Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

„Verum ekki á móti stríðinu — berjumst gegn stríðinu!“

„Verum ekki á móti stríðinu — berjumst gegn stríðinu!“
Mótæli í Pétursborg

Rússneski stjórnarandstöðuleiðtoginn Alexei Navalny hefur birt á Twitter heróp sitt til Rússa (og annarra) um að berjast gegn árásinni á Úkraínu.

Svo hljóðar það:

„Við — Rússar — viljum vera þjóð friðar. En því miður myndu fáir kalla okkur það núna.

En við skulum að minnsta kosti ekki verða þjóð af hræddu þöglu fólki. Þjóð af raggeitum sem þykjast ekki taka eftir árásarstríðinu gegn Úkraínu sem hleypt var af stað af okkar augljóslega vitskerta keisara.

Ég get ekki, vil ekki og mun ekki þegja yfir því að einhver uppdiktuð þvælusaga síðustu 100 ára sé notuð sem afsökun fyrir Rússa til að drepa Úkraínumenn og fyrir Úkraínumenn til að drepa Rússa í varnarskyni.

Það er komið fram á þriðja áratug 21. aldar og við horfum í sjónvarpinu á fólk brenna í skriðdrekum eða sundursprengdum húsum. Við horfum á alvöru ógnanir um að hefja kjarnorkustríð í sjónvarpinu.

Sjálfur er ég frá Sovétríkjunum. Ég fæddist þar. Og einn aðalfrasinn úr barnæsku minni var „Berjist fyrir friði“. Ég heiti á alla að fara. nú út á götu og berjast fyrir friði.

Pútin er ekki Rússland. Og ef það er eitthvað í Rússlandi sem við getum verið stolt af þá eru það þær 6,824 manneskjur sem voru handteknar af því — alveg af sjálfsdáðum — fóru þær út á götu með skilti þar sem stóð „Ekkert stríð“.

Sumir segja að þeir sem ekki geta sjálfir tekið þátt í mótmælafundum og ekki hætt á að lenda sjálfir í fangelsi geti ekki hvatt aðra til þess. Ég er nú þegar í fangelsi svo ég held ég geti það.

Við getum ekki beðið lengur. Hvar sem þú ert, í Rússlandi, Belarús eða hinum megin á hnettinum, farðu á aðaltorgin í bænum þínum og klukkan tvö um helgar. 

Ef þú ert erlendis farðu að rússneska sendiráðinu. Og ef þú getur skipulagt mótmælafund, gerðu það um helgar. Og já, kannski koma bara örfáir fyrsta daginn. Og kannski enn færri þann næsta.

En við verðum að bíta á jaxlinn, yfirvinna óttann og stíga fram og krefjast þess að endir verði bundinn á stríðið. Í staðinn fyrir hvern þann sem er handtekinn verða að koma tveir nýir.

Ef við þurfum að fylla fangelsin og lögreglubílana með okkur sjálfum til að stöðva stríðið, þá skulum við fylla fangelsin og lögreglubílana með okkur sjálfum.

Allt kostar og nú, vorið 2022, verðum við að borga uppsett verð. Enginn mun gera það fyrir okkur. Við skulum ekki „vera á móti stríðinu“. Við skulum berjast gegn stríðinu.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
1
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu