir gegn Aleksander Moshensky, kjörræðismanni Íslands, í desember 2020.

„Um slík samskipti var að ræða í á þriðja tug skipta,“ var svarið við þeirri spurningu hvert umfang þessara samskipta hefði verið. Ráðuneytið eða ráðherra hefur ekki áður greint frá því með hvaða hætti þessi samskipti voru né heldur hversu umfangsmikil þau voru. Í byrjun mars hafði ráðuneytið lýst atburðarásinni svona:

„Undir lok árs 2020 var orðrómur á kreiki um að kjörræðismaður Íslands í Belarús yrði mögulega settur á þvingunarlista ESB gagnvart Belarús í kjölfar meingallaðra kosninga þar í landi. Íslensk stjórnvöld leituðu eftir frekari upplýsingum meðal samstarfsríkja innan ESB og miðaði eftirgrennslan stjórnvalda að því að upplýsa hvort að til stæði að setja ræðismanninn á lista, og ef svo væri, á hvaða forsendum.“ 

„ Um slík samskipti var að ræða í á þriðja tug skipta.“
Úr svari utanríkisráðuneytisins til Stundarinnar

Í svarinu til Stundarinnar er jafnframt greint frá því að orðrómurinn sem vísað var til, sem ástæðu fyrirspurnanna, hafi í raun verið erindi frá Moshensky sjálfum til íslenska utanríkisráðuneytisins, þar sem hann benti á að hann ætti á hættu að lenda í refsiaðgerðum Evrópusambandsins.

Utanríkisráðherra telur engu að síður að þessi samskipti ráðuneytis hennar við ESB vegna Moshensky hafi ekki falið í sér neinn þrýsting af Íslands hálfu eða hagsmunagæslu fyrir kjörræðismanninn og viðskiptahagsmuni hans og vísar í gögn sem til séu um þessi næstum þrjátíu skipti sem ráðuneytið beitti sér í málinu.

„Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef og þeim gögnum sem ég hef innan úr ráðuneytinu var þess ekki krafist að hann yrði tekinn af lista,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra á Alþingi 21. mars síðastliðinn en síðan hefur hún ítrekað „að verklag og ákv­arðana­taka, út frá þess­um gögn­um, stand­ist al­gjör­lega skoðun“.

Ólígarkinn okkar

Í síðasta tölublaði Stundarinnar var fjallað um náið samband íslenska kjörræðismannsins í Hvíta-Rússlandi við einræðisherra landsins, Aleksander Lukashenko. 

Í umfjölluninni var greint frá því að kjörræðismaðurinn hafi ítrekað verið nefndur til sögunnar sem líklegur kandídat til að sæta refsiaðgerðum ESB gegn stjórnvöldum og stuðningsmönnum þeirra í Hvíta-Rússlandi. Það að hann hafi alltaf komist hjá því að nafn hans yrði á endanlegum listum ESB, hafi sætt mikilli furðu, á sama tíma og ljóst sé að kjörræðismaðurinn hafi notið fádæma velvildar Lukashenko, harðstjórans í Minsk. 

Fjöldi viðmælenda Stundarinnar báru að ástæða þess að Moshensky hefði sloppið væri sú staðreynd að íslensk stjórnvöld hefðu beitt sér fyrir hans hönd. Samtök landflótta Hvít-Rússa, sem hafa verið í fararbroddi þeirra sem barist hafa fyrir því að hert yrði á aðgerðum gegn Lukashenko og fylgitunglum hans og barist fyrir því að Moshensky yrði beittur refsiaðgerðum, fengu slíka skýringu. Þetta hefur ítrekað gerst frá árinu 2011.

„Ísland fjarlægði hann af listanum,“ sagði Natalia Kaliada að hafi verið skýringar til hennar og félaga hennar, í hvert sinn sem nafn Moshensky hverfur af listanum. Í sama streng tóku aðrir viðmælendur blaðsins, sem þekktu til. Blaðamenn í Brussel sem fjallað höfðu um málið til dæmis. 

Lobbíistar hjá hinu alþjóðlega ráðgjafarfyrirtæki Apco, sem er umsvifamikið í áhrifabraski fyrir alþjóðafyrirtæki og ríkisstjórnir gagnvart Evrópusambandinu og tóku að sér að gæta hagsmuna Aleksander Moshensky, gagnvart Evrópusambandinu, voru að sögn furðu lostnir þegar þeir áttuðu sig

á því að íslensk stjórnvöld hefðu tekið af þeim ómakið, eins og fyrrverandi þingmaðurinn Ásta Helgadóttir lýsti í Stundinni. Ásta starfaði lengi í Brussel og kynntist þar yfirmanni hjá Apco, sem leitaði til hennar um mitt síðasta ár.

„Erindi þessa fólks við mig var því í raun að reyna að átta sig á því hvernig og af hverjum svona ákvörðun væri tekin. Þetta er fólk sem hefur atvinnu af því að lobbía fyrir stórfyrirtæki og samtök og búið að gera það í áratugi. Þau höfðu aldrei séð neitt þessu líkt,“ sagði Ásta við Stundina, en hún sat á Alþingi fyrir Pírata á árunum 2015-2017, meðal annars í utanríkismálanefnd.

Náinn eða ekki náinn

Sú yfirlýsing utanríkisráðherra, í svari hennar til Stundarinnar fyrir mánuði, að ráðuneyti hennar telji Moshensky ekki náinn bandamann Aleksander Lukashenko, einræðisherra Hvíta-Rússlands, hefur einnig vakið spurningar. Orðrétt sagði í svari ráðherrans:

„Það hefur verið mat ráðuneytisins að það sé orðum aukið að kjörræðismaður Íslands sé mjög náinn bandamaður Lúkasjenkós.“

Natalia Kaliada, einn þekktasti stjórnarandstæðingur í landinu og leiðtogi hópsins sem hvað harðast hefur barist fyrir auknum refsiaðgerðum gegn Lukashenko og fylgitunglum hans, sagði þetta mat ráðuneytisins hlægilegt. Það væri hverjum þeim sem á annað borð vildi sjá ljóst að Moshensky væri innarlega í innsta hring forsetans. 

Andrei Sannikov, fyrrum forsetaframbjóðandi og samviskufangi í Hvíta-Rússlandi, tók í svipaðan streng og taldi það fásinnu af íslenskum stjórnvöldum að halda því fram að Moshensky væri ekki náinn bandamaður Lukashensko. 

„Utanríkisráðuneytið hefur ekki framkvæmt sjálfstæða rannsókn á þeim ásökunum sem birst hafa í fjölmiðlum um meint náin tengsl kjörræðismannsins við Lúkasjenkó“, segir í svari utanríkisráðherra við fyrirspurn þingmanns Samfylkingarinnar, um á hverju ráðherra byggði fullyrðingu sína þess efnis að það væri „orðum aukið“ að segja kjörræðismann Íslands í Hvíta-Rússlandi, náinn bandamann einræðisherrans Aleksander Lukashenko.

Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, lagði í framhaldi af umfjöllun Stundarinnar fram fyrirspurnina og óskaði skýringa á því á hverju ráðherra byggði ofangreinda fullyrðingu sína. Enn fremur spurði hann hvernig ráðuneytið hefði staðið að skoðun á tengslum kjörræðismannsins og einræðisherrans; hvaða gagna hefði verið aflað og hvenær.

Í svarinu kemur fram að eina heimild ráðuneytisins fyrir þessari fullyrðingu sé í raun kjörræðismaðurinn sjálfur, Aleksander Moshensky: „Í greinargerð kjörræðismannsins sjálfs, sem hann sendi til Evrópusambandsins undir árslok 2020, leitast hann við að sýna fram á að ásakanir um náin tengsl við Lúkasjenkó eigi ekki við rök að styðjast.“

Utanríkisráðuneytið segir jafnframt í svari sínu að það að Evrópusambandið hafi aldrei sett viðskiptaþvinganir á Moshensky eða fyrirtæki hans, sé til marks um að tengsl Moshensky við einræðisstjórnina í Minsk séu ekki áhyggjuefni.

„Þá hefur ekkert nýtt komið fram sem breytir því eða gerir það að verkum að hann geti ekki verið kjörræðismaður okkar í Belarús“
Utanríkisráðherra
á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.

Ráðuneytið getur þess þó ekki að Moshensky hefur margítrekað verið nefndur til sögunnar sem augljósasti kandídat á slíkan lista, verið á honum en komist undan því að sæta þvingunum á síðustu stundu. Að sögn vegna þrýstings frá íslenskum stjórnvöldum.

Ráðherra mætti fyrir þingnefnd

„Ég skil þessa gagnrýni,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, sem tók við embætti utanríkisráðherra síðastliðið haust, á opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, þann 1. apríl síðastliðinn vegna skoðunar nefndarinnar á máli Moshensky. Ráðherra sagði að yfirferð yfir samskipti stjórnvalda við ESB vegna þess hafi staðist skoðun. Að ekki hafi verið beitt þrýstingi og Moshensky þannig forðað undan aðgerðum ESB.

„Ég treysti mér til að segja að verklagið og ákvarðanataka út frá þessum gögnum stenst alveg skoðun. Svo er hægt að hafa á því skoðun hvort gera hefði átt þetta öðruvísi; sitja hjá eða gera ekki neitt og ekki afla upplýsinga? Eða hvort hann eigi að vera kjörræðismaður okkar í Belarús,“ sagði Þórdís Kolbrún sem kvaðst aldrei munu „halda hlífiskildi yfir honum eða öðrum sem beittir verða slíkum viðskiptaþvingunum“.

Ferlið við að setja kjörræðismann sé þannig að heimild heimaríkis þurfi fyrir skipun kjörræðismanns, að sögn ráðherrans, og það væri hennar mat og ráðuneytisins að ekki væri líklegt að fá nýjan á þessum tímapunkti. „Það er sömuleiðis mitt mat að á grundvelli þeirrar fjölmiðlaumfjöllunar og gagna sem komið hafa fram að þá hefur ekkert nýtt komið fram sem breytir því eða gerir það að verkum að hann geti ekki verið kjörræðismaður okkar í Belarús.“

Vill meina að Moshensky sé frekar að fjarlægjast Lukashenko

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur fjallað um málið á þremur fundum frá því umfjöllun Stundarinnar birtist fyrir tveimur vikum. Fundurinn á föstudag var sá fyrsti sem opinn var fjölmiðlum, þar sem ekki var krafist trúnaðar af hálfu nefndarmanna um efnið. Nefndarmenn fengu í síðustu viku aðgang að gögnum frá utanríkisráðuneytinu, gegn því að halda um þau trúnað. Stundin hefur óskað eftir aðgangi að þeim gögnum og fleirum. 

Gögnin sem þingnefndin fékk aðgang að varða samskipti Íslands og ESB vegna kjörræðismannsins í árslok 2020, eftir því sem fram kom á fundinum.  Íslensk stjórnvöld áttu í talsverðum samskiptum við ESB á þessum tíma, að sögn til að spyrjast fyrir um áhyggjur sem þá voru af því að kjörræðismaðurinn yrði beittur viðskiptaþvingunum. 

Ef marka má spurningar þingmanna á fundinum virðast hinir miklu viðskiptahagsmunir Íslendinga, sem séu samofnir ræðismanninum og fyrirtækjum hans, hafa verið tíundaðir í þessum samskipum við ESB.

„Ég skil þessa gagnrýni.“
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir
á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.

„Það lá svo sem fyrir að hefði hann lent á þessum lista hefði það haft áhrif á atvinnulíf í fleiri löndum. En það er líka mikilvægt að halda því til haga að yfirlýst markmið með þessum aðgerðum var að þrengja að Lukashenko en ekki að hafa skaðleg áhrif á hagsmuni aðildarríkjanna,“ sagði Þórdís Kolbrún í dag.

Spurð hvort hægt hefði verið að skilja ítrekaðar fyrirspurnir íslenskra stjórnvalda til ESB sem þrýsting, sagðist Þórdís Kolbrún ekki telja að svo væri, þó hún gæti ekki fullyrt um upplifun annarra af þeim erindum. Og spurð að því hvort afstaða ráðuneytisins væri enn sú sama, hvað varðaði það að telja Moshensky ekki náinn bandamann Aleksander Lukashenko, svaraði ráðherrann:

„Frá þessum tíma hefur ekkert nýtt komið fram sem varpar ljósi á það að hann sé veski Lukashenko eða mjög náinn honum. Hann hefur frekar verið að fjarlægjast hann.“

Ráðherrann sagðist því ekki sjá ástæðu til að bregðast við með því að svipta Moshensky titli sínum. Hann hefði ekki og væri ekki á lista ESB, Breta eða Bandaríkjamanna, þrátt fyrir umræðu um annað. „Ég sé því ekki ástæða til að breyta þessu.“ 

Fráleitar skýringar

Tveir þingmenn stjórnarandstöðunnar sem sæti eiga í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, sögðu að loknum fundinum að yfirferð yfir málið væri ekki lokið. Þó hefði ýmislegt skýrst í þeirra huga.

„Skýringar og frásagnir ráðuneytisins og ráðherrans um að engin tengsl séu á milli þessara manna eru algjörlega fráleitar“
Sigmar Guðmundsson
þingmaður Viðreisnar og nefndarmaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd

„Kemur mér að mörgu leyti á óvart að sjá hvað ráðherra og ráðuneytið hafa verið ófeimin við að staðfesta það sem fram hefur komið í fjölmiðlum varðandi þetta mál,“ sagði Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, sem kallaði eftir því að nefndin fjallaði um málið eftir umfjöllun Stundarinnar nýverið. „Það er mjög erfitt að skilja ítrekaðar fyrirspurnir íslenskra stjórnvalda öðruvísi en sem þrýsting í þá átt að Moshensky verði ekki á þessum listum,“ sagði Arndís Anna í samtali við Stundina að loknum fundi nefndarinnar með utanríkisráðherra.

Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar og fulltrúi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefndinni, gaf lítið fyrir skýringar ráðherrans á mati ráðuneytisins á sambandi þeirra Moshensky og Lukashenko. „Skýringar og frásagnir ráðuneytisins og ráðherrans um að engin tengsl séu á milli þessara manna eru algjörlega fráleitar,“ sagði hann og bætti við að allt sem komið hefði fram í fjölmiðlum og víðar undanfarið sýndi annað.

„Það er auðvitað alveg ljóst að Moshensky væri ekki á þessum stað ef hann væri ekki hressilega innundir hjá einræðisherranum,“ sagði Sigmar sem benti á það sama í spurningum sínum til ráðherrans. 

Arndís og Sigmar eru bæði á því að málið kalli á umræður um áherslur Íslands í utanríkismálum – hvort viðskiptahagsmunir eigi að vera á oddinum, eins og verið hefur. „Mér finnst það stór og knýjandi spurning hvort viðskiptahagsmunir eigi að vera svo ráðandi að þeir yfirskyggi algjörlega áherslu á mannréttindi og lýðræði,“ sagði Sigmar í samtali við Stundina.

Hann segir það óþægilegt fyrir okkur eins og önnur ríki að vera í svo nánu viðskiptasambandi við aðila í löndum þar sem mannréttindi og lýðræði ná ekki máli. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, sem einnig situr í nefndinni, tók í sama streng. „Augljóst mál að utanríkisþjónustan hefur viðskiptahagsmuni fyrst og fremst að leiðarljósi í ákvarðanatöku. Sjónarmið um til dæmis mannréttindi og lýðræði, eru einfaldlega ekki jafnsett og þeir hagsmunir,“ sagði Arndís að loknum fundi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    bjarN1 benediktsson er formaður stærstu skipulögðu glæpasamtaka Íslands, sjálfstæðisflokksinns!
    Þannig að það er ekki við neinu öðru að búast en þeirri SKÍTMENNSKU sem loddara lorturinn bjarN1 bíður íslensku þjóðinni uppá!
    Svik, arðrán, þjófnaður og önnur myrkraverk.
    Eru hanns ær og kýr!!!
    2
  • Anna Óskarsdóttir skrifaði
    Þegar föður fjármálaráðherra finnst þeir ekki ver of tengdir fyrir viðskiptabrask með banka, getur utanríkisráðherra alveg hunzað allar upplýsingar um tengsl ólígarka í Belarús við spilltan forseta
    5
    • SSS
      Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
      Ég er algjörlega sammmála þér Anna Óskarsdóttir.
      En eitt er víst að það heitir að "hundsa" en ekki hunsa eða "hunza".
      0
    • ÁH
      Ásmundur Harðarson skrifaði
      Þegar z var hluti af íslenska stafrófinu var skrifað hunza. Reyndar hafa menn haft leyfi til að halda áfram að nota z eftir breytinguna. Meginreglan eftir afnám z var að s kæmi staðinn fyrir z. Þess vegna átti að skrifa hunsa. Ég held þó að hundsa hafi öðlast viðurkenningu einfaldlega vegna þess hve margir skrifuðu orðið þannig. Hunsa er þó rétt skv reglunum.
      0
  • ÁHG
    Árni Hafþór Guðnýjarson skrifaði
    Flott grein og Íslenskum stjórnvöldum til skammar og einig okkur almeningi þessa lands.Við þurfum að hrinda þessum manni af höndum okkar,þótt stjórnvöld sjái ekkert rangt við þá er aðstoða við barna morð og nauðganir kann alþíða þessa lands enn að skamast sín.
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Ólígarkinn okkar

Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.
Úkraínskt orkufyrirtæki flutt af nafni ólígarka í skúffufélag í Smáíbúðahverfinu
AfhjúpunÓlígarkinn okkar

Úkraínskt orku­fyr­ir­tæki flutt af nafni ólíg­arka í skúffu­fé­lag í Smá­í­búða­hverf­inu

Ís­lensk­ur banka­mað­ur, Karl Kon­ráðs­son, er sagð­ur hafa keypt helm­ings­hlut í úkraínsku orku­fyr­ir­tæki ný­ver­ið af Al­eks­and­er Mos­hen­sky, kjör­ræð­is­manni Ís­lands og ólíg­arka í Bela­rús. Áð­ur hafði Karl eign­ast breskt fé­lag Mos­hen­skys fyr­ir slikk. Þá og nú átti Mos­hen­sky á hættu að sæta við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla sinna við stjórn­völd í Bela­rús.
Tugir milljarða í skattaskjól í gegnum Smáíbúðahverfið
RannsóknÓlígarkinn okkar

Tug­ir millj­arða í skatta­skjól í gegn­um Smá­í­búða­hverf­ið

Kjör­ræð­is­mað­ur Ís­lands í Bela­rús hef­ur á und­an­förn­um ár­um flutt tugi millj­arða króna til dul­ar­fulls af­l­ands­fé­lags á Seychell­es-eyj­um með að­stoð fé­lags sem stýrt er úr heima­húsi Reykja­vík. Um er að ræða ávinn­ing af fisk­við­skipt­um og sér­kenni­leg­um lán­veit­ing­um til fyr­ir­tækja kjör­ræð­is­manns­ins í Aust­ur-Evr­ópu, sem allt bend­ir til að séu gerð til að koma hagn­aði und­an skött­um.
Gagnrýndi stjórnvöld fyrir hræsni í málefnum Belarús
FréttirÓlígarkinn okkar

Gagn­rýndi stjórn­völd fyr­ir hræsni í mál­efn­um Bela­rús

Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir þing­kona Pírata sak­aði ís­lensk stjórn­völd og ut­an­rík­is­ráð­herra um hræsni, í um­ræð­um um bar­áttu lýð­ræð­is­sinna í Bela­rús á Evr­ópu­ráðs­þing­inu í gær. Ís­lensk stjórn­völd gætu ekki lát­ið sér nægja að sitja fyr­ir á mynd­um og segj­ast styðja stjórn­and­stöðu lands­ins, á sama tíma og þeir hefðu ná­inn sam­verka­mann ein­ræð­is­stjórn­ar­inn­ar í embætti kjör­ræð­is­manns.
Ólígarkinn okkar fastagestur í einkaþotum einræðisherrans
AfhjúpunÓlígarkinn okkar

Ólíg­ark­inn okk­ar fasta­gest­ur í einka­þot­um ein­ræð­is­herr­ans

Al­ex­and­er Mos­hen­sky, kjör­ræð­is­mað­ur Ís­lands í Hvíta-Rússlandi, hef­ur flog­ið hátt í þrjá­tíu sinn­um með einka­þot­um ein­ræð­is­stjórn­ar Lukashen­ko á síð­ast­liðn­um ára­tug, sam­kvæmt gögn­um sem lek­ið var ný­lega. Ein­göngu fjöl­skylda og nán­ustu banda­menn Al­eks­and­ers Lukashen­ko nota þot­urn­ar. Bæði þot­urn­ar og flest­ir far­þega henn­ar hafa ver­ið sett í ferða­bann um Evr­ópu og Norð­ur-Am­er­íku.
Úkraína frysti eignir Moshensky-fjölskyldunnar
FréttirÓlígarkinn okkar

Úkraína frysti eign­ir Mos­hen­sky-fjöl­skyld­unn­ar

Úkraínsk yf­ir­völd eru sögð hafa kyrr­sett eig­ur og fryst banka­reikn­inga fyr­ir­tæk­is­ins Santa Kholod í Kænu­garði. Yf­ir­völd þar telja hví­trúss­nesk fyr­ir­tæki fjár­magna inn­rás Rússa með óbein­um hætti, vegna stuðn­ings ein­ræð­is­stjórn­ar Lukashen­ko. Santa Kholod er hluti af fyr­ir­tækja­keðju Al­eks­and­ers Mos­hen­sky, kjör­ræð­is­manns Ís­lands, fiskinn­flytj­anda og ólíg­arka í Hvíta-Rússlandi. Sagð­ur hafa skráð fyr­ir­tæki á dótt­ur sína til að verj­ast þving­un­um ESB.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár