Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Foreldrar reiðir vegna Eggerts Gunnþórs

Óánægju gæt­ir hjá for­eldr­um barna sem æfa knatt­spyrnu hjá FH með að Eggert Gunn­þór Jóns­son skuli vera einn af þjálf­ar­um yngri flokka fé­lags­ins í ljósi þess að lög­regla hef­ur haft kæru á hend­ur hon­um vegna nauðg­un­ar til rann­sókn­ar.

Foreldrar reiðir vegna Eggerts Gunnþórs
FH aðhefst ekki Ekkert verður aðhafst í máli Eggerts Gunnþórs Jónssonar af hálfu FH fyrr en vinnuferlar um hvað skuli gera séu menn ásakaðir um eða til rannsóknar vegna kynferðisbrota hafa verið settir fram af ÍSÍ. Mynd: RÚV

Verulegrar óánægju gætir hjá foreldrum iðkenda knattspyrnu hjá Fimleikafélagi Hafnarfjarðar, FH, sökum þess að Eggert Gunnþór Jónsson sé og hafi verið meðal þjálfara í yngri flokkum félagsins. Eggert Gunnþór var kærður á síðasta ári, ásamt Aroni Einari Gunnarssyni fyrrverandi fyrirliða karlalandsliðsins í knattspyrnu, fyrir að hafa nauðgað konu í Kaupmannahöfn árið 2010.

Samkvæmt því sem foreldrar sem Stundin hefur rætt við var Eggert Gunnþór einn þjálfara yngri flokka FH í knattspyrnu, bæði eftir að greint var frá ásökunum á hendur honum áður en kæra var lögð fram en einnig eftir að lögreglukæra var lögð fram á hendur Eggerti Gunnþóri.

Foreldri barns sem æfir með FH sendi erindi á formann Knattspyrnusambands Íslands (KSÍ), Vöndu Sigurgeirsdóttur, í lok síðasta árs þar sem óskað var svara um afstöðu KSÍ til starfa Eggerts Gunnþórs sem þjálfara, í ljósi þess að fyrir lá kæra á hendur honum fyrir kynferðisbrot. Svar við því erindi barst ekki fyrr en 20. janúar síðastliðinn. Í október á síðasta ári, þegar Vanda var kjörin formaður KSÍ á aukaþingi sambandsins, var hún sérstaklega spurð að því hvort fólk sem sakað hefði verið um ofbeldisbrot mætti leika með landsliðum KSÍ. Svaraði Vanda því til að hún teldi að fólk ætti að víkja ef mál sem þeim tengjast væru til skoðunar hjá samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs.

Engin svör frá KSÍ

Í ljósi þess að ekkert svar hafði borist frá KSÍ sendi sama foreldri erindi á Sigurbjörgu Sigurpálsdóttur, samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs, í byrjun árs þar sem liðsinnis hennar var óskað. Sigurbjörg sendi erindi til stjórnar og siðanefndar FH 5. janúar síðastliðinn þar sem lagðar voru fram spurningar um stöðu Eggerts Gunnþórs; hvernig á því stæði að hann væri ekki látinn stíga til hliðar á meðan kæra á hendur honum fyrir kynferðisbrot væri til rannsóknar hjá lögreglu.

„Félagið mun ekkert aðhafast fyrr en framkvæmdastjórn ÍSÍ kemur með skýrt vinnuferli varðandi mál sem þessi“
Elsa Hrönn Reynisdóttir
framkvæmdastjóri FH um mál Eggerts Gunnþórs

Svar við því erindi barst loks síðastliðinn mánudag, eftir nokkra eftirgangssemi, frá Elsu Hrönn Reynisdóttur framkvæmdastjóra FH.

„Aðalstjórn FH ásamt formanni Siðanefndar FH hefur á undanförnum vikum og mánuðum fjallað um og skoðað mál Eggerts Gunnþórs Jónssonar, hvað skal gera og þá einnig hvað við getum gert.

Niðurstaða okkar er sú að félagið mun ekkert aðhafast fyrr en framkvæmdastjórn ÍSÍ kemur með skýrt vinnuferli varðandi mál sem þessi í framhaldi af vinnu starfshóps þeirra. Að sögn framkvæmdastjóra ÍSÍ eru niðurstöður vinnuhópsins væntanlegar nú í mars.“

Málið komið til ákærusviðs

Greint var frá því að í lok febrúar síðastliðins að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefði lokið rannsókn á máli þeirra Eggerts Gunnþórs og Arons Einars. Málið væri komið til ákærusviðs lögreglunnar. Ekki hafa borist upplýsinga um hvers er að vænta varðandi framhald málsins.

Í frétt Stundarinnar 22. október á síðasta ári kom fram að Viðar Halldórsson, formaður aðalstjórnar FH, hefði verið upplýstur um ásakanir á hendur Eggerti Gunnþóri þegar síðastliðið sumar. FH brást ekki við þeim upplýsingum með þeim hætti að setja Eggert Gunnþór til hliðar.

Spurður hvort hann teldi eðlilegt að senda leikmann í leyfi ef mál væri til rannsóknar á hendur honum sagði Viðar að gera þyrfti félaginu formlega viðvart um að slík rannsókn væri í gangi. „Lögreglan verður þá að láta mig vita. Það er enginn búinn að láta okkur vita, ekki samskiptaráðgjafi, ekki lögreglan. Hver annar ætti að láta okkur vita? [...]„Ef slík tilkynning bærist myndi félagið setja málið strax í ferli í samráði við samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs.“

Upplýst var í fjölmiðlum að lögregla hefði tekið mál Eggerts Gunnþórs og Arons Einars til rannsóknar í september á síðasta ári, áður en að samskipti Stundarinnar við Viðar fóru fram.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    Voðalega vandræðagangur er þetta hjá FH
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sema segir engar mútur hafa verið greiddar – Ráðamenn reyni að sverta mannorð sjálfboðaliða
5
FréttirFöst á Gaza

Sema seg­ir eng­ar mút­ur hafa ver­ið greidd­ar – Ráða­menn reyni að sverta mann­orð sjálf­boða­liða

Stofn­andi og for­seti Solar­is, sem hef­ur unn­ið að því að koma dval­ar­leyf­is­höf­um frá Gaza til Ís­lands, seg­ir það „gjör­sam­lega sturl­að“ að fylgj­ast með ráð­herr­um í rík­is­stjórn Ís­lands, stofn­un­um og þing­fólki sem ýji ít­rek­að að því að hún og aðr­ir sjálf­boða­lið­ar séu að brjóta af sér „og jafn­vel fremja lög­brot í við­leitni okk­ar til að koma fólki und­an þjóð­ern­is­hreins­un­um.“
Viðskiptavild helmingurinn af 5,5  milljarða kaupum Kviku af hluthöfum bankans
6
Viðskipti

Við­skipta­vild helm­ing­ur­inn af 5,5 millj­arða kaup­um Kviku af hlut­höf­um bank­ans

Al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið Kvika, sem er með­al ann­ars í eigu líf­eyr­is­sjóða, keypti meiri­hluta í bresku fast­eigna­veð­lána­fyr­ir­tæki ár­ið 2022. Fyr­ir­tæk­ið var áð­ur í eigu for­stjóra Kviku, Ár­manns Þor­valds­son­ar, sem starf­aði þar í nokk­ur ár. Þeir sem seldu Kviku fyr­ir­tæk­ið voru með­al ann­ars stærsti einka­að­il­inn í hlut­hafa­hópi bank­ans, Stoð­ir. FME hef­ur áð­ur sekt­að Kviku út af við­skipt­um sem tengj­ast Ort­us. Kvika seg­ir ekk­ert at­huga­vert við við­skipt­in og að hlut­laust­ir ut­an­að­kom­andi sér­fræð­ing­ar hafi kom­ið að þeim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingsstúlku í strætó hótað nauðgun og morði - „Allir heyrðu og sáu en enginn gerði neitt“
1
Fréttir

Ung­lings­stúlku í strætó hót­að nauðg­un og morði - „All­ir heyrðu og sáu en eng­inn gerði neitt“

Sex strák­ar sögðu við 14 ára stúlku í strætó að þeir ætl­uðu að nauðga henni og mömmu henn­ar og síð­an myndu þeir drepa þær báð­ar. Stúlk­an varð dauð­hrædd og þor­ir ekki aft­ur í strætó. Fram­kvæmda­stjóri Strætó seg­ir vagn­stjóra hafa átt að bregð­ast harð­ar við. Móð­ir­in kall­ar eft­ir því að al­menn­ing­ur láti sig ör­yggi sam­ferða­manna sinna varða.
Ferðasagan: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóðlátan Hafnarfjörð
2
Viðtal

Ferða­sag­an: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóð­lát­an Hafn­ar­fjörð

Fyr­ir ör­fá­um vik­um bjuggu Abeer Herzallah og dæt­ur henn­ar þrjár í tjaldi í Rafah. Há­vað­inn í sprengj­um var orð­inn al­vana­leg­ur og þeim fannst dauð­inn nálg­ast. Svo breytt­ist allt við skila­boð­in: „Þið er­uð komn­ar með leyfi til að fara héð­an.“ Það var kom­inn tími á ferða­lag til Ís­lands, til eig­in­manns­ins sem Abeer hafði ekki hitt í tvö ár.
Flúði vændi en verður send út í annað sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“
5
FréttirFlóttamenn

Flúði vændi en verð­ur send út í ann­að sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“

Níg­er­ísk­ar kon­ur sem hing­að leita eft­ir dvöl á Ítal­íu hafa í mörg­um til­vik­um ver­ið neydd­ar út í vændi þar og vilja ekki snúa aft­ur, því þær vita hvað bíð­ur þeirra. Ein kvenn­anna kom aft­ur til Ís­lands ör­fá­um dög­um eft­ir að hún fékk end­ur­komu­bann til þriggja ára, því hún sá enga aðra leið út.
Leggjast hart gegn nýrri smágreiðslulausn sem gæti sparað heimilum milljarða
6
Greining

Leggj­ast hart gegn nýrri smá­greiðslu­lausn sem gæti spar­að heim­il­um millj­arða

Sam­tök fjár­mála­fyr­ir­tækja segja að frum­varp sem mun gera Seðla­bank­an­um kleift að koma á fót inn­lendri smá­greiðslumiðl­un geri „ráð fyr­ir óvenju­legu inn­gripi í rekst­ur fyr­ir­tækja á sam­keppn­ismark­aði“. Heim­ili lands­ins greiddu alls 37 millj­arða króna í bein og óbein þjón­ustu­gjöld vegna notk­un­ar á greiðslu­kort­um á ár­inu 2022.
Þorsteinn Már og Helga eiga rúmlega 71 milljarð og skulda nánast ekki neitt
8
Greining

Þor­steinn Már og Helga eiga rúm­lega 71 millj­arð og skulda nán­ast ekki neitt

Mikl­ar breyt­ing­ar hafa ver­ið gerð­ar á Sam­herja­sam­stæð­unni á síð­ustu ár­um og eign­ar­hald á henni að stóru leyti fært yf­ir til barna stofn­enda fyr­ir­tæk­is­ins. Fé­lag í eigu barna Þor­steins Más Bald­vins­son­ar sem fékk selj­endalán frá for­eldr­um sín­um til að kaupa hlut þeirra í Sam­herja hef­ur ein­ung­is greitt vexti af lán­inu og hagn­ast alls um 16 millj­arða króna á þrem­ur ár­um.

Mest lesið í mánuðinum

Uppsagnir á Sóltúni eftir tveggja milljarða útgreiðslu: „Það er gríðarlega þungbær ákvörðun“
1
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Upp­sagn­ir á Sól­túni eft­ir tveggja millj­arða út­greiðslu: „Það er gríð­ar­lega þung­bær ákvörð­un“

Einka­rekna hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún hef­ur stað­ið fyr­ir upp­sögn­um síð­ustu vik­urn­ar til að laga rekst­ur­inn sem sagð­ur er ganga illa. Sam­hliða hafa eig­end­ur Sól­tún stað­ið í fast­eigna­við­skipt­um í gegn­um rekstr­ar­fé­lag­ið og tek­ið há­ar fjár­hæð­ir út úr því. Fyrr­ver­andi og nú­ver­andi starfs­menn gagn­rýna stjórn­end­ur Sól­túns fyr­ir upp­sagn­irn­ar.
Móðir Marks heitins: „Þetta er í raun og veru léttir“
2
Úttekt

Móð­ir Marks heit­ins: „Þetta er í raun og veru létt­ir“

Mark Gunn­ar Roberts lést á Þor­láks­messu. Nokkr­um dög­um áð­ur hafði hann fund­ist með­vit­und­ar­laus í fanga­klefa sín­um á Hólms­heiði. Mark ólst upp við drykkju og of­beldi föð­ur síns og ára­tug­um sam­an reyndi móð­ir hans að fá hjálp fyr­ir son sinn, sagði hann „hættu­leg­an án lyfja­gjaf­ar“, en án ár­ang­urs. Síð­ustu ár átti Mark ekki í nein hús að venda önn­ur en neyð­ar­skýli fyr­ir heim­il­is­lausa eða fang­elsi.
Aðstandendur íbúa á Sóltúni beðnir um að þrífa: „Þarna blöskraði mér gjörsamlega“
3
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Að­stand­end­ur íbúa á Sól­túni beðn­ir um að þrífa: „Þarna blöskr­aði mér gjör­sam­lega“

Stjórn­end­ur hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins Sól­túns báðu að­stand­end­ur íbúa að hjálpa til við þrif með eig­in tusk­um og hreinsi­efn­um ár­ið 2022. Það var eft­ir að eig­end­urn­ir seldu fast­eign hjúkr­un­ar­fé­lags­ins fyr­ir 3,8 millj­arða, leigðu hús­næð­ið af kaup­and­an­um, greiddu sér 2 millj­arða út úr fé­lag­inu og fóru svo í nið­ur­skurð á þjón­ust­unni. Að­stand­end­ur og starfs­fólk lýsa reynslu sinni af starf­sem­inni og þjón­ustu við gamla fólk­ið.
Unglingsstúlku í strætó hótað nauðgun og morði - „Allir heyrðu og sáu en enginn gerði neitt“
5
Fréttir

Ung­lings­stúlku í strætó hót­að nauðg­un og morði - „All­ir heyrðu og sáu en eng­inn gerði neitt“

Sex strák­ar sögðu við 14 ára stúlku í strætó að þeir ætl­uðu að nauðga henni og mömmu henn­ar og síð­an myndu þeir drepa þær báð­ar. Stúlk­an varð dauð­hrædd og þor­ir ekki aft­ur í strætó. Fram­kvæmda­stjóri Strætó seg­ir vagn­stjóra hafa átt að bregð­ast harð­ar við. Móð­ir­in kall­ar eft­ir því að al­menn­ing­ur láti sig ör­yggi sam­ferða­manna sinna varða.
Ferðasagan: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóðlátan Hafnarfjörð
7
Viðtal

Ferða­sag­an: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóð­lát­an Hafn­ar­fjörð

Fyr­ir ör­fá­um vik­um bjuggu Abeer Herzallah og dæt­ur henn­ar þrjár í tjaldi í Rafah. Há­vað­inn í sprengj­um var orð­inn al­vana­leg­ur og þeim fannst dauð­inn nálg­ast. Svo breytt­ist allt við skila­boð­in: „Þið er­uð komn­ar með leyfi til að fara héð­an.“ Það var kom­inn tími á ferða­lag til Ís­lands, til eig­in­manns­ins sem Abeer hafði ekki hitt í tvö ár.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár