Fyrstu fórnarlömb stríðs eru saklausir borgarar. Þegar þetta er skrifað hafa mörg þúsund manns látið lífið í átökunum í Úkraínu, þar af mörg hundruð saklausir borgarar. Þeir eru nú í milljónatali að reyna að koma sér frá átökunum með þær litlu eigur sem þeir geta troðið í ferðatöskur og plastpoka, sem þeir þurfa svo að burðast með langa leið til öryggis.
Blaðamaður Stundarinnar, ásamt myndatökumanni, fór til Lviv í Úkraínu á dögunum til þess að ræða við fólk og sjá með eigin augum hver staðan er í landinu.
Stríðið í Úkraínu hófst þann 24. febrúar síðastliðinn með innrás Rússa. Ástandið í landinu hefur verið viðkvæmt allt síðan Krímskagi var innlimaður inn í Rússland, ásamt því að rússneskir hermenn voru sendir inn í héruðin Donetsk og Luhansk í austurhluta landsins. Nú þegar hafa rúmlega þrjár milljónir manna, aðallega konur og börn, yfirgefið Úkraínu og er um að ræða einhvern mesta straum …
Athugasemdir