Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Barnafjölskyldur á lágmarkslaunum tæknilega gjaldþrota

Þrátt fyr­ir að barna­fólk á lág­marks­laun­um bæti við sig að með­al­tali ein­um klukku­tíma á dag í auka­vinnu dug­ar það ekki til svo rekst­ur heim­ila þeirra verði já­kvæð­ur. Til þess eru lægstu laun of lág, af þeim er tek­inn of hár tekju­skatt­ur og upp­hæð­ir í bót­kerf­um eru of lág­ar.

Barnafjölskyldur á lágmarkslaunum tæknilega gjaldþrota
Ekki hægt að lifa af lágmarkslaunum Barnafjölskyldur á lágmarkslaunum á leigumarkaði ná ekki endum saman, samkvæmt kjaragreiningu Eflingar. Stefán Ólafsson er ábyrgðarmaður greiningarinnar.

Einstætt foreldri á lágmarkslaunum er tæknilega gjaldþrota, þar eð kostnaður við framfærslu er um 83 þúsund krónum hærri en tekjur þess og bætur. Hið sama á við um fólk í sambúð með tvö börn; halli rekstrar slíkrar fjölskyldu er tæpar 90 þúsund krónur mánaðarlega. Jafnvel þó fólk á lágmarkslaunum bæti við sig mikilli aukavinnu, 21,5 tímum á mánuði, dugar það ekki til svo heimilsreksturinn nái jafnvægi.

Þetta kemur fram í nýrri útgágu Kjarafrétta Eflingar. Þar kemur fram svart á hvítu að heimili láglauna barnafjölskylda nái ekki endum saman, jafnvel þó þau bæti við sig umtalsverðri aukavinnu. „Lægstu laun eru of lág, af þeim er tekinn alltof hár tekjuskattur og barna- og húsnæðisbætur eru of lágar,“ segir í greiningunni sem Stefán Ólafsson félagsfræðiprófessor er ábyrgðarmaður fyrir.

Tugi þúsunda vantar uppá

Tekið er dæmi af einstæðu foreldri með eitt barn undir sjö ára aldri á sínu framfæri. Fjölskyldan býr í 60 fermetra leiguhúsnæði og hefur aðeins lágmarkslaun, barna- og húsaleigubætur sér til framfærslu. Lægstu laun frá og með 1. janúar síðastliðnum eru 368 þúsund krónur. Þegar lífeyrissjóðsgreiðslur og tekjuskattur hafa verið dregin frá eru útborguð laun 296.089. Barnabætur og húsaleigubætur nema samtals 89.681 krónu og hefur fjölskyldan því 385.770 krónur til framfærslu. Raunar er ekki tekið tillit til þess í þessum útreikningum að einstætt foreldri ætti að fá í það minnsta einfalt meðlag greitt, 38.540 krónur.

Hins vegar er framfærslukostnaður einstæðs foreldris 303.771 króna án húsnæðiskosntaðar, samkvæmt uppreiknuðu framfærsluviðmiði stjórnvalda. Húsnæðiskostnaður er talinn vera 165 þúsund krónur miðað við meðalleigu á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt gögnum Þjóðskrár. Því er kostnaður við rekstur heimilisins 468.788 krónur. Mismunur á tekjum og gjöldum nemur því rúmum 83 þúsund krónum á hverjum mánuði. Sé reiknað með að hið einstæða foreldri fái greitt einfalt meðlag lækkar þessi mismunur niður í 44.478 krónur á mánuði.

Einhver skyldi ætla að með því að bæta við sig töluverðri aukavinnu, alls fimm tímum á viku (21,5 klst. á mánuði), gæti einstætt foreldri klofið útgjaldahliðina. Það er þó ekki svo. Þrátt fyrir að tekjur hækki með því upp í 450 þúsund krónur, hækka tekjuskattur einnig, um 30 þúsund krónur. Þannig tekur tekjuskattskerfið yfir þriðjung af auknum tekjum. Lífeyrissjóðsgreiðslur hækka einnig. Með aukavinnunni fer halli á rekstri heimilisins niður í 33.054 krónur. Fái einstætt foreldri greidd meðlag með barni sínu verður rekstur heimilisins hins vegar jákvæður um tæpar 5.500 krónur.

Afkoma einstæðra foreldra á lágmarkslaunumÞrátt fyrir aukavinnu er langt því frá að einstæðir foreldrar nái endum saman.

Aukavinna lækkar húsaleigubætur

Dæmi sambúðarfólks með tvö börn gengur enn síður upp. Þrátt fyrir að tekjur þess séu tvöfalt hærri en einstæðs foreldris þá hækkar annar framfærslukostnaður einnig, ekki síst húnæðiskostnaðurinn sem telst vera 234 þúsund krónur fyrir ívið stærri leiguíbúð, 85 fermetra stóra. Útborguð laun fjölskyldunnar eru rúmar 570 þúsund krónur. Barnabætur er um 11 þúsund krónum hærri en einstæða foreldrisins en húsnæðisbæturnar aðeins lítið eitt hærri, um 3.500 krónum hærri. Heildar ráðstöfunartekjur fjölskyldunnar nema því 674.485 krónum á mánuði.

„Háir skattar á lágar tekjur grafa óeðlilega mikið undan afkomumöguleikum þeirra verst settu“

Ekki er mjög raunhæft að báðir foreldrar bæti við sig aukavinnu upp á fimm klukkustundir á mánuði. Hafi þeir tök á því engu að síður hækka tekjur þeirra upp í 900 þúsund krónur á mánuði. Iðgjald í lífeyrissjóð hækkar og tekjuskattur hækkar einnig svo eftir til framfærslu standa 668 þúsund krónur í útborguð laun. Barnabætur haldast óbreyttar en húsaleigubætur lækka hins vegar töluvert vegna hærri tekna, um 18 þúsund krónur, og verða 28.528 þúsund krónur. Í heild hefur því fjölskyldan hækkað framfærslu sína um 79.651 krónu, með því að vinna samtals 43 aukavinnutíma á mánuði. Það dugir þó ekki til að kljúfa útgjöld fjölskyldunnar, eftir sem áður er heimilisbókhaldið í mínus, um 9.700 krónur á hverjum mánuði.

Afkoma barnafjölskyldna Þrátt fyrir verulega aukavinnu dugar það ekki til svo rekstur heimilisins komist í plús.

Í umfjölluninni er hnykkt á því að því sem næst ómögulegt megi teljast að báðir foreldrar tveggja ungra barna geti bætt við sig svo mikilli aukavinnu. Því er líklegra að annað foreldrið myndi taka á sig meirihluta aukavinnunnar, sem væri veruleg.

Möguleikar barnafjölskyldna á lágmarkslaunum til að ná endum saman felast því í mjög mikilli aukavinnu og því að sætta sig við lakari húsnæðiskost en almennt tíðkast. „Háir skattar á lágar tekjur grafa óeðlilega mikið undan afkomumöguleikum þeirra verst settu og naumt skammtaðar barnabætur og húsnæðisbætur ná ekki að brúa það bil sem þarf.“

Bent er á það í greiningunni að á tímabilinu frá 1988 til 1995 hafi lágmarkslaun á vinnumarkaði verið skattfrjáls í tekjuskattskerfinu. Nú eru hins vegar teknar um 57.000 krónur á mánuði af þeim. „Þannig hefur hækkun tekjuskatts af lágmarkslaunum unnið gegn því að fólk sem er á þeim kjörum geti náð endum saman. Á sama tíma var skattbyrði tekjuhæstu hópanna með mestu fjármagnstekjurnar stórlega lækkuð. Framhald fyrri skattastefnu hefði skilað mun réttlátari útkomu í dag.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Konráð Eyjólfsson skrifaði
    Skattlagning lágmarkstekna er óforsvaranleg með öllu og hreinlega til skammar. Hún og skering lífeyristekna er það sem ég vona að ylji Sjálfstæðismönnum í gröfinni
    0
  • Sigurður Sigurðsson skrifaði
    Eg vona að það komi fleiri Sólveigar inn í baráttuna.
    1
  • Óskar Guðmundsson skrifaði
    Þarf ekki að fara að ræða við sveitarfélögin?
    -1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hvað gerðist í Suður-Mjódd?
2
Úttekt

Hvað gerð­ist í Suð­ur-Mjódd?

Hvernig get­ur það kom­ið kjörn­um full­trú­um Reykja­vík­ur­borg­ar á óvart að stærð­ar­inn­ar at­vinnu­hús­næði rísi næst­um inni í stofu hjá íbú­um í Breið­holti? Svar­ið ligg­ur ekki í aug­um uppi, en Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir, formað­ur um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs borg­ar­inn­ar, seg­ir mál­ið frem­ur frá­vik frá stefnu borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­ans um þétta bland­aða byggð frem­ur en af­leið­inga henn­ar.
Arnar Þór Ingólfsson
4
PistillSnertilausar greiðslur í Strætó

Arnar Þór Ingólfsson

Loks­ins, eitt­hvað sem bara virk­ar

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar tók Strætó í vinn­una í morg­un og greiddi fyr­ir far­mið­ann á sek­úndu­broti með greiðslu­korti í sím­an­um. Í neyt­enda­gagn­rýni á snerti­laus­ar greiðsl­ur í Strætó seg­ir að það sé hress­andi til­breyt­ing að Strætó kynni til leiks nýj­ung sem virð­ist vera til mik­ill bóta fyr­ir not­end­ur al­menn­ings­sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.
Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
6
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
3
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
5
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár