Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Kristján fer líklega til hvalveiða í sumar: ,,Það er engin birgðastaða hjá okkur“

Hval­ur hf. er með ann­að skip sitt, Hval 9 í slipp í Reykja­vík um þess­ar mund­ir. Stöðv­ar­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins í Hval­firði seg­ir ekk­ert ákveð­ið hvenær hald­ið verði til veiða.

Kristján fer líklega til hvalveiða í sumar: ,,Það er engin birgðastaða hjá okkur“
Hvalur á land Hvalur hf. stefnir að því að veiða hvali, langreyði í sumar í fyrsta skipti frá árinu 2018. Kristján Loftsson sést hér með Einari K. Guðfinnsyni, fyrrverandi þingmanni og sjávarútvegsráðherra, við langreyði í Hvalfirði. Mynd: mbl/ÞÖK

Hvalur hf. mun að öllum líkindum veiða hvali í sumar í fyrsta skipti frá árinu 2018. Annað af hvalveiðiskipum félagsins, Hvalur 9, er nú í slipp í Reykjavíkurhöfn. Stöðvarstjóri hvalstöðvar fyrirtækisins í Hvalfirði, Gunnlaugur Gunnlaugsson, segir óljóst hvenær verði farið í fyrsta túrinn. „Það hefur ekkert verið ákveðið neitt hvenær við förum. Þetta er allt í skoðun bara. Það er ýmislegt í deiglunni,“ segir Gunnlaugur. 

Hvalveiðar Íslendinga, eða nánar tiltekið hvalveiðar Hvals hf., hafa vakið talsverða athygli í gegnum tíðina þar sem veiðarnar virðast ekki vera arðbærar út frá ársreikningum fyrirtækisins. Kostnaðurinn við veiðarnar er meiri en hagnaðurinn af þeim.

„Það þarf að hafa hann í standi ef til kemur“
Gunnlaugur Gunnlaugsson, stöðvarstjóri í Hvalfirði

Þá hefur verið andstaða við þessar veiðar Íslendinga verið nokkur hér á landi sem og  í alþjóðasamfélaginu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur meðal annars lýst yfir efasemdum um veiðarnar í viðtali við Stundina: „Ég hef haft miklar efasemdir um að veiðar á langreyðum við Íslandsstrendur geti talist sjálfbærar út frá umhverfis-, samfélagslegum og efnahagslegum sjónarmiðum. Þá hef ég einnig efasemdir um að veiðiaðferðirnar uppfylli þær kröfur sem við gerum um velferð dýra.“ Árið 2014 gagnrýndi Barack Obama, þáverandi forseti Bandaríkjanna, til dæmis Ísland fyrir þessar veiðar.

Eina fyrirtækið sem ennþá stundar hvalveiðar á Íslandi er Hvalur hf. Þrátt fyrir þessa andstöðu og fjárhagslegt tap af hvalveiðunum þá hefur forstjóri Hvals hf., Kristján Loftsson, viljað halda veiðunum áfram.  Kristján verður 80 ára gamall á næsta ári. 

Skipið í slippnumHvalur 9 er nú slipp í Reykjavíkurhöfn og er ráðgert að veiða hval í sumar segir stöðvarstjóri Hvals hf. í Hvalfirði.

Ekkert veitt út af Covid

Aðspurður um hvort Hvalur 9 sé ekki í slipp til að gera skipið sjófært fyrir sumarið segir Gunnlaugur. „Það þarf að hafa hann í standi ef til kemur. Annars er það bara Kristján sem veit þetta allt,“ segir Gunnlaugur. 

Gunnlaugur segir að það sem mæli með því að fara núna sé að Covid-faraldurinn sé að mestu yfirstaðinn öfugt við í fyrra og hitteðfyrra þegar skip Hvals hf. héldu ekki til veiða. „Það var náttúrulega Covid í fyrra og árið þar á undan og ekkert hægt að gera.“ Aðspurður um birgðastöðuna í hvalkjötinu segir Gunnlaugur. ,,Það er engin birgðastaða hjá okkur, það er lítið sem ekkert kjöt til," segir hann en hvalkjöt fyrirtækisins er selt til Japan sem eru ein af fáum þjóðum í heiminum þar sem hvalkjöt þykir herramannsmatur. 

Stundin hefur gert árangurslausar tilraunir til að ná tali af Kristjáni Loftssyni til að spyrja hann út í málið. 

Sextán ára saga 

Hvalur hf. hóf aftur hvalveiðar árið 2006 eftir 20 ára langt hvalveiðibann. Þegar fyrsta langreyðurin kom til hafnar 2006 voru teknar myndir af Kristjáni Loftssyni og Einari Kristni Guðfinnssyni, þáverandi sjávarútvegsráðherra, þar sem þeir stóðu glaðir yfir dýrinu. Kristján sást snerta skrokk hvalsins á nokkrum myndum og haft eftir honum að þetta væri stór stund: „Þetta er stund sem ég hef beðið eftir lengi.“ 

Síðan þá hefur Hvalur stundum veitt langreyði og stundum ekki. Árið 2016 ráðgerði Kristján til dæmis að hætta veiðunum alveg vegna þess hversu þungt í vöfum embættismannakerfið í Japan væri. Allar hvalaafurðir Hvals eru seldar þangað. Kristján fór ekkert að veiða sumarið 2016 vegna þessa. „Við höf­um bara verið í viðhalds­störf­um og verðum áfram fram í júní. Svo hætt­um við þessu bara, ef ekk­ert breyt­ist hjá þeim í Jap­an. Emb­ætt­is­manna­kerfið í Jap­an er bara þannig að þeir þora ekki að breyta neinu. Stjórn­mála­menn ráða nær engu í Jap­an, því það er emb­ætt­is­manna­kerfið sem stjórn­ar land­inu,“ sagði Kristjan þá. 

Hvalur hf. hefur heimild til að veiða hvali nú í sumar og á næsta ári og getur nýtt sér þá heimild ef vilji stendur til. Eftir sumarið 2023 þurfa stjórnvöld svo að ákveða hvort hvalveiðar verði heimildar áfram eða ekki. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • GK
    Gísli Kristjánsson skrifaði
    Við, þessi þjóð, erum með skært kastljós heimsins á okkur þegar kemur að þessum forna sið að veiða og drepa hvali. Fyrr á tímum var þessi siður skiljanlegur en alls ekki nú þegar við ættum öll að vita betur. Öllum hugsandi og ærlegum Íslendingum ætti að vera fullljóst að þessi siður er okkur, nú á tímum, til skammar og minnkunar, sér í lagi þegar haft er í huga hversu alvarleg staða lífhvolfsins alls er eftir margra alda misþyrmingu mannsins.

    Þessum forna sið, sem án nokkur minnsta efa má nú kalla algjöran ósið og í raun siðlausan glæp gegn móður Náttúru, verður að kasta endanlega fyrir róða í eitt skipti fyrir öll. Hættum þessum viðbjóðslegu drápum á hvölum. Ef við gerum það ekki þá erum við að fremja glæpi sem munu fylgja sögu þjóðarinnar, allt til enda, okkur til ævarandi skammar.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hvalveiðar

Bjarkey: „Það má vel vera að það sé ruglandi fyrir einhverja“
FréttirHvalveiðar

Bjarkey: „Það má vel vera að það sé ruglandi fyr­ir ein­hverja“

Bjarkey Ol­sen Gunn­ars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra seg­ir hefð fyr­ir því að gefa leyfi fyr­ir hval­veið­um milli Aust­ur-Ís­lands og Fær­eyja þótt það hafi senni­lega aldrei ver­ið nýtt. Það megi vel vera að það sé ruglandi. „Það er al­veg ljóst að ráð­herra hvers mála­flokks á hverj­um tíma get­ur aldrei bú­ist við því að standa ekki frammi fyr­ir ákvörð­un­um sem hon­um falla alltaf í geð eða eru sam­kvæmt hans stjórn­mála­skoð­un. Þannig er það bara,“ seg­ir hún spurð hvort henni þyki rétt að taka ákvarð­an­ir gegn eig­in sam­visku.
Jón gagnrýnir Bjarkeyju: „Maður er orðlaus gagnvart ósvífni ráðherrans“
FréttirHvalveiðar

Jón gagn­rýn­ir Bjarkeyju: „Mað­ur er orð­laus gagn­vart ósvífni ráð­herr­ans“

Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, væn­ir Bjarkeyju Gunn­ars­dótt­ur mat­væla­ráð­herra um margs kon­ar brot gegn Hval og starfs­mönn­um fyr­ir­tæk­is­ins með því heim­ila hval­veið­ar í ein­ung­is éitt ár. Flokk­ar Jóns og Bjarkeyj­ar sitja sam­an í rík­is­stjórn og eru um­mæl­in með­al ann­ars áhuga­verð í því sam­hengi.

Mest lesið

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
3
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.
„Enginn sem tekur við af mér“
4
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.
Risahellir fundinn á tunglinu: Verður hann fyrsti bólstaður okkar?
6
Þekking

Risa­hell­ir fund­inn á tungl­inu: Verð­ur hann fyrsti ból­stað­ur okk­ar?

Það var til marks um stórt skref í þró­un­ar­sögu manns­ins þeg­ar fyrstu hóp­ar manna hættu að leita sér næt­urstað­ar á víða­vangi held­ur sett­ust að í hell­um. Og nú kann það brátt að marka næsta skref á þró­un­ar­ferli manns­ins að setj­ast að á öðr­um hnetti en okk­ar heimaplán­etu og þá ein­mitt í helli — á tungl­inu. Langt er síð­an vís­inda­menn átt­uðu...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
1
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
2
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
„Það er ekkert eftir“
3
GreiningMillistétt í molum

„Það er ekk­ert eft­ir“

Þrátt fyr­ir að um helm­ing­ur hjóna­banda endi með skiln­aði virð­ist kerf­ið ekki miða við for­eldra sem vana­lega eru kall­að­ir ein­stæð­ir – en eru í þess­ari grein kall­að­ir sjálf­stæð­ir. Heim­ild­in fékk á þriðja tug þátt­tak­enda til að svara spurn­ing­um um lífs­kjör sín. Svör­in sem bár­ust kall­ast vel á við lífs­kjarak­ann­an­ir sem fram­kvæmd­ar hafa ver­ið að und­an­förnu.
Meðallaun segja ekki allt varðandi kjör fólks í landinu
5
GreiningMillistétt í molum

Með­al­laun segja ekki allt varð­andi kjör fólks í land­inu

Reglu­lega er töl­um um með­al­laun Ís­lend­inga fleygt fram í um­ræð­unni og þau gjarn­an sögð vera óvenju­há í sam­an­burði við önn­ur lönd. Í fyrra voru heild­ar­laun full­vinn­andi fólks að með­al­tali 935.000 þús­und krón­ur á mán­uði. Hins veg­ar fær flest starf­andi fólk mán­að­ar­laun sem eru lægri en þetta með­al­tal. Að ýmsu þarf að gæta þeg­ar með­al­tal­ið er rætt því hlut­fall­ið seg­ir ekki alla sög­una.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
8
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
1
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
3
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
„Ég var bara niðurlægð“
4
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
7
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár