Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

„Verum ekki á móti stríðinu — berjumst gegn stríðinu!“

„Verum ekki á móti stríðinu — berjumst gegn stríðinu!“
Mótæli í Pétursborg

Rússneski stjórnarandstöðuleiðtoginn Alexei Navalny hefur birt á Twitter heróp sitt til Rússa (og annarra) um að berjast gegn árásinni á Úkraínu.

Svo hljóðar það:

„Við — Rússar — viljum vera þjóð friðar. En því miður myndu fáir kalla okkur það núna.

En við skulum að minnsta kosti ekki verða þjóð af hræddu þöglu fólki. Þjóð af raggeitum sem þykjast ekki taka eftir árásarstríðinu gegn Úkraínu sem hleypt var af stað af okkar augljóslega vitskerta keisara.

Ég get ekki, vil ekki og mun ekki þegja yfir því að einhver uppdiktuð þvælusaga síðustu 100 ára sé notuð sem afsökun fyrir Rússa til að drepa Úkraínumenn og fyrir Úkraínumenn til að drepa Rússa í varnarskyni.

Það er komið fram á þriðja áratug 21. aldar og við horfum í sjónvarpinu á fólk brenna í skriðdrekum eða sundursprengdum húsum. Við horfum á alvöru ógnanir um að hefja kjarnorkustríð í sjónvarpinu.

Sjálfur er ég frá Sovétríkjunum. Ég fæddist þar. Og einn aðalfrasinn úr barnæsku minni var „Berjist fyrir friði“. Ég heiti á alla að fara. nú út á götu og berjast fyrir friði.

Pútin er ekki Rússland. Og ef það er eitthvað í Rússlandi sem við getum verið stolt af þá eru það þær 6,824 manneskjur sem voru handteknar af því — alveg af sjálfsdáðum — fóru þær út á götu með skilti þar sem stóð „Ekkert stríð“.

Sumir segja að þeir sem ekki geta sjálfir tekið þátt í mótmælafundum og ekki hætt á að lenda sjálfir í fangelsi geti ekki hvatt aðra til þess. Ég er nú þegar í fangelsi svo ég held ég geti það.

Við getum ekki beðið lengur. Hvar sem þú ert, í Rússlandi, Belarús eða hinum megin á hnettinum, farðu á aðaltorgin í bænum þínum og klukkan tvö um helgar. 

Ef þú ert erlendis farðu að rússneska sendiráðinu. Og ef þú getur skipulagt mótmælafund, gerðu það um helgar. Og já, kannski koma bara örfáir fyrsta daginn. Og kannski enn færri þann næsta.

En við verðum að bíta á jaxlinn, yfirvinna óttann og stíga fram og krefjast þess að endir verði bundinn á stríðið. Í staðinn fyrir hvern þann sem er handtekinn verða að koma tveir nýir.

Ef við þurfum að fylla fangelsin og lögreglubílana með okkur sjálfum til að stöðva stríðið, þá skulum við fylla fangelsin og lögreglubílana með okkur sjálfum.

Allt kostar og nú, vorið 2022, verðum við að borga uppsett verð. Enginn mun gera það fyrir okkur. Við skulum ekki „vera á móti stríðinu“. Við skulum berjast gegn stríðinu.“

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Árásin á Bastilluna: Franska byltingin hófst með því að geðveikir kynferðisglæpamenn og falsarar voru frelsaðir
Flækjusagan

Árás­in á Bastill­una: Franska bylt­ing­in hófst með því að geð­veik­ir kyn­ferð­is­glæpa­menn og fals­ar­ar voru frels­að­ir

Í dag, 14. júlí, er Bastillu­dag­ur­inn svo­kall­aði í Frakklandi og er þá æv­in­lega mik­ið um dýrð­ir. Dag­ur­inn er yf­ir­leitt tal­inn marka upp­haf frönsku bylt­ing­ar­inn­ar ár­ið 1789 þeg­ar feyskinni ein­valds­stjórn Bour­bon-ætt­ar­inn­ar sem hrund­ið frá völd­um. Bylt­ing­in var gerð í nokkr­um áföng­um en vel má segja að eft­ir 14. júlí hafi ekki ver­ið aft­ur snú­ið. Basill­an var virki í Par­ís­ar­borg sem hýsti...

Mest lesið

Missti heilsuna eftir alvarleg andleg veikindi yngri systur sinnar
3
Viðtal

Missti heils­una eft­ir al­var­leg and­leg veik­indi yngri syst­ur sinn­ar

Gísella Hann­es­dótt­ir fékk tauga­áfall og missti heils­una í sum­ar í kjöl­far sjálfs­vígstilraun­ar yngri syst­ur sinn­ar. Hún upp­lif­ir að að­stand­end­ur sjúk­linga með al­var­leg geð­ræn veik­indi fái ekki næg­an stuðn­ing í heil­brigðis­kerf­inu. „Það er kannski einn fjöl­skyldu­með­lim­ur sem er veik­ur en all­ir í fjöl­skyld­unni fara í hyl­dýp­ið með þeim,“ seg­ir hún.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Missti heilsuna eftir alvarleg andleg veikindi yngri systur sinnar
5
Viðtal

Missti heils­una eft­ir al­var­leg and­leg veik­indi yngri syst­ur sinn­ar

Gísella Hann­es­dótt­ir fékk tauga­áfall og missti heils­una í sum­ar í kjöl­far sjálfs­vígstilraun­ar yngri syst­ur sinn­ar. Hún upp­lif­ir að að­stand­end­ur sjúk­linga með al­var­leg geð­ræn veik­indi fái ekki næg­an stuðn­ing í heil­brigðis­kerf­inu. „Það er kannski einn fjöl­skyldu­með­lim­ur sem er veik­ur en all­ir í fjöl­skyld­unni fara í hyl­dýp­ið með þeim,“ seg­ir hún.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu