Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Forsætisráðherra segir fulla ástæða til að hafa áhyggjur af kjarnorkuhótunum

Jón Ólafs­son, pró­fess­or og sér­fræð­ing­ur í mál­efn­um Rúss­lands, og Guð­mund­ur Hálf­dán­ar­son, pró­fess­or í sagn­fræði eru sam­mála um að sú ákvörð­un Vla­dimir Pútíns, for­seta Rúss­lands, að setja kjarn­orku­vopna­sveit­ir sín­ar í við­bragðs­stöðu sé hvorki inn­an­tóm hót­un né raun­veru­leg ógn. Með þessu sé Pútín að minna á að hann eigi kjarn­orku­vopn. Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra seg­ir fulla ástæðu til þess að hafa áhyggj­ur af yf­ir­lýs­ing­um af þessu tagi.

Forsætisráðherra segir fulla ástæða til að hafa áhyggjur af kjarnorkuhótunum
Pútín er að senda okkur skilaboð Pútín fyrirskipaði kjarnorkuvopnasveitum sínum að hækka viðbúnaðarstig sitt en það er ekki í fyrsta skipti sem það hefur verið gert, í Kalda stríðinu hækkuðu bæði Bandaríkjamenn og Rússar viðbúnaðarstig sitt. Katrín Jakobsdóttir telur fulla ástæðu til þess að hafa áhyggjur af slíkri fyrirskipun miðað við aðstæður. Mynd: Stundin / JIS

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af hótunum um beitingu kjarnorkuvopna, en Vladimir Pútín lýsti því yfir á sunnudag að hann hefði sett kjarnorkusveitir sínar í viðbragðsstöðu og í dag sagði Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússa að ef kæmi til þriðju heimstyrjaldarinnar yrðu kjarnorkuvopnum beitt. 

„Það er alvarlegt að leiðtogi ríkis sem ræður yfir kjarnavopnum, sem hefur fyrirskipað innrás í annað ríki í trássi við alþjóðalög og lætur ekki af þeim hernaði, fyrirskipi kjarnorkusveitum sínum að vera í viðbragðsstöðu. Það er full ástæða til þess að hafa áhyggjur af yfirlýsingum af þessu tagi þegar staða í öryggismálum er eins alvarleg og raun ber vitni. Ríkisstjórnin fylgist grannt með hvernig mál eru að þróast,“ segir Katrín, innt eftir svörum við því hvernig hún, sem forsætisráðherra Íslands og formaður Þjóðaröryggisráðs, meti stöðuna í ljósi ákvörðunar Pútíns að setja kjarnorkuvopnasveitir í viðbragðsstöðu vegna harðra viðbragða Vesturveldanna við innrás Rússa í …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ívar Larsen skrifaði
    Hvenær verður dreift Kalashnikov rifflum hér til barna og gamalmenna?
    -2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Úkraínustríðið

Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár