Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Kristján fer líklega til hvalveiða í sumar: ,,Það er engin birgðastaða hjá okkur“

Hval­ur hf. er með ann­að skip sitt, Hval 9 í slipp í Reykja­vík um þess­ar mund­ir. Stöðv­ar­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins í Hval­firði seg­ir ekk­ert ákveð­ið hvenær hald­ið verði til veiða.

Kristján fer líklega til hvalveiða í sumar: ,,Það er engin birgðastaða hjá okkur“
Hvalur á land Hvalur hf. stefnir að því að veiða hvali, langreyði í sumar í fyrsta skipti frá árinu 2018. Kristján Loftsson sést hér með Einari K. Guðfinnsyni, fyrrverandi þingmanni og sjávarútvegsráðherra, við langreyði í Hvalfirði. Mynd: mbl/ÞÖK

Hvalur hf. mun að öllum líkindum veiða hvali í sumar í fyrsta skipti frá árinu 2018. Annað af hvalveiðiskipum félagsins, Hvalur 9, er nú í slipp í Reykjavíkurhöfn. Stöðvarstjóri hvalstöðvar fyrirtækisins í Hvalfirði, Gunnlaugur Gunnlaugsson, segir óljóst hvenær verði farið í fyrsta túrinn. „Það hefur ekkert verið ákveðið neitt hvenær við förum. Þetta er allt í skoðun bara. Það er ýmislegt í deiglunni,“ segir Gunnlaugur. 

Hvalveiðar Íslendinga, eða nánar tiltekið hvalveiðar Hvals hf., hafa vakið talsverða athygli í gegnum tíðina þar sem veiðarnar virðast ekki vera arðbærar út frá ársreikningum fyrirtækisins. Kostnaðurinn við veiðarnar er meiri en hagnaðurinn af þeim.

„Það þarf að hafa hann í standi ef til kemur“
Gunnlaugur Gunnlaugsson, stöðvarstjóri í Hvalfirði

Þá hefur verið andstaða við þessar veiðar Íslendinga verið nokkur hér á landi sem og  í alþjóðasamfélaginu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur meðal annars lýst yfir efasemdum um veiðarnar í viðtali við Stundina: „Ég hef haft miklar efasemdir um að veiðar á langreyðum við Íslandsstrendur geti talist sjálfbærar út frá umhverfis-, samfélagslegum og efnahagslegum sjónarmiðum. Þá hef ég einnig efasemdir um að veiðiaðferðirnar uppfylli þær kröfur sem við gerum um velferð dýra.“ Árið 2014 gagnrýndi Barack Obama, þáverandi forseti Bandaríkjanna, til dæmis Ísland fyrir þessar veiðar.

Eina fyrirtækið sem ennþá stundar hvalveiðar á Íslandi er Hvalur hf. Þrátt fyrir þessa andstöðu og fjárhagslegt tap af hvalveiðunum þá hefur forstjóri Hvals hf., Kristján Loftsson, viljað halda veiðunum áfram.  Kristján verður 80 ára gamall á næsta ári. 

Skipið í slippnumHvalur 9 er nú slipp í Reykjavíkurhöfn og er ráðgert að veiða hval í sumar segir stöðvarstjóri Hvals hf. í Hvalfirði.

Ekkert veitt út af Covid

Aðspurður um hvort Hvalur 9 sé ekki í slipp til að gera skipið sjófært fyrir sumarið segir Gunnlaugur. „Það þarf að hafa hann í standi ef til kemur. Annars er það bara Kristján sem veit þetta allt,“ segir Gunnlaugur. 

Gunnlaugur segir að það sem mæli með því að fara núna sé að Covid-faraldurinn sé að mestu yfirstaðinn öfugt við í fyrra og hitteðfyrra þegar skip Hvals hf. héldu ekki til veiða. „Það var náttúrulega Covid í fyrra og árið þar á undan og ekkert hægt að gera.“ Aðspurður um birgðastöðuna í hvalkjötinu segir Gunnlaugur. ,,Það er engin birgðastaða hjá okkur, það er lítið sem ekkert kjöt til," segir hann en hvalkjöt fyrirtækisins er selt til Japan sem eru ein af fáum þjóðum í heiminum þar sem hvalkjöt þykir herramannsmatur. 

Stundin hefur gert árangurslausar tilraunir til að ná tali af Kristjáni Loftssyni til að spyrja hann út í málið. 

Sextán ára saga 

Hvalur hf. hóf aftur hvalveiðar árið 2006 eftir 20 ára langt hvalveiðibann. Þegar fyrsta langreyðurin kom til hafnar 2006 voru teknar myndir af Kristjáni Loftssyni og Einari Kristni Guðfinnssyni, þáverandi sjávarútvegsráðherra, þar sem þeir stóðu glaðir yfir dýrinu. Kristján sást snerta skrokk hvalsins á nokkrum myndum og haft eftir honum að þetta væri stór stund: „Þetta er stund sem ég hef beðið eftir lengi.“ 

Síðan þá hefur Hvalur stundum veitt langreyði og stundum ekki. Árið 2016 ráðgerði Kristján til dæmis að hætta veiðunum alveg vegna þess hversu þungt í vöfum embættismannakerfið í Japan væri. Allar hvalaafurðir Hvals eru seldar þangað. Kristján fór ekkert að veiða sumarið 2016 vegna þessa. „Við höf­um bara verið í viðhalds­störf­um og verðum áfram fram í júní. Svo hætt­um við þessu bara, ef ekk­ert breyt­ist hjá þeim í Jap­an. Emb­ætt­is­manna­kerfið í Jap­an er bara þannig að þeir þora ekki að breyta neinu. Stjórn­mála­menn ráða nær engu í Jap­an, því það er emb­ætt­is­manna­kerfið sem stjórn­ar land­inu,“ sagði Kristjan þá. 

Hvalur hf. hefur heimild til að veiða hvali nú í sumar og á næsta ári og getur nýtt sér þá heimild ef vilji stendur til. Eftir sumarið 2023 þurfa stjórnvöld svo að ákveða hvort hvalveiðar verði heimildar áfram eða ekki. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • GK
    Gísli Kristjánsson skrifaði
    Við, þessi þjóð, erum með skært kastljós heimsins á okkur þegar kemur að þessum forna sið að veiða og drepa hvali. Fyrr á tímum var þessi siður skiljanlegur en alls ekki nú þegar við ættum öll að vita betur. Öllum hugsandi og ærlegum Íslendingum ætti að vera fullljóst að þessi siður er okkur, nú á tímum, til skammar og minnkunar, sér í lagi þegar haft er í huga hversu alvarleg staða lífhvolfsins alls er eftir margra alda misþyrmingu mannsins.

    Þessum forna sið, sem án nokkur minnsta efa má nú kalla algjöran ósið og í raun siðlausan glæp gegn móður Náttúru, verður að kasta endanlega fyrir róða í eitt skipti fyrir öll. Hættum þessum viðbjóðslegu drápum á hvölum. Ef við gerum það ekki þá erum við að fremja glæpi sem munu fylgja sögu þjóðarinnar, allt til enda, okkur til ævarandi skammar.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hvalveiðar

Bjarkey: „Það má vel vera að það sé ruglandi fyrir einhverja“
FréttirHvalveiðar

Bjarkey: „Það má vel vera að það sé ruglandi fyr­ir ein­hverja“

Bjarkey Ol­sen Gunn­ars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra seg­ir hefð fyr­ir því að gefa leyfi fyr­ir hval­veið­um milli Aust­ur-Ís­lands og Fær­eyja þótt það hafi senni­lega aldrei ver­ið nýtt. Það megi vel vera að það sé ruglandi. „Það er al­veg ljóst að ráð­herra hvers mála­flokks á hverj­um tíma get­ur aldrei bú­ist við því að standa ekki frammi fyr­ir ákvörð­un­um sem hon­um falla alltaf í geð eða eru sam­kvæmt hans stjórn­mála­skoð­un. Þannig er það bara,“ seg­ir hún spurð hvort henni þyki rétt að taka ákvarð­an­ir gegn eig­in sam­visku.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár