Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Foreldrar reiðir vegna Eggerts Gunnþórs

Óánægju gæt­ir hjá for­eldr­um barna sem æfa knatt­spyrnu hjá FH með að Eggert Gunn­þór Jóns­son skuli vera einn af þjálf­ar­um yngri flokka fé­lags­ins í ljósi þess að lög­regla hef­ur haft kæru á hend­ur hon­um vegna nauðg­un­ar til rann­sókn­ar.

Foreldrar reiðir vegna Eggerts Gunnþórs
FH aðhefst ekki Ekkert verður aðhafst í máli Eggerts Gunnþórs Jónssonar af hálfu FH fyrr en vinnuferlar um hvað skuli gera séu menn ásakaðir um eða til rannsóknar vegna kynferðisbrota hafa verið settir fram af ÍSÍ. Mynd: RÚV

Verulegrar óánægju gætir hjá foreldrum iðkenda knattspyrnu hjá Fimleikafélagi Hafnarfjarðar, FH, sökum þess að Eggert Gunnþór Jónsson sé og hafi verið meðal þjálfara í yngri flokkum félagsins. Eggert Gunnþór var kærður á síðasta ári, ásamt Aroni Einari Gunnarssyni fyrrverandi fyrirliða karlalandsliðsins í knattspyrnu, fyrir að hafa nauðgað konu í Kaupmannahöfn árið 2010.

Samkvæmt því sem foreldrar sem Stundin hefur rætt við var Eggert Gunnþór einn þjálfara yngri flokka FH í knattspyrnu, bæði eftir að greint var frá ásökunum á hendur honum áður en kæra var lögð fram en einnig eftir að lögreglukæra var lögð fram á hendur Eggerti Gunnþóri.

Foreldri barns sem æfir með FH sendi erindi á formann Knattspyrnusambands Íslands (KSÍ), Vöndu Sigurgeirsdóttur, í lok síðasta árs þar sem óskað var svara um afstöðu KSÍ til starfa Eggerts Gunnþórs sem þjálfara, í ljósi þess að fyrir lá kæra á hendur honum fyrir kynferðisbrot. Svar við því erindi barst ekki fyrr en 20. janúar síðastliðinn. Í október á síðasta ári, þegar Vanda var kjörin formaður KSÍ á aukaþingi sambandsins, var hún sérstaklega spurð að því hvort fólk sem sakað hefði verið um ofbeldisbrot mætti leika með landsliðum KSÍ. Svaraði Vanda því til að hún teldi að fólk ætti að víkja ef mál sem þeim tengjast væru til skoðunar hjá samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs.

Engin svör frá KSÍ

Í ljósi þess að ekkert svar hafði borist frá KSÍ sendi sama foreldri erindi á Sigurbjörgu Sigurpálsdóttur, samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs, í byrjun árs þar sem liðsinnis hennar var óskað. Sigurbjörg sendi erindi til stjórnar og siðanefndar FH 5. janúar síðastliðinn þar sem lagðar voru fram spurningar um stöðu Eggerts Gunnþórs; hvernig á því stæði að hann væri ekki látinn stíga til hliðar á meðan kæra á hendur honum fyrir kynferðisbrot væri til rannsóknar hjá lögreglu.

„Félagið mun ekkert aðhafast fyrr en framkvæmdastjórn ÍSÍ kemur með skýrt vinnuferli varðandi mál sem þessi“
Elsa Hrönn Reynisdóttir
framkvæmdastjóri FH um mál Eggerts Gunnþórs

Svar við því erindi barst loks síðastliðinn mánudag, eftir nokkra eftirgangssemi, frá Elsu Hrönn Reynisdóttur framkvæmdastjóra FH.

„Aðalstjórn FH ásamt formanni Siðanefndar FH hefur á undanförnum vikum og mánuðum fjallað um og skoðað mál Eggerts Gunnþórs Jónssonar, hvað skal gera og þá einnig hvað við getum gert.

Niðurstaða okkar er sú að félagið mun ekkert aðhafast fyrr en framkvæmdastjórn ÍSÍ kemur með skýrt vinnuferli varðandi mál sem þessi í framhaldi af vinnu starfshóps þeirra. Að sögn framkvæmdastjóra ÍSÍ eru niðurstöður vinnuhópsins væntanlegar nú í mars.“

Málið komið til ákærusviðs

Greint var frá því að í lok febrúar síðastliðins að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefði lokið rannsókn á máli þeirra Eggerts Gunnþórs og Arons Einars. Málið væri komið til ákærusviðs lögreglunnar. Ekki hafa borist upplýsinga um hvers er að vænta varðandi framhald málsins.

Í frétt Stundarinnar 22. október á síðasta ári kom fram að Viðar Halldórsson, formaður aðalstjórnar FH, hefði verið upplýstur um ásakanir á hendur Eggerti Gunnþóri þegar síðastliðið sumar. FH brást ekki við þeim upplýsingum með þeim hætti að setja Eggert Gunnþór til hliðar.

Spurður hvort hann teldi eðlilegt að senda leikmann í leyfi ef mál væri til rannsóknar á hendur honum sagði Viðar að gera þyrfti félaginu formlega viðvart um að slík rannsókn væri í gangi. „Lögreglan verður þá að láta mig vita. Það er enginn búinn að láta okkur vita, ekki samskiptaráðgjafi, ekki lögreglan. Hver annar ætti að láta okkur vita? [...]„Ef slík tilkynning bærist myndi félagið setja málið strax í ferli í samráði við samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs.“

Upplýst var í fjölmiðlum að lögregla hefði tekið mál Eggerts Gunnþórs og Arons Einars til rannsóknar í september á síðasta ári, áður en að samskipti Stundarinnar við Viðar fóru fram.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    Voðalega vandræðagangur er þetta hjá FH
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
1
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár