Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Foreldrar reiðir vegna Eggerts Gunnþórs

Óánægju gæt­ir hjá for­eldr­um barna sem æfa knatt­spyrnu hjá FH með að Eggert Gunn­þór Jóns­son skuli vera einn af þjálf­ar­um yngri flokka fé­lags­ins í ljósi þess að lög­regla hef­ur haft kæru á hend­ur hon­um vegna nauðg­un­ar til rann­sókn­ar.

Foreldrar reiðir vegna Eggerts Gunnþórs
FH aðhefst ekki Ekkert verður aðhafst í máli Eggerts Gunnþórs Jónssonar af hálfu FH fyrr en vinnuferlar um hvað skuli gera séu menn ásakaðir um eða til rannsóknar vegna kynferðisbrota hafa verið settir fram af ÍSÍ. Mynd: RÚV

Verulegrar óánægju gætir hjá foreldrum iðkenda knattspyrnu hjá Fimleikafélagi Hafnarfjarðar, FH, sökum þess að Eggert Gunnþór Jónsson sé og hafi verið meðal þjálfara í yngri flokkum félagsins. Eggert Gunnþór var kærður á síðasta ári, ásamt Aroni Einari Gunnarssyni fyrrverandi fyrirliða karlalandsliðsins í knattspyrnu, fyrir að hafa nauðgað konu í Kaupmannahöfn árið 2010.

Samkvæmt því sem foreldrar sem Stundin hefur rætt við var Eggert Gunnþór einn þjálfara yngri flokka FH í knattspyrnu, bæði eftir að greint var frá ásökunum á hendur honum áður en kæra var lögð fram en einnig eftir að lögreglukæra var lögð fram á hendur Eggerti Gunnþóri.

Foreldri barns sem æfir með FH sendi erindi á formann Knattspyrnusambands Íslands (KSÍ), Vöndu Sigurgeirsdóttur, í lok síðasta árs þar sem óskað var svara um afstöðu KSÍ til starfa Eggerts Gunnþórs sem þjálfara, í ljósi þess að fyrir lá kæra á hendur honum fyrir kynferðisbrot. Svar við því erindi barst ekki fyrr en 20. janúar síðastliðinn. Í október á síðasta ári, þegar Vanda var kjörin formaður KSÍ á aukaþingi sambandsins, var hún sérstaklega spurð að því hvort fólk sem sakað hefði verið um ofbeldisbrot mætti leika með landsliðum KSÍ. Svaraði Vanda því til að hún teldi að fólk ætti að víkja ef mál sem þeim tengjast væru til skoðunar hjá samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs.

Engin svör frá KSÍ

Í ljósi þess að ekkert svar hafði borist frá KSÍ sendi sama foreldri erindi á Sigurbjörgu Sigurpálsdóttur, samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs, í byrjun árs þar sem liðsinnis hennar var óskað. Sigurbjörg sendi erindi til stjórnar og siðanefndar FH 5. janúar síðastliðinn þar sem lagðar voru fram spurningar um stöðu Eggerts Gunnþórs; hvernig á því stæði að hann væri ekki látinn stíga til hliðar á meðan kæra á hendur honum fyrir kynferðisbrot væri til rannsóknar hjá lögreglu.

„Félagið mun ekkert aðhafast fyrr en framkvæmdastjórn ÍSÍ kemur með skýrt vinnuferli varðandi mál sem þessi“
Elsa Hrönn Reynisdóttir
framkvæmdastjóri FH um mál Eggerts Gunnþórs

Svar við því erindi barst loks síðastliðinn mánudag, eftir nokkra eftirgangssemi, frá Elsu Hrönn Reynisdóttur framkvæmdastjóra FH.

„Aðalstjórn FH ásamt formanni Siðanefndar FH hefur á undanförnum vikum og mánuðum fjallað um og skoðað mál Eggerts Gunnþórs Jónssonar, hvað skal gera og þá einnig hvað við getum gert.

Niðurstaða okkar er sú að félagið mun ekkert aðhafast fyrr en framkvæmdastjórn ÍSÍ kemur með skýrt vinnuferli varðandi mál sem þessi í framhaldi af vinnu starfshóps þeirra. Að sögn framkvæmdastjóra ÍSÍ eru niðurstöður vinnuhópsins væntanlegar nú í mars.“

Málið komið til ákærusviðs

Greint var frá því að í lok febrúar síðastliðins að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefði lokið rannsókn á máli þeirra Eggerts Gunnþórs og Arons Einars. Málið væri komið til ákærusviðs lögreglunnar. Ekki hafa borist upplýsinga um hvers er að vænta varðandi framhald málsins.

Í frétt Stundarinnar 22. október á síðasta ári kom fram að Viðar Halldórsson, formaður aðalstjórnar FH, hefði verið upplýstur um ásakanir á hendur Eggerti Gunnþóri þegar síðastliðið sumar. FH brást ekki við þeim upplýsingum með þeim hætti að setja Eggert Gunnþór til hliðar.

Spurður hvort hann teldi eðlilegt að senda leikmann í leyfi ef mál væri til rannsóknar á hendur honum sagði Viðar að gera þyrfti félaginu formlega viðvart um að slík rannsókn væri í gangi. „Lögreglan verður þá að láta mig vita. Það er enginn búinn að láta okkur vita, ekki samskiptaráðgjafi, ekki lögreglan. Hver annar ætti að láta okkur vita? [...]„Ef slík tilkynning bærist myndi félagið setja málið strax í ferli í samráði við samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs.“

Upplýst var í fjölmiðlum að lögregla hefði tekið mál Eggerts Gunnþórs og Arons Einars til rannsóknar í september á síðasta ári, áður en að samskipti Stundarinnar við Viðar fóru fram.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    Voðalega vandræðagangur er þetta hjá FH
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár