Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Enn tap á hvalveiðunum 2017 en Kristján heldur ótrauður áfram

Kostn­að­ur við hval­veið­ar Hvals hf. var hærri en tekj­urn­ar af sölu Hval­kjöts í fyrra. Hval­ur hf. hélt úti mörg hundruð millj­óna króna starf­semi þrátt fyr­ir að veiða ekki hvali í fyrra. Hval­veið­ar Hvals hf. hefjast að nýju á næstu dög­um eft­ir þriggja ára hlé.

Enn tap á hvalveiðunum 2017 en  Kristján heldur ótrauður áfram
Engin áhrif Mótmæli við hvalveiðum hafa engin áhrif segir Kristján Loftsson en ársreikningar Hvals hf. sýna ár eftir ár að hvalveiðarnar borga sig ekki fjárhagslega séð fyrir Hval hf. Mynd: PressPhotos

Tap upp á rúmlega 10 milljónir króna var á starfsemi hvalveiðihluta Hvals hf. í fyrra. Kostnaður við hvalveiðiþátt starfseminnar nam tæplega 875 milljónum króna á meðan Hvalur hf. seldi hvalkjöt fyrir 863 milljónir króna. Hvalur hf. stundaði engar hvalveiðar í fyrra en seldi hluta þess kjöts sem fyrirtækið á til Japans. Þrátt fyrir að fyrirtækið hafi ekki stundað neinar veiðar á langreyðum í fyrra nam kostnaðurinn við að viðhalda starfseminni og möguleikanum á áframhaldandi hvalveiðum hærri upphæð en sala á hvalkjöti. Þarf af nam rekstur hvalveiðiskipa, útflutningstengdur kostnaður og ýmis kostnaður í Hvalfirði rúmlega 638 milljónum króna. 

Þetta kemur fram í ársreikningi Hvals hf. sem nýlega var skilað til Ríkisskattstjóra eftir að reikningurinn var samþykktur á aðalfundi félagsins þann 8. maí. Kristján Loftsson er stærsti hluthafi Hvals hf. og framkvæmdastjóri félagsins sem mun hefja hvalveiðar að nýju við Ísland á næstu dögum. Hvalveiðunum var mótmælt við Reykjavíkurhöfn í gær, sunnudag, en til stóð að veiðar hæfust að nýju þá eftir þriggja ára hlé.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hvalveiðar

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár