Niðurstaða virðist hafa fengist um hversu mikla orku talið er að þurfi til að ná fullum orkuskiptum. Um þetta virðast bæði orkufyrirtækin, fulltrúar náttúruverndarsamtaka og stjórnvöld sammála. Þetta má lesa út úr gögnum sem birtast í grænbókinni svokölluðu; stöðuskýrslu starfshóps umhverfis, orku- og auðlindaráðuneytisins um áskoranir í orkumálum.
Markmið stjórnvalda er að orkuskipti náist fyrir árið 2040 er hins vegar alls ekki í hendi. Orkuskipti í samgöngum á landi, lofti og legi kalla á orku á bilinu 15–16 terawattstundir, eftir því hvaða tækni verður notuð í skipaflutninga og millilandaflug. Enn á eftir að finna upp þær tæknilausnir sem eru forsenda millilandaflugs á rafeldsneyti, sem dæmi, og skip þurfa að taka talsverðum breytingum ef nýta á núverandi tækni til að knýja þau öll.
Þá er heldur ekki sátt um hvernig meta eigi aðra orkuþörf á sama tímabili, það er hvort stöðva eigi vöxt orkufreks iðnaðar eða ýta undir að hann vaxi …
Athugasemdir