Eftir augljósa innrás í 45 milljóna manna Evrópuland, byggða á greinilegum lygum, sem risaríki afneita, hafa Íslendingar lengst til vinstri og hægri tekið undir sjónarmið einræðisherrans Pútíns. „Við hljótum líka að spyrja um ábyrgðina á stríði í Úkraínu, og ég hneigist til að telja hana mun meiri vestan frá en austan, eins og hér hefur komið fram. Það hefur heldur ekki breyst hvaðan mesta ógnin við heiminn stafar, því hún kemur ekki frá Rússlandi,“ skrifar Þórarinn Hjartarson á vef Ögmundar Jónassonar.
Þessari söguskýringu íslenskra vinstrimanna er meðal annars deilt af fyrrverandi framkvæmdastjóra Eflingar, Viðari Þorsteinssyni, sem segir þetta að þetta sé „virkilega vönduð og fróðleg grein“, „betra að gæðum en margt það sem deilt er þessi dægrin“.
Þannig líta þessir tilteknu vinstri menn ekki á uppgang einræðisherra sem helstu ógnina við heiminn, og það sem meira er, líta svo á að heimsmálin hverfist nánast eingöngu um valdatafl stórvelda. Vandamálið við þá túlkun er að alþjóðalög, sjálfræði ríkja og hömlur á valdbeitingu stórvelda, eru allt uppfinningar manna. Þetta þarf ekki að vera til nema því sé framfylgt og þegar nógu margir fallast á að hið hreina vald en ekki hagsmunir allra eigi að ráða, fellur þessi uppfinning um sig sjálfa.
Eftir innrás Rússa í Úkraínu skýrðist stóra myndin. Hún á sér sögulega hliðstæðu og Ísland fellur óumflýjanlega innan þeirrar myndar, jafnvel þótt við viljum vera valkvætt hluti af umheiminum eftir því hvernig okkur hentar.
Vináttusamningur fyrir innrás sem hvorki er stríð né innrás
Síðsumars 1939 náðu Sovétmenn og Þjóðverjar, Stalín og Hitler, saman um að skapa hvor öðrum olnbogarými. Með svokölluðum Molotov-Ribbentrop-samningi, nefndum eftir utanríkisráðherrum landanna, skuldbundu þeir sig til að láta hvor annan í friði og það sem var mikilvægara, skipta Póllandi á milli sín. Samningurinn var undirritaður 23. ágúst og 1. september réðust nasistar Hitlers inn í Pólland - eftir að hafa búið til falska árás (e. false flag) Pólverja á Þýskaland.
Í byrjun febrúar 2022 hittust forsetar Rússlands og Kína á fundi. Síðar hefur verið sagt frá því í fréttum New York Times, höfðum eftir leyniþjónustunni, að Xi Jinping Kínaforseti hafi þar beðið Vladimír Pútín um að bíða með innrás í Úkraínu þar til Ólympíuleikarnir í Beijing yrðu afstaðnir. Hann þrætir fyrir það, en hann þrætir líka fyrir augljósar staðreyndir um að það sé innrás í Úkraínu. Hvað sem raunverulega fór fram þar varð söguleg breyting á afstöðu Kínverja eftir fundinn. Þeir innsigluðu „takmarkalausan“ vinskap við Rússa og um leið tóku Kínverjar í fyrsta sinn undir gagnrýni Rússa á útþenslustefnu NATÓ, þá stefnu sem sannreynanlega hefur legið í því að smáríki í Evrópu hafa sóst eftir því að ganga í NATÓ af ótta við yfirgang Rússlands Pútíns.
https ://scheerpost. com/2022/03/07/chris-hedges-worthy-and-unworthy-victims/
https ://fair. org/home/calling-russias-attack-unprovoked-lets-us-off-the-hook/
Svo segir hann að uppgangur nýnasískra afla í Úkraínu sé ,,rússnesk lygi." Já já, einmitt:
https://www. bbc. com/news/world-europe-30414955
En ef það er eitthvað sem þessar ólögmætu hernaðaraðgerðir Rússaveldis í Úkraínu hafa afhjúpað, þá er það hinn skefjalausi tvískinningur og hræsni ,,siðaðra" vesturvelda sem undirritaður hefur raunar kvartað og kveinað yfir hér í athugasemdum netmiðla árum saman; it is only a crime when they do it (lesist þeir ,,ósiðuðu"), not when we do it (lesist þeir ,,siðuðu"):
https://www. middleeasteye. net/opinion/russia-ukraine-war-west-redemption-iraq
Að lokum hefur aldrei verið ,,rótgróið lýðræði" í Hong Kong... hvorki undir keisara, Bretaveldi né Kommúnista. Það veit hr. Jón Trausti fullvel. Og veit eflaust einnig að Taivan hefur ávallt verið óaðskiljanlegur hluti af meginlandi Kínaveldis allar götur síðan að Kuomintang flúðu þangað sneyptir og snauðir eftir borgarastríðið árið 1949 og kölluðu eyjuna ,,lýðveldið Kína." Nóg um það. Kv