Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af hótunum um beitingu kjarnorkuvopna, en Vladimir Pútín lýsti því yfir á sunnudag að hann hefði sett kjarnorkusveitir sínar í viðbragðsstöðu og í dag sagði Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússa að ef kæmi til þriðju heimstyrjaldarinnar yrðu kjarnorkuvopnum beitt.
„Það er alvarlegt að leiðtogi ríkis sem ræður yfir kjarnavopnum, sem hefur fyrirskipað innrás í annað ríki í trássi við alþjóðalög og lætur ekki af þeim hernaði, fyrirskipi kjarnorkusveitum sínum að vera í viðbragðsstöðu. Það er full ástæða til þess að hafa áhyggjur af yfirlýsingum af þessu tagi þegar staða í öryggismálum er eins alvarleg og raun ber vitni. Ríkisstjórnin fylgist grannt með hvernig mál eru að þróast,“ segir Katrín, innt eftir svörum við því hvernig hún, sem forsætisráðherra Íslands og formaður Þjóðaröryggisráðs, meti stöðuna í ljósi ákvörðunar Pútíns að setja kjarnorkuvopnasveitir í viðbragðsstöðu vegna harðra viðbragða Vesturveldanna við innrás Rússa í …
Athugasemdir (1)